Húnavaka - 01.05.2006, Side 173
H Ú N A V A K A
171
ára gamall missti hann móður sína og var þá sendur í fóstur að Vestur-
bænum að Pétursey í Mýrdal. Þar var Halldór í þrettán ár. Arið 1944 fór
hann til Reykjavíkur. I Reykjavík byrjaði Halldór vinnu með vörubíl sem
hann keypti sér. Hann vann fyrir setuliðið á stríðsárunum, í Bretavinn-
unni svo kölluðu. Halldór vann síðan sem verkamaður til sjós og lands en
síðustu árin hjá hernum á Keflavíkurflugvelli
við bílaviðgerðir.
Halldór hóf snemma sambúð með Guð-
rúnu Ivarsdóttur. Guðrún var frá Sölkutóft á
Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru hjónin
Ivar Geirsson og Jónína Margrét Þorsteins-
dóttir.
Halldór og Guðrún áttu sín fyrstu sambúð-
arár í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband árið
1955 en þá voru þau búsett í Keflavík. Síðast
áttu þau sitt heimili í Garði í Gerðahreppi.
Þar andaðist Guðrún á heimili sínu árið 1986
eftir langvinn veikindi.
Guðrún og Halldór eignuðust t\7o drengi,
Þorvarð og Ivar Snorra. Þorvarður lést árið 2000.
Halldór hafði ánægju af bókalestri og hvers konar kveðskap, gat sjálfur
sett saman vísur ef svo bar við. Hann hafði líka ánægju af að umgangast
dýr og sérstaklega hesta, átti sjálfur, hér áður og fyrr, ágætis reiðhesta.
Það var árið 1987 að Halldór flutti í Húnavatnssýslu, ásamt syni sínum
Ivari Snorra en þá var hér búsettur Þorvarður sonur hans. A Blönduósi
hefur Halldór búið síðan og lengstum að Hnitbjörgum en síðustu árin á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Halldór lést þar.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju þann 14. júní.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Fanney Halldórsdóttir,
Sviðningi
Fœdd 3. mars 1917 - Dáin 21. júní 2005
Kraftmikil og heilsteypt kona var kvödd þegar Fanney Halldórsdóttir í
Súðningi lést á 89. aldursári. Hún fæddist í Tjarnarlandi á Skaga og sveitin
var vettvangur ævistarfs og lífs alla tíð. Foreldrar hennar voru hjónin, Hlíf
Sveinsdóttir og Halldór Guðmundsson, sem fluttu um þetta leyti í Hólma á
Skaga. Fanney var elst barna þeirra, hin sem upp komust voru: Heiðbjört
Lilja, (f. 1918), húsmóðir í Eyjakoti en nú á Blönduósi, Svanlaug Anna, (f.
1920), í Króksseli á Skaga og Magnús, (f. 1928), bjó í Keflavík, nú látinn.
Hálfsystir var Sveinbjörg Björnsdóttir sem ólst upp í Örlygsstaðaseli.
Þegar Fanney var aðeins átta ára að aldri lést Hlíf móðir hennar fyrir