Húnavaka - 01.05.2006, Page 174
172
H Ú N A V A K A
aldur fram. Með hjálp frá góðurn grönnum, í Björgum, Örlygsstaðaseli
og víðar, tókst að halda heimilinu saman, utan hvað Magnús sem þá var
þriggja ára ólst upp á Skeggjastöðum.
Sextán ára að aldri réð Fanney sig senr ráðskonu til Jóhannesar Einars-
sonar útgerðarmanns í Kálfshamarsvík sem hafði oft margt í heimili.
Hlýtur það að hafa verið eldskírn fyrir svo
unga manneskju en hún stóðst prófið og svo
kynntist hún þar líka lífsförunaut og verðandi
eigintanni sínum, Friðgeiri Einarssyni. Hann
bjó þá með foreldrum sínum í Sviðningi.
Fanney og Friðgeir voru gefín sarnan 14.
júlí 1936 og flutti Fanney að Sviðningi þar
sem þau bjuggu upp frá þ\í. Börn þeirra eru
þrjú og er elst Alda, maki hennar er Sigurður
Pálsson og búa þau á Blönduósi, þeirra börn
eru fjögur; þá er Asdís Hlíf, hennar maki er
Jónas Bjarnason, einnig á Blönduósi og börn
þeirra þijú; yngstur er Ágúst Fannberg, maki
hans er Gíslína Torfadóttir, Garði í Gerðum,
þau hafa alið upp tvo syni Gíslínu.
Starfsvettvangur Fanneyjar var heimili í sveit og annan vett\'ang hefði
hún líklega ekki óskað sér en fjölbreyttari verkahring er líka vart hægt
að hugsa sér. Oft þurfti hún að standa fyrir gestakomum og þá var engu
nema rausnarskap að mæta hjá þessari vel kynntu og veitulu húsfreyju.
Friðgeir var vitavörður í meira en 50 ár og því fylgdu margs konar
verkefni fyrir heimilið, svo voru þar sumarbörn og skólabörn á vetrum
sem kornið var fyrir hjá þeim meðan skólahald stóð í Kálfshamarsnesi.
Einnig var þar pósthús og radarstöð um skeið og um tíma mikið af inn-
lendum og erlendum skipverjum sem fengu gistingu eða dvöl.
Kvenfélagið Hekla starfaði þá sem síðar mikið fyrir héraðið og þar var
Fanney ntjög virk allt til elliára og var gerð heiðursfélagi þess. Hún var
stálminnug og kunni hafsjó af ljóðum og hafði frábæra frásagnargáfu.
Eftir að Friðgeir lést, árið 1985, bjó Fanney allmörg ár í Sviðningi að
eigin ósk því hún undi sér best í sveitinni og hélt tryggð við hana meðan
heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu árin var hún í Hnitbjörgum á Blönduósi
og lést á sjúkrahúsinu þar. Hún var jarðsett að Hofí í heimasveit sinni.
Sr. Guðni Þór Ólafsson.
Skúli Garðarsson
Blönduósi
Fæddur 19. febrúar 1955 — Dáinn 22. júní 2005
Skúli var fæddur í Reykjavík. Móðir hans var Þórdís Guðnadóttir, frá
Heiði á Rangárvöllum, búsett í Reykjavík en faðir hans Garðar Hafsteinn