Húnavaka - 01.05.2006, Page 175
H UNAVAKA
173
Svavarsson í Reykjavík. Forelclrar hans bjuggu aldrei saman og ólst Skúli
upp með móður sinni og afa og ömmu, þeim Guðna Tyrfingssyni og
Guðrúnu Olafsdóttur er bjuggu í Reykjavík. Þar var hann á vetrum í
skóla en þegar hann eltist var hann jafnan í
sveit í Hvalfirðinum á sumrum hjá þeim Jóni
og Veigu í Hlíð á Hvalfjarðarströnd.
Sporin lágu því víða og margir áhrifavaldar
á uppvaxtarárum Skúla og ekki skal gleymd-
ur fósturfaðir hans frá 10 ára aldri, Haukur
Otterstedt og af öllum þáði Skúli eitthvað
gott. Systkini Skúla skulu hér tilfærð en þau
eru sammæðra: Salome, Guðrún Kolbrún,
Lena Kristín og Steinunn Erna en samfeðra
eru Haukur Geir, Sigríður Huld, Heimir og
Þór. Fóstursystir hans er Hanna Otterstedt.
Að lokinni skólagöngu hóf Skúli \innu \ið
ýmis verktaka- og verkamannastörf og norður
mun hann einna fyrst hafa komið að Hnausum í Vatnsdal og eignaðist
þar góða vini og var oft síðan á sumrum í Húnaþingi. Þar var líka lífs-
förunauturinn og félaginn, Sigþrúður Guðmunda Sigfúsdóttir frá
Blönduósi. Þau voru gefln saman 26. júlí 1980.
Börn þeirra eru Qögur: Quðni Rúnar, (f. 1982), maki hans er Eydís
Berglind, Hanna Dís, (f. 1984), hennar maður er Bergur Ingi, Garðar
Freyr, (f. 1988) og Guðmunda Rán, (f. 1992).
Fyrstu búskaparárin voru þau á Akranesi en einn vetur í Vestmannaeyj-
um til sjós. Þá byrjaði Skúli á rækjuskipinu Nökkva og þau fluttu að
Blönduósi íjúní 1988. Rækjuveiðar voru aðalstarf Skúla næstu árin og
hann varð með tímanum mikill hafsjór af þekkingu á flestu því er varðaði
rækjuútgerð, hugvitssamur og öllu kunnugur á því sviði. Frá 1998 var
hann svo við veiðar fyrir útgerð Ottars Ingt'arssonar á Flæmska hattinum
sem svo er kallaður.
Veiðiskapur var ekki bara aðalstarf Skúla, það var líka eitt aðaláhuga-
málið, margar ferðirnar voru farnar með fjölskyldu og vinum til útiveru
og veiðiferða til fjalla. Þar naut sín náttúrubarnið í honum, eins og í
sveitastörfunum, sem hann hafði lagt stund á áður fyrr og dreymdi enn
um. Hann var handlaginn og vandvirkur, ósérhlífinn og því afar vel lát-
inn jafnt af vinnufélögum sem öðrum.
Skúli varð bráðkvaddur við störf sín á sjó. Hann var jarðsettur á
Blönduósi.
Sr. Guöni Þór Olafsson.
L