Húnavaka - 01.05.2006, Page 177
H Ú N A V A K A
175
við sauðburð því að hann var afar bóngóður og fljótur að hjálpa til ef
eitthvað amaði að hjá nágrönnum og sveitungum.
Aðalsteinn átti trúnað margra enda enginn galgopi, traustur, trúr og
tryggur. Hann var sérstakt ljúfmenni, hjálpsamur og sérstaklega góður
fjölskyldu sinni og öllu skyldfólki. Ollum börnum og unglingum sem
voru á Leifsstöðum og nágrannabæjum um lengri eða skemmri tíma var
hlýtt til hans enda var hann barngóður og vildi öllum vel. Hann var góð-
ur félagi og gat verið kátur og skemmtilegur ef svo bar undir en vissi líka
manna best að allt hefur sinn tíma, gleðin hefur sinn tíma, sorgin hefur
sinn tíma og hvunndagurinn þar mitt á milli.
Aðalsteinn söng lengi með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Hann
hafði mikinn áhuga á söng og kórstarfinu og vildi að gera veg kórsins
sem mestan og bestan. Hann hafði einnig mikinn áhuga á málefnum
Bergsstaðakirkju, var í sóknarnefnd um tíma og vann alla tíð mjög mikið
að málum kirkjunnar sinnar. Þegar kirkjan var gerð upp og endurbætt
fór Aðalsteinn framarlega í flokki og vildi hvergi slaka til. Ofá handtökin
átti hann í Bergsstaðakirkju, bæði við smíðar, málun og fegrun umhverf-
isins.
Aðalsteinn Sigurðsson var jarðsunginn frá Bergsstaðakirkju 27. ágúst.
Sr. Magnús Magnússon.
Helgi Breiðfjörð Helgason,
Blönduósi
Fæddur 18. október 1914 - Dáinn 16. september 2005
Helgi var fæddur að Kverngrjóti í Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar Helga
voru, Helgi Helgason sem kenndur var við Gautsdal í Barðastrandarsýslu
og kona hans Ingibjörg Friðriksdóttir.
Að Kverngrjóti bjó Helgi fyrstu tvö ár ævi
sinnar. Eftir það fluttu foreldrar hans að
Gautsdal og bjuggu þar alla tíð. Þar ólst Helgi
upp til fullorðins ára með foreldrum sínum
og systkinum.
Systkini hans í aldursröð eru: Elst var Sig-
rún, þá Olafur, síðan Karl, Ingólfur og næst
yngstur var Helgi en yngst er hálfsystir, sam-
feðra, Margrét sem er ein efdrlifandi systkin-
anna. Tveir drengir létust í frumbernsku.
Skólaganga Helga var barna- og unglinga-
nám þess tíma. Að því loknu tók við Héraðs-
skólinn á Laugum og einn vetur í
Menntaskólanum á Akureyri. Þaðan lauk hann gagnfræðaprófi.
A þessum tíma var Helgi oft á Blönduósi hjá bróður sínum Karli sem