Húnavaka - 01.05.2006, Page 180
178
H Ú N A V A K A
um og vandamönnum. Honum fannst alltaf mjög gaman að spila á spil
og fjölskylda og vinir minnast margra góðra stunda með honum við
kasínu, vist eða lomber.
Ottó vann ýmis störf á lífsleiðinni, hóf snemma að hjálpa til við bú-
skapinn með foreldrum sínum, seinna var
hann með búskap sjálfur og átti fáeinar
skepnur allt til síðasta dags. Hann vann við
lifrarbræðslu, á skóvinnustofu, við sjó-
mennsku og fiskvinnslu af ýmsu tagi. Ottó var
handlaginn maður og dundaði sér við ýmis
störf sem tengdust því. Hann hlóð grjótveggi
og gerði það afar vel og eru veggir eftir hann
bæði á Skagaströnd og á Djúpavogi.
Ottó var iðinn og duglegur til verka og
naut þess vel að vera í santfélagi góðra vina.
Hin síðari ár átti hann við heilsubrest að
stríða sem gerði honum erfitt um vik að ferð-
ast eða vinna. Dýrmætt fannst honum þá að
fá að njóta þess að vera í fjárhúsinu og liugsa um kindurnar sínar. Hann
sótti vel hin síðari ár félagsstarf aldraðra á Skagaströnd og átti gjarnan
góðar stundir við spil.
Ottó var jarðsunginn frá Djúpavogskirkju 29. september.
Sr. Sjöfn Jóhannsdótir.
Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir,
Helgavatni
Fædd 31. maí 1917 -Dáin 11. október 2005
Þorbjörg var fædd að Marðarnúpi í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru,
Jónas Bergntann Björnsson og Kristín Bergmann Guðmundsdóttir,
bændur á Marðarnúpi.
Börn þeirra hjóna, Jónasar og Kristínar, voru í aldursröð: Guðmundur
Bergmann, Björn Bergmann, Oktavía Bergmann og Þorbjörg Berg-
mann. Öll eru þau nú látin. Þrjú börn eignuðust þau að auki sem dóu í
frumbernsku. Að Marðarnúpi átti Þorbjörg sín æsku- og unglingsár. Arið
1930 hættu foreldrar hennar búskap og fluttu á Stóru-Giljá. Jónas faðir
Þorbjargar hóf þá alfarið vinnu við sitt fag, smíðar.
Skólaganga Þorbjargar var hefðbundið barnaskólanám þess tíma. Að
því loknu var hún t\'o vetur f Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal
og einn vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Arið 1938, þann 24. júní, giftist hún Hallgrími Eðvarðssyni frá
Helgavatni. Þá um leið, þann sama dag, gengu í hjónaband þrjú systkini
frá Marðarnúpi.