Húnavaka - 01.05.2006, Page 182
180
H U N A V A K A
þá eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Sesselju Bárðardóttur. Þau gengu
í hjónaband 15. júní árið 1952. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur. Þær
eru: Valgerður, Þórey, Ingibjörg og Helga Guðlaug. Fyrir hjónaband
eignaðist Einar dótturina Onnu Stefaníu og soninn Orn Sigurgeir.
Einar og Sigrún hófu búskap sinn á Blönduósi árið 1952 og bjuggu
þar til ársins 1958. Hann starfaði sem rafvirkjameistari og vann við iðn
sína bæði á Blönduósi og víða um sýsluna. Eftir veruna á Blönduósi íluttu
þau í Kópavog og bjuggu þar alla tíð síðan. Þar vann hann í fyrstu við
iðn sína en var síðan til sjós í urn áratug, lengst af sem kokkur á Hafrúnu
IS. Þegar sjómennskunni lauk fór hann á ný til starfa við rafvirkjun.
Arið 1978 stofnaði Einar ásamt tveimur félögum sínum fyrirtækið Raf-
virkinn sf. sem hann rak og vann fyrir alla tíð síðan. Einar var góður fag-
maður og ábyggilegur enda þeirrar gerðar að vilja standa við það sem
hann tók að sér eða lofaði. Hann var lipur og laginn í samskiptum og
samningum og kom sér ávallt vel.
Einar og Sigrún voru dugleg að ferðast um landið með dætur sínar.
Þau fóru rnikið til berja og hann naut þess að stunda stangaveiðar á yngri
árum. Hann hafði yndi af sígildri tónlist og söng, spilaði á hljóðfæri og
hafði góða söngrödd. A Blönduóssárunum söng hann í karlakór og lék
með leikfélaginu á staðnum. Einari var gefin gamansemi, hafði gott auga
fyrir því glaða og góða og kunni vel þá list að segja sögur. Hann var hjálp-
samur, hlýr og nægjusamur.
Utför Einars var gerð frá Kópavogskirkju þann 28. október.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Kristjana Guðmundsdóttir,
Blönduósi
Fædd 1. september 1909 - Dáin 4. nóvember 2005
Koncordía Kristjana Guðmundsdótdr, eins og hún hét fullu nafni, var
fædd í Mýrarkoti á Laxárdal í A-Hún. Foreldrar hennar voru Jóhanna
Gísladóttir og Guðmundur Steinsson sem búsett voru í Bolungarvík. Þau
hjón eignuðust sex börn og auk alsystkinanna átti Kristjana einn hálf-
bróður.
Foreldrar hennar voru í sumarvinnu í Húnaþingi þegar hún fæddist
og þeim þótti ekki fýsilegt að taka dóttur sína, nýfædda, með sér sjóleið-
ina til Bolungarvíkur. Það varð því að ráði að Kristjana yrði eftir hjá föð-
ursystur sinni, Koncordíu Steinsdóttur og manni hennar Kristjáni
Sigurðssyni, bændum í Mýrarkod. Dvölin hjá þeim hjónum varð lengri
en ætlað var í fyrstn því að þau tóku hana í fóstur og hún ólst upp hjá
þeim ásamt dætrum þeirra og fóstursystrum sínum, þeim Kristínu, Elín-
borgu og Maríu. Kristjana flutti til Blönduóss með fósturforeldrum sín-
um fjögurra ára gömul og ólst þar upp eftir það.