Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 183
HÚNAVAKA
181
Þann 10. nóvember árið 1929 giftist Kristjana, Halldóri Albertssyni
kaupmanni frá Stóruvöllum í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þau eign-
uðust sjö börn, þau eru: Guðrún, Jón Albert, lést skömmu eftir fæðingu,
Ki istján Albert, Haukur sem lést fjögurra ára,
Sverrir Haukur, Dóra og yngstur er Haukur.
Kristjana og Halldór hófu búskap á
Blönduósi og bjuggu þar allan sinn búskap en
Halldór lést árið 1961. Kristjana helgaði heim-
ilinu starfskrafta sína á meðan börnin voru
ung en vann einnig utan heimilis þegar að-
stæður leyfðu. Hún vann m.a. á hótelinu og
Héraðshælinu en henni lét afar vel að annast
veikt fólk. Þá var Kristjana í mörg sumur ráðs-
kona í vegavinnuflokki og þeim starfa gegndi
hún með miklum sóma og af þeim dugnaði
og reisn sem henni var eðlislæg. Oftar en ekki
var vinnudagurinn langur, allt frá sex á
morgnana til tíu á kvöldin.
Arið 1966 flutd Kristjana til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan að
undanskildum þremur árum sem hún var búsett á Selfossi. Hún vann
áfram hjá Vegagerðinni eftir að hún flutti suður en alls vann hún þar
meira en þrjá áratugi \íða um land.
Kiistjana þekkti landið vel og var einlægur náttúruunnandi. Hún las
mikið og unni ljóðum, ekki síst ljóðum skáldsins, Einars Benediktssonar.
Hún var sterkur persónuleiki, fylgin sér og sérlega hreinskiptin, alltaf
hún sjálf, hlý, kærleiksrík og ákveðin ef á því þurfti að halda. Kristjana
var gamansöm og laðaði þá ungu að sér. Hún var minnug og hélt and-
legri heilsu og reisn allt til hins síðasta.
Utför Ki istjönu fór fram frá Kópavogskirkju 11. nóvember.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Þorfinnur Bjarnason
frá Skagaströnd
Fæddur 5. maí 1918 -Dáinn 6. nóvember 2005
Þorfinnur fæddist í Glaumbæ í Langadal í A-Hún. frostaveturinn mikla
1918. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorfmnsdóttir (f. 1892, d. 1968) og
Bjarni Bjarnason (f. 1883, d. 1967). Systkini Þorfmns voru fjögur, Bjarni
f. 1919 en hann drukknaði í Blöndu aðeins tvæggja ára gamall, Oktavía
Hulda (f. 1921, d. 2000), Bjarni (f. 1924, d. 1946) og yngst systkinanna
varKristín (f. 1932, d. 1996).
Þorfinnur ólst upp hjá foreldrum sínum á Blönduósi. Efdr barnaskóla
og nokkurra vikna unglingaskóla hjá séra Þorsteini B. Gíslasyni í