Húnavaka - 01.05.2006, Page 184
182
H Ú N A V A K A
Steinnesi lá leiðin suðnr til Reykjavíkur í Verslunarskóla íslands. í Reykja-
vík leigði hann ásamt góðvini sínum, Baldri Pálmasyni, í miðbæ Reykja-
víkur. Þorfmnur útskrifaðist frá Verslunarskóla Islands 1938.
Að loknu námi hélt Þorfinnur á ný norður og hóf störf á skrifstofu hjá
Kaupfélagi Skagstrendinga. Arið 1941 fór hann til Stykkishólms og gerð-
ist aðalbókari hjá Sigurði Agústssyni stórkaupmanni. Þangað fylgdi hon-
um Hulda Pálsdóttir, fædd 1923, frá Skagaströnd og giftu þau sig þann
10. ágúst 1944. Sama ár flytja þau til Skagastrandar. Spennandi tímar
voru framundan, síldin komin og það togaði í
Þorfinn að komast aftur norður.
Þorfinnur gerðist strax forystumaður í at-
vinnu- og sveitarstjórnarmálum á Skagaströnd
og stýrði Utgerðarfélagi Höfðakaupstaðar þar
til það var lagt niður eftir stofnun Skagstrend-
ings hf. Hann var oddviti 1954-1966 og sveitar-
stjóri eftir það til 1972. Þorfinnur hafði því
rnikil áhrif á byggðina á Skagaströnd og verð-
ur því saga hans og saga Skagastrandar ávallt
samofin.
Þessum tíma fylgdi mikil barátta og var Þor-
flnnur aldrei á því að gefast upp þrátt fyrir
skin og skúri. Hann var mikill bjartsýnismaður
og hugsaði ávallt til framtíðar í vinnu sinni fyrir Utgerðarfélagið og
hreppinn. Þrátt fyrir mótvind keypti hann stærri skip, eins og til dærnis
Helgu Björgu sem var mun öflugra skip en áður höfðu verið í flota Skag-
strendinga. I gegnum tíðina var hann rnjög heppinn með skipstjóra sem
stýrðu skipunum á sjó á meðan Þorfinnur stýrði í landi. Þorfinnur hugs-
aði stórt og leist mörgum ekki á blikuna þegar ákveðið var að byggja nýj-
an barnaskóla og var þar ekki til sparað. Var vel vandað til verka og er
húsið enn þann dag í dag notað sem skólahúsnæði.
Þorfinnur var rnikill áhugamaður um stjórnmál og félagsmál. Hann
studdi Sjálfstæðisflokkinn alla sína tíð og starfaði rnikið fyrir flokkinn.
Hann tók þátt í almennu flokksstarfi, sveitarstjórn, var varaþingmaður
og tók sæti á Alþingi 1969. Þorfinnur var einn af stofnendum Lions á
Skagaströnd og starfaði mikið í þeirn félagsskap.
Arið 1972 fluttu Þorfinnur og Hulda suður til Reykjavíkur. Þorfinnur
hvarf stoltur og sáttur frá starfi sínu á Skagaströnd. Eitt af síðustu verkum
hans var að selja síðasta skipið sem hann gerði út og þeir fjármunir fóru
í nýtt útgerðafélag, Skagstrending hf. I framhaldi af þ\í var keyptur skut-
togari til Skagastrandar. I Reykjavík hóf Þorfinnur störf hjá Ríkisendur-
skoðun og starfaði þar þangað til liann lét af störfum rúmlega sjötugur.
Þorfinnur og Hulda eignuðust t\'ö börn: Ingþór, f. 1950 og Ingibjörgu,
f. 1952, maki Guðmundur Þorbjörnsson, f. 1949. Utför Þorfinns var gerð
frá Grensáskirkju og hann jarðsettur í Grafarvogskirkjugarði.
Ingibjörg Þorfinnsdóttir.