Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 185
H U N A V A K A
183
Fríða Margrét Hafsteinsdóttir,
Blönduósi
Fcedd 21. september 1933 - Dáin 7. nóvembei' 2005
Margrét eins og hún var oftast nefnd, var fædd á Gunnsteinsstöðum í
Langadal. Hún var næstelst sex barna hjónanna, Guðrúnar Ingibjargar
Björnsdóttur og Péturs Hafsteins Péturssonar bónda þar. Eldri var Pét-
ur bóndi í Hólabæ en yngri voru, Anna Sigurbjörg, var búsett í Reykjavík,
Erla, húsfre)ja á Gili, Magnús Gunnsteinn, var búsettur í Reykjavík og
Stefán sem býr á Blönduósi. Af systkinahópnum eru nú á lífi, Erla og
Stefán.
Foreldrar Margrétar, Guðrún og Hafsteinn, bjuggu rausnarbúi á
Gunnsteinsstöðum. Hafsteinn var gildur bóndi og kunnur félagsmála-
frömuður í sinni sveit, sveitarhöfðingi, sem
kom víða við og lét framfaramál sveitar og
héraðs jafnan miklu skipta.
Margrét ólst upp í skjóli ástríkra foreldra.
Hún var tápmikið barn og dugleg við bústörf-
in, mikill dýravinur og einkar lagin við að
spekja og temja hross og fór barnung að príla
á bak. Barnafræðslu naut hún heima í sveit-
inni, var í farskóla hjá Bjarna Jónassyni í
Blöndudalshólum og einn vetur stundaði hún
nám í Húsmæðraskólanum á Löngumýri sem
reyndist henni notadrjúgur tími. Sem ung
stúlka lagði hún stund á íþróttir, einkum
hlaup og náði þar góðum árangri. Hún
keppti fyrir hönd USAH á landsmótum UMFI
og var valin í keppnislið sem fór til Danmerkur á vegum UMFI. Heima í
sveitinni tók hún virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags og Kvenfélags
Bólstaðarhlíðarhrepps.
Einn vetur vann hún á saumastofu á Akureyri og alla ævi fékkst hún
mikið við saumaskap og ýTniss konar handmennt.
Haustið 1970 lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Sjúkra-
liðaskóla Islands og lauk þaðan sjúkraliðaprófi tveimur árum síðar. Þar
með var teningnum kastað og eftir það urðu hjúkrunar- og aðhlynning-
arstörf meginstarf hennar í lífinu. Hóf Margrét störf við Héraðshælið á
Blönduósi þar sem hún vann næsta áratuginn.
A þessum árum lágu saman leiðir Margrétar og eftirlifandi eigin-
manns hennar, Kjartans Harðar Asmundssonar, en hann er sonur As-
mundar Ólafssonar byggingarefdrlitsmanns í Reykjavík og konu hans,
Hönnu Sigríðar Hlífar Ingvarsdóttur. Kjartan er kjötiðnaðarmaður að