Húnavaka - 01.05.2006, Page 186
184
H XJ N AVA K A
mennt og hefur jafnan unnið við þá iðngrein. Gengu þau í hjónaband
28. desember 1976 og stofnuðu heimili á Mýrarbraut 2 á Blönduósi.
Hjónaband þeirra reyndist einkar farsælt. Þau voru afar samrýnd og
stóðu saman að hverju einu er þau tóku sér fyrir hendur á lífsleiðinni. A
heimili þeirra var hlýleiki og gott viðmót ætíð í fyrirrúmi. Þeim varð ekki
barna auðið en tóku að sér tvö fósturbörn erlendis gegnum SOS barna-
þorpin, stúlku frá Tíbet og dreng frá Eþíópíu sem þau fylgdust reglu-
bundið með og sendu gjafir.
Arið 1983 fluttu þau til Keflavíkur þar sem heimili þeirra stóð næstu
tvo áratugina. Starfaði Margrét við hjúkrun á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja í Keflavík en síðast við öldrunarþjónustu í Grindavík en í þeirri
grein hafði hún lokið sérnámi.
Margrét var einkar vel liðin í sínu starfi, hafði hlýja og góða nærveru
og glaða lund, rækti störf sín af alúð og eignaðist hvarvetna góða vini
þar sem hún starfaði. Hún var félagslynd að eðlisfari eins og margt af
hennar ættfólki og átd auðvelt að blanda geði við fólk.
Síðari árin sinnti hún mikið félagsstarfi aldraðra í Keflavík og ýmsu
öðru tómstundastarfi, var til dæmis góður bridsspilari og iðkaði þá íþrótt
talsvert. Einnig hafði hún ntjög gaman af að ferðast og saman fóru þau
hjón í rnargar ferðir innanlands sem utan.
En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Þrátt fyrir góða
dvöl á Suðurnesjum var eitthvað sem togaði heirn á bernskuslóðirnar og
í september 2004 fluttu Margrét og Kjartan aftur til Blönduóss og sett-
ust að á Húnabraut 42. Þar í nágrenni við bernskuheimili Margrétar
hugsuðu þau sér að eyða ævikvöldinu en sumt fer öðruvísi en ætlað er.
Margrét var hamingjumanneskja, eignaðist góðan lífsförunaut, naut
lengst af góðrar heilsu og starfskrafta en hamingjan bjó einnig í henni
sjálfri, í jákvæðu lífsviðhorfi og umhyggju gagnvart náunganum.
Síðustu árin var heilsu Margrétar nokkuð tekið að hraka. Hún gekkst
undir aðgerð á lunga fyrir fimm árum og fyrir nokkru kenndi hún sjúk-
leika er þó fór hægt af stað.
Margrét lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta legu. Ut-
för hennar fór fram frá Blönduósskirkju 19. nóvember. Jarðsett var í
heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum.
Sr. ÓlafurÞ. Hallgrímsson.
Soffía Guðrún Stefánsdóttir,
Blönduósi
Fædd 15. september 1913 -Dáin 14. nóvember 2005
Soffía var fædd í Hringveri, Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Foreldrar henn-
ar voru, Kristjanajúlíusdóttir, fædd í Málmey í Skagafírði og Stefánjóns-
son, fæddur að Marbæli í Hofshreppi í Skagafirði. Þau hjón, Kristjana