Húnavaka - 01.05.2006, Side 187
HUNAVAKA
185
og Stefán, eignuðust sex börn í þessari aldursröð: Soffla Guðrún, Pétur
Skagfjörð, Unnur Skagfjörð og Bergþóra Skagfjörð en tveir drengir létust
í æsku, Njáll og Garðar.
Soffía ólst upp hjá foreldrum sínum og
systkinum á Vakursstöðum og Sæunnarstöð-
um í Hallárdal í A-Hún. SoffTa fór snemma að
sjá sér farborða eins og algengt var á þeim
tíma. Hún gerðist kaupakona að Hvammi í
Hjaltadal. Eftir það var hún tvo vetur í Hóla-
skóla. Síðan gerðist hún kaupakona að Flögu
í Vatnsdal. Þar lágu saman leiðir Soffíu ogjós-
efs Jóns Indriðasonar sem fæddur var að
Litlu-Asgeirsá í Víðidal í V-Hún.
Arið 1932 stofnuðu SoffTa ogjósef heimili á
Blönduósi, þar bjuggju þau lengst af á Bala.
Þau eignuðust sex börn sem eru: Stefán Reyn-
ir, Millýjóna, hún er látin, Gréta, Ari, hann er
látinn, Guðmundur Sverrir og yngst er Brynja Sigrún.
SoffTa vann með heimili sínu þá vinnu er fékkst. Arið 1958 gerðist hún
talsímavörður á símstöðinni á Blönduósi og þar starfaði hún til sjötugs.
Jósef andaðist árið 1991. Eftir það hélt SoffTa áfram heimili sitt með
Stefáni Reyni, syni sínum, á Bala á Blönduósi og þar var hún búsett síð-
ast. Börn Soffiu og barnabörnin áttu allan hug hennar og hún vildi fylgj-
ast með. Hún hafði líka ánægju af hannyrðum og lestri og að fylgjast með
þjóðmálum.
SoffTa lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hennar
gerð frá kapellu stofnunarinnar þann 22. nóvember.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sigurlaug M. Eðvarðsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 16. ágúst 1914 - Dáin 16. nóvember 2005
Sigurlaug Margrét Eðvarðsdóttir fæddist að Helgavatni í Vatnsdal, dótdr
hjónanna Eðvarðs Hallgrímssonar og Signýjar Böðvarsdóttur. Sigurlaug
var fjórða í röð fimm systkina en jaau voru í aldursröð: Albert, (f. 1909, d.
1940), Stefania, (f. 1910, d. 1985), Hallgrímur, (f. 1912, d. 2000), Sigur-
laug sjálf og Aðalheiður, (f. 1920, d. 1987).
Sigurlaug giftist árið 1937 Jóhannesi Hinrikssyni frá Geirastöðum í
Þingi, (f. 21. jan. 1904, d. 27. okt. 1973) og eignuðust þau fjögur börn.
Þau eru í aldursröð: Drengur óskírður, (f. 30. nóv. 1939, d. 1. des. sama
ár), Eðvarð, f. 2. nóv. 1941, kvæntur Margréd Sigurgeirsdóttur, f. 23. á-
gúst 1944 og eiga þau þrjú börn, Helga, f. 17. nóv. 1943, gift Sveini S.