Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 188
186
HÚNAVAKA
Ingólfssyni, f. L4. ágúst 1941 og eiga þau þrjú börn, Hinrik, f. 15. des.
1952, kvæntur Svö\ ii Svavarsdóttur, f. 14. sept. 1950 og eiga þau tvö börn.
Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum á Helgavatni við ágætar að-
stæður á þeirrar tíðar mælikvarða og bjó þar sín æsku- og unglingsár.
Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi í einn vetur um tví-
tugt en annars vann hún á búi foreldra sinna þar til hún gekk í hjóna-
band 1937. Þá flutti hún að Hólabaki í Þingi þar sem þaujóhannes hófu
búskap. Á Hólabaki bjuggu þau í sex ár eða til 1944 er þau fluttu til
Skagastrandar og settust að í Háagerði en árið 1947 keyptu þau jörðina
Ásholt þar sem þau bjuggu til 1973 þegar Jóhannes lést.
Flutningurinn til Skagastrandar framan úr
sveit var meira og stærra skref en margir gera
sér grein fyrir, því með því voru þau hjónin að
flytja frá sínum fjölskyldum og þurftu að
treysta meira á sig sjálf sig og hvort annað eins
og gjarnan gerist þegar fólk þarf að fóta sig á
nýjum stað. Hins vegar kom það á móti að
samkomulag var gott og samgangur mikill
milli sveitabýlanna út við sjóinn, Ásholts, Áss,
Sólvangs og Réttarholts.
Á Ásholtsárunum ræktuðu þau bæði land
og lýð af dugnaði og eljusemi. Byltu mörgum
mó og græddu mel og breyttu í tún. Og þá var
mannræktin ekki síðri því að oft voru auka-
börn í sveit hjá þeirn hjónum og oft var mikill gestagangur á heimili
þeirra þar sem Jóhannes eiginmaður Sigurlaugar tók mikinn þátt í trún-
aðar- og félagsstörfum. Þessu fylgdu miklar aukaannir. Bar Sigurlaug hit-
ann og þungan af þeim önnum og móttökum rneð mikilli reisn og
heimilið var rómað fyrir hlýlegar og góðar móttökur.
Fljótlega eftir lát Jóhannesar seldi Sigurlaug jörðina Asholt, söðlaði
um og flutti til Reykjavíkur þar sem hún gerðist ráðskona á heimili Helga
Daníelssonar sem hafði misst konu sína frá fjórum börnum. Var þar
komið annað stóra skrefið ltjá Sigurlaugu á ævinni sem bar vitni um vilja,
kjark og þor. Að taka sig upp á sjötugsaldri og flytja til höfuðborgarinnar
og taka að sér heilt heimili, fjögur börn og húsbónda. Á þessu heimili
starfaði Sigurlaug í 8 ár og síðustu árin sá hún ein um heimilið eftír lát
Helga. Var yngsta barnið 8 ára þegar hún kom þangað en 16 ára og sjálf-
ráða þegar hún lét af þessu ráðskonuembætti. Á surnrin, þessi ár hjá
Helga þegar börnin voru í sveitinni, þá vann Sigurlaug hjá ferðaskrif-
stofu Guðmundar Jónassonar þar sem hún sá um matreiðslu í fjallaferð-
um. Þar fékk hún gott tækifæri til þess að kynnast landi sínu betur en
flestir af hennar kynslóð höfðu tök á. Hún minntist þessara ferða ætíð
með gleði þótt stundum væru þær erfiðar og svaðilsamar. I matráðsstöð-
unni á fjöllum og ráðskonustöðunni hjá Helga kristölluðust best kostir
hennar, traustið, dugnaðurinn, röskleikinn og vinnusemin.