Húnavaka - 01.05.2006, Síða 196
194
HUNAVAKA
var norðanhríð liðna nótt,
11 stiga frost að morgni.
Vorblíður, fagur dagur 20.
febrúar, 5 stiga hiti. Þann
21. opnaði ég hjá
hænsnunum fyrsta sinn á
árinu 2005. Góðviðrið
liélst í viku til 27. febrúar.
Síðustu daga mánaðarins
kólnaði heldur.
Stór borgarísjaki var langt fram á
Húnaflóa. Ljósm.:Jón Sig.
betra veður um kvöldið, frost eitt
sdg. Dagana 29.-30. var vestan
stormur, skafrenningur og vægt
frost. Flughálka á vegum. Síðasta
dag ársins vorn suðvestan snjóél,
frostlítið. Gamlárskvöld hvöss
norðvestan él.
Sigríður Höskuldsdóttir.
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2005.
Janúar.
Fyrsta dag ársins var 7 stiga frost,
norðangarg síðdegis en lægði seint
um kvöldið. Næstu daga var frost
og vetrarríki, 13 stiga frost að
morgni dags þann 13. Næsta dag,
14. janúar brá til sunnan áttar,
tveggja stiga hiti og rok um nótt-
ina. Næstu daga bætti á snjó. Þann
18. var allt að fara á kaf í snjó.
Bóndadaginn þann 21. var 10 sdga
frost. Næstu daga tók við mildara
og kyrrara veður. Þann 27. var blíð-
viðrisdagur. Asahláka 29. janúar.
Rok og rigning síðdegis. Góðviðri
t\'o síðustu daga mánaðarins.
Febrúar.
Hann heilsaði með vorblíðu
veðri og 6 stiga hita. Suðvestan
garri síðdegis 2. febrúar. Þann 12.
vorá
Mars.
Fyrsta dag mánaðarins
var mikið til autt í byggð
en skaflar og hjarn í skurðum,
frost 8 sdg. Dagana 5.-10. var vor-
blítt veður, hiti 2-4 sdg. Þann 11.
kólnaði, frostið fór í 7 stig. Þann
12.-17. var frost á hverjum degi,
mest 15 stig 15. mars. Aftur þíð-
viðri 18. mars og opnað fyrir hæns-
unum. Dagana 19.-30. mars lengst
af hlýtt, þann 25. var 10 stiga hiti.
Aðfaranótt 31. mars var suðaustan
rok sem sópaði íshroðanum af
Laxárvatni.
Apríl.
Tvo fvrstu dagana kólnaði held-
ur og gránaði í fjöll. Föl á láglendi,
hvarf þó við sólbráð á daginn.
Þann 5. var hríðarveður og frost.
Laxárvatn var aftur lagt þann 7.
Það hlýnar 9. apríl en þann 11. var
leiðinda kuldaúrfelli allan daginn.
Snjókoma og hríð aðfaranótt 12.
Þrestirnir komnir aftur, 14. apríl,
eftir hríðina jrann 12. Sunnan
vindur og hláka þann 15. Laxár-
vatn aftur autt 16. Lóan söng þann
17. Sunnan andvari og blíðir sum-
ardagar, 18.-20. Hrossagaukurinn
kynnti sig þann 18. og stelkurinn í
morgunblíðunni 20. Maríuerlan
komin í góðviðrinu þann 27. Frost