Húnavaka - 01.05.2006, Page 203
IIUN A V A K A
Ný bœjarskrifstofa tekin formlega í notkun.
Ljósm.: Aubunn Sigurdsson.
Haldinn var ógleymanlegur dans-
leikur í Félagsheimilinu en um
daginn spilaði hljómsveitin á úti-
palli. Fagrir tónar bárust frá
Lúðrasveit Tónlistarskólans á með-
an götuhlaup USAH fór fram með
góðri þátttöku.
Stórmerkileg sögusýning var
haldin í Kvennaskólahúsinu. Veg
og vanda af sýningunni hafði Aðal-
björg Ingvarsdóttir, fyrrverandi
skólastýra ásamt fyrrum námsmeyj-
um skólans. Sýningin vakti mikla
athygli og var öll hin glæsilegasta.
Sýningargestir gátu gengið um
skólann á öllum hæðum og skoð-
að muni, hannyrðir, skólaspjöld,
kennslutæki o.fl. Mikill straumur
var af gestum á sýninguna og var
hún franrlengd lengra inn í sumar-
ið vegna fjölda áskorana.
Skemmtileg sýning var jafnframt
sett upp í Hillebrandtshúsi en þar
sýndu þeir Jón Sigurðsson og Gísli
Egill Hrafnsson ljósmyndarar verk
sín. Erfitt er að tíunda þá fjölda
listviðburða sem í boði voru á fjöl-
____________________201
skylduhátíðinni en víst
er að bæði heimamenn
og gestir, ungir sem
aldnir skemmtu sér
konunglega.
Vinabæjasamskipti.
Vinabæjarfundir eru
haldnir árlega og til
skiptis á fímm ára fresti
í vinabæjunum sem
eru auk Blönduóss,
Moss í Noregi, Karlstad
í Svíþjóð, Nokia í Finn-
landi og Horsens í
Danmörku. Árið 2005
var vinabæjamótið
haldið í Moss í Noregi
og var þemað afrísk tónlist. Þær
Elva Björk Harðardóttir, Greta
Björg Lárusdóttir og Hugrún Sif
Hallgrímsdóttir sóttu mótið fyrir
Blönduóssbæ en helsta markmið
heimsóknanna er að ungmenni fái
tækifæri til að kynnast fólki á sama
aldri frá vinabæjunum. Dagskráin
samanstóð af ýmiss konar viðburð-
um og afþreyingu.
Sveitarstjórnarmál.
Haustið 2005 var ljóst að
Blönduóssbær myndi ekki samein-
ast öðru sveitarfélagi, samanber
átak félagsmálaráðuneytisins í sam-
einingu sveitarfélaga. Tillaga ráðu-
neytisins um sameiningu Ás-
hrepps, Blönduóssbæjar, Höfða-
hrepps og Skagabyggðar var sam-
þykkt í Blönduóssbæ en felld í
Áshreppi, Höfðahreppi og Skaga-
byggð. Alls voru 1172 á kjörskrá,
625 neyttu kosningaréttar síns eða
rúmlega 53%. Já sögðu 277 en 338
sögðu nei, auðir og ógildir voru
10.