Húnavaka - 01.05.2006, Page 207
H U N A V A K A
205
Hvatarstrákar 5. fl. AogB liö fagna á Smábœja-
leikunum. Ljósm.: Þórhalla.
Samstarf USAH og USVH í þess-
ari keppni var mjög gott og geta
bæði samböndin verið stolt af sínu
fólki eftir þessa keppni.
Héradsmót.
Héraðsmót USAH var haldið á
Blönduósi dagana 6. og 7. júlí.
Héraðsmótið var vel sótt af flestum
félögunum og var mjög líflegt og
skemmtilegt. Nokkrir gestir frá
USVH tóku þátt í mótinu. Alls
voru keppendur 142. Flestir komu
frá Hvöt eða 47. Geislarnir voru
næst fjölmennastir eða 41 samtals.
Frá Bólhlíðingunr voru 30, frá
Fram komu 15 og 4 frá Vorboð-
anum.
Fyrri daginn var veður hið besta,
nánast logn og sólarglenna af og
til en seinni daginn gerði úrhellis-
rigningu þegar að líða tók á mót-
ið. Að vanda voru boðhlaupin
mjög spennandi en í ár tóku þátt
einar 15 boðsveitir. Stigakeppnin
var í algleymi enda var hart barist
í hverri grein um
hvert sæti. Geislar
báru sigur úr být-
um fimmta árið í
röð og unnu með
nokkrum yfirburð-
um. Stigakeppnin
fór þannig: Geislar
506 stig, Hvöt 356
sdg, UMFB 250
stig, Fram 94 stig,
Vorboðinn 16 stig.
Sdgakeppni ein-
staklinga var
einnig hörð og
spennandi og
unnu eftirtaldir
einstaklingar:
Karlar: Andri Guð-
mundsson Geislum, 38 stig. Svein-
ar: Rúnar Pétursson UMFB, 43
sdg. Piltar: Bjarni Salberg Péturs-
son UMFB, 29 stig. Strákar: Hilmar
Þór Kárason Hvöt, 34 stig. Konur:
Steinunn Hulda Magnúsdótdr
Geislum, 51 stig. Meyjar: Arnheið-
ur Óskarsdótdr UMFB, 45 stig.
Telpur: Katrín Hallgrímsdóttir
Geislum, 26 stig. Stelpur: Anna
Sigríður Valgeirsdóttir Hvöt, 28
stig.
Nýr dúkur var vígður á lang-
stökksbraudnni og reyndist hann
afar vel enda er hann vandaður og
af bestu gerð. Steypa þyrfti undir-
lagið á langstökksbrautinni svo að
dúkurinn verði nothæfur næstu
10-15 árin.
Afhending verðlauna fór fram í
Félagsheimilinu á Blönduósi,
KB-Banki gaf öll verðlaun á Hér-
aðsmótið.
Barnamót.
Barnamót USAH var haldið á