Húnavaka - 01.05.2006, Síða 218
216
HUNAVAK.A
FRÁVILKO.
Eftir stórbrunann, þann 28. sept-
ember 2004, sem gereyðilagði
verksmiðju Vilko ehf., voru blikur
á lofti. Koma þurfti starfseminni
aftur í gang hið bráðasta svo að
ekki tapaðist markaðsaðgengi
vegna skorts á Vilko vörum sem
samkeppnisaðilar myndu nýta sér
til fullnustu með yflrtöku á hillu-
plássi því sem Vilko hafði haft til
umráða í smásölukerfinu. Tekið
var á leigu bráðabirgðahúsnæði að
Hnjúkabyggð 31, það innréttað og
keyptar notaðar vélar til blöndun-
ar á súpu og bökunarmixi. Iíaup á
öllum aðföngum til framleiðslunn-
ar gengu hratt og vel og víða feng-
um við forgangsafgreiðslu hjá
seljendum vöru og þjónustu vegna
okkar óvæntu og erfiðu aðstæðna.
Þann 11. nóvember hófst svo fram-
leiðslan í nýja húsnæðinu en þá
voru réttar sex vikur liðnar frá
brunanum.
Staðan í ársbyrjun 2005 var því
sú, að fyrirtækið virtist ekki hafa
tapað markaðshlutdeild í kjölfar
brunans en hafði hins vegar ekki
yfir pökkunarvélum að ráða og því
óvíst hvort tækist að liafa undan að
framleiða öll vörunúmerin, við svo
breyttar aðstæður sem umskiptun-
um yfir í handpökkun fylgdu.
Gamalreynt starfsfólk fyrirtækisins
hafði þó engu gleymt frá fyrri
„handpökkunarárum" og tókst
með hjálp nýrra starfskrafta að
anna eftirspurninni til fullnustu.
Vegna hárrar skráningar á gengi
íslensku krónunnar árið 2005 og
hagstæðra kaupa á erlendum varn-
ingi var vöruflæði inn í landið sem
aldrei fyrr. Njjar samkeppnisvörur,
(sérstaklega frá BNA) birtust í stór-
um stíl, auk þess sem stóru versl-
anakeðjurnar létu í auknum mæli
framleiða ýmsa vöruflokka fyrir sitt
merki („private label“) í löndum
þar sem vinnuafl er ódýrt og tókst
þannig að undirbjóða íslenskar
framleiðsluvörur sem í flestum til-
fellum eru þó taldar betri.
Vilko merkið fór ekki varhluta
af þessari erlendu samkeppni á ár-
inu en stór og tryggur hópur við-
skiptavina, sem telur gæði
vörunnar skipta mestu máli, sá dl
þess að í stað samdráttar varð
nokkur söluaukning hjá Vilko á ár-
inu 2005 og framleidd voru um
110 tonn af hinum ýmsu vörunt, á
móti 103 tonnum árið 2003. Árið
2004 telst ekki samanburðarhæft
vegna afleiðinga brunans.
Hátt gengi krónunnar gerði
kaup á erlendum aðföngum hag-
stæð og vörunotkun sem hlutfall af
veltu var með lægsta móti. Þessi
þáttur skiptir meginmáli í góðri af-
komu fyrirtækisins á árinu.
Velta Vilko var um 52 millj. kr.
árið 2005 og var félagið rekið með
6,3 millj. kr. hagnaði eftir skatta
sem verður að teljast athyglisverð-
ur árangur í ljósi þess að velta fyrir-
tækisins var aðeins tæplega 52
millj. kr.
Félagið er að stærstum hluta í
eigu Húnakaupa, Tækifæris,
Húnavatnshrepps og O. Johnson
og Kaaber. Auk framangreindra
eiga svo nokkur fyrirtæki og ein-
staklingar smærri hluti í félaginu.
Stjórn félagsins skipa: Sigurður
Jóhannesson, stjórnarformaður,
Helgi Aðalsteinsson, ritari, Olafur
Johnson, Valgarður Hilmarsson og
Ægir Sigurgeirsson.