Húnavaka - 01.05.2006, Page 228
226
IIUNAVAKA
ið þátt í Olweusarverkefninu gegn
einelti. Verkeínisstjóri fyrir skólana
í Húnavatnssýslum er Guðbjörg
Inga Guðmundsdóttir, kennari á
Laugarbakka. Starfsfólk skólans
hefur haldið fundi hálfsmánaðar-
lega til að fræðast um og tileinka
sér vinnureglur Olweusar, auk þess
sem lykilmenn og oddviti skólans
hafa sótt fundi með verkefnis-
stjóra. Eineltiskönnun var lögð fyr-
ir nemendur skólans í febrúar og
unnið úr gögnum úti í Noregi.
Guðbjörg Inga kynnti niðurstöður
fyrir starfsmönnum, fulltrúa for-
eldra og nemenda í apríl. Niður-
stöðurnar voru þær að í
Húnavallaskóla mældist ekkert ein-
elti. Þrátt fyrir þessa ánægjulegu
niðurstöðu má ekki sofna á verðin-
um og starfið mun halda áfram
næsta vetur.
Vorverkefni og vorferbalög.
Vorverkefni 1.-4. bekkjar var að
þessu sinni nefnt „Endurvinnsla
og endurnýting" og er tengt ýmiss
konar endurvinnslu og endurnýt-
ingu hluta sem falla til á hverjum
degi. Vorverkefni 5.-9. bekkjar hét
„Umhverfið og ég“ og tengdist
hinum ýmsu umhverfisþáttum.
Farið var í vorferðalög 12. maí.
Fyrsti dl fjórði bekkur fór í Vatns-
dalinn. Þar var gengið á Hnjúkinn,
farið í leiki, borðað nesd og fleira.
Fimmti til sjöundi bekkur fór í
Skagafjörðinn. Aðurvar farið í sigl-
ingu á Blöndu, síðan var Hólastað-
ur skoðaður og að lokum var farið
í sund í Varmahlíð. Attundi og ní-
undi bekkur fóru einnig í Skaga-
Qörðinn. Skoðuð var kirkjan á
Víðimýri, sigið í kletta í Hegranesi
og farið í siglingu á Jökulsá vestari.
Tíundi bekkur hélt dl Danmerkur
20. maí og dvaldi |Dar í eina viku.
Lokadagur og skólaslit.
Lokadagur skóla var mánudag-
inn 30. maí og skólaslit þriðjudag-
inn 31. maí. Arangur nemenda á
samræmdum prófum var mjög
góður og talsvert yfir landsmeðal-
tali. Eftirtaldir útskriftarnemendur
voru heiðraðir á skólaslitum fyrir
góða ástundun og árangur í námi.
Anna Þóra Sigurðardótdr, Syðri-
Grund fyrir góðan árangur í
dönsku og ensku, Arndís Sigurðar-
dóttir, Brúsastöðum fyrir góðan ár-
angur í íslensku, Björn Benedikt
Sigurðsson, Guðlaugsstöðum fyrir
góðan árangur í samfélagsfræði og
stærðfræði, Einar Bjarni Björns-
son, Mosfelli fyrir góðan árangur
almennt og dugnað við félagsstörf,
Hlynur Arni Þorleifsson, Sólheim-
um fyrir góðan árangur í nátt-
úrufræði, Lillý Rebekka Stein-
grímsdóttir, Litlu-Giljá íyrir góðan
árangur almennt og í tónlistar-
nárni, Pálmi Gunnarsson, Akri fyr-
ir góðan árangur almennt og
dugnað og áhuga í íþróttum og
Petrea Sigmundsdóttir, Sólheim-
um fyrir áhuga, ástundun og góða
framför í grunnskóla. Þrír starfs-
rnenn hættu störfum við skólann.
Þetta voru þau Dóra Margrét Sig-
urðardóttir, kennari, Hjördísjóns-
dóttir, stundakennari og Sig-
mundur Birgir Skúlason, íþrótta-
kennari.
Upphaf skóla haustib 2005.
Kennarar við Húnavallaskóla
mættu til vinnu að loknu sumar-
leyfi mánudaginn 15. ágúst. Þann
dag var námskeið um leiklist í