Húnavaka - 01.05.2006, Page 229
HUNAVAKA
227
Nemendur 10. bekkjar.
skólastarfi haldið á Skagaströnd.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
voru þau Anna Flosadóttir, kenn-
ari og Olafur Guðmundsson, leik-
ari og voru kennarar almennt
rnjög ánægðir.
Formlegt skólastarf hófst með
skólasetningu fímmtudaginn 25.
ágúst. Níutíu nemendur hófu nám
í Húnavallaskóla haustið 2005. Þrír
nýir starfsmenn hófu störf \dð skól-
ann. Þetta voru þau Aslaug Inga
Finnsdóttir, kennari, Valgerður
Guðrún Bjarkadóttir, kennari, og
Djurica Milan, íþróttakennari sem
réðst aftur til skólans eftir tveggja
ára fjarveru.
Dagur stcerbfrœðinnar og dagur ís-
lenskrar tungu.
Dag stærðfræðinnar bar nú í ár
upp á þriðjudaginn 27. september.
Þennan dag átti að nýta til að
brjóta upp hefðbundið skólastarf
og tileinka daginn stærðfræði-
vinnu í margvíslegum myndum,
bæði innan- og utan dyra. Vegna
veðurs þurfti að fresta þessari
vinnu til 4. október. Dagur ís-
lenskrar tungu var haldinn hátíð-
legur að vanda. í tilefni
dagsins voru nemend-
ur með upplestur, söng
og leikrit.
Samræmd próf í 4.
og 7. bekk voru haldin
20. og 21. október. í
þessum bekkjum er
prófað í stærðfræði og
íslensku. Arangur nem-
enda var góður og vel
yfir landsmeðaltali.
Félagslíf á haustönn.
Iþróttaæfingar utan
skóla hafa verið á hverjum mánu-
degi fýrir 6.-10. bekk. Bekkjarkvöld
hafa verið haldin í hverjum bekk
og „Lambastaðafjör“ fyrir yngstu
nemendurna. Auk þess voru hald-
in þrjú diskótek. Foreldrafélagið
stóð fyrir leikhúsferð á haustönn-
inni. Nú var farið á Blönduós og
horft á Bangsímon sem Leikfélag
Blönduóss setti á íjalirnar.
Ýmislegt frá haustönn.
Herra Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up yfir Islandi veitti okkur jrann
heiður mánudaginn 3. október að
heimsækja skólann, ásamt eigin-
konu sinni, sóknarprestinum okk-
ar og prófastinum í Húnaþingi.
Eftir að biskup hafði notið leið-
sagnar skólastjóra um skólann og
heimsótt nemendur í skólastofum
sínum, komu allir saman í
„Kjarna“ þar sem nemendur skól-
ans sungu fyrir gestina við undir-
leik Þórunnar Ragnarsdóttur,
kennara. Biskup ávarpaði nemend-
ur og færði þeim gjafir. Heimsókn
þessi var í alla staði mjög notaleg.
Skólaskákmót var haldið í nóv-
ember. Jóhann Helgi Ingþórsson,