Húnavaka - 01.05.2006, Page 248
246
H Ú N A V A K A
Kór eldri borgara og Gerðubergskórinn
syngja saman.
FRÁ FÉLAGI ELDRI BORGARA
í HÚNAÞINGI.
Hvert ár er með sínum svip, svo
var einnig árið 2005, þegar þetta
nýja félag, Félag elclri borgara í
Húnaþingi, varð þriggja ára. Að
vísu markaði það ár engin varan-
leg spor í sögu félagsins. Þótt
áfram haldi íbúum að fækka hér í
dreifbýlinu hélst fjöldi félags-
manna í félaginu rétt undir 90.
Félagið er opið öllum sem náð
hafa 60 ára aldri en það er eins og
fólk óttist efri árin og haldi að það
sé þá orðið gamalt, gangi það í Fé-
lag eldri borgara. Við eldumst öll,
frá því verður ekki komist en að
halda saman á þessum efri árum
getur gefið okkur nýja lífssýn og
ánægju á þessum dögum er „fífan
fýkur“ eins og skáldið sagði.
Að vanda var haldið á svo kall-
aða Sparidaga á Hótel Ork í mars
2005. Þó nokkur hópur félags-
manna hefur sótt þessa ánægju-
legu daga í gegnum árin og
skemmtu menn sér með ágætum.
Kóreldri borgara.
Eins og áður starfaði kór félags-
ins af miklum dugnaði undir
stjórn Kiistófers Kiistjánssonar
með undirleik Ola Björnssonar.
Kórfélagar eru rúmir 20 og
hafa nokkrir bæst í kórinn á ár-
inu sem er fagnaðarefni. Kór-
inn æfir áfram í Hnitbjörgum.
Er þá oft glatt á hjalla og þar
senr í kórnum fyrirfinnast góðir
hagyrðingar verða stundum vís-
ur til. Frá Elísabetu Arnadóttur
(Bebbý) bárust þessar vísur:
Elli-Smellur.
Þegar Kristófer kveður sér hljóðs
og kallar til laga og ljóðs.
Hann raddirnar æfir,
en engan það svæfir.
Það er efalaust öllum til góðs
O, „sópraninn" syngur svo létt
og segir það alls enga frétt,
þó tónarnir falli
og Kristófer kalli:
,/E, reynið að svngja það rétt“.
En „altinn" er örlítið hás.
Þær alsælar tóku á rás.
A obbinu stóðu
og augun |)au glóðu.
Þær komust þó hver á sinn bás.
En „tenórinn" tvöfaldur er,
svo tónninn í hæðirnar fer .
Þeir karlarnir kátu
hjá Kristófer sátu
og sungu þar sinn tóninn hver.
Og „bassinn“ sent brimgnýr við strönd,
hann býður oss ögrandi hönd.
Hann sveif út í geiminn
og sigraði heiminn.
Nei, hópnum þeint hald’ engin bönd.
Hann Oli er ágætur hér
og ótroðnu leiðina fer.
Hann nikkuna lemur
og loksins hann kemur
tónninn, sem tilheyrir þér eða mér.