Húnavaka - 01.05.2006, Page 260
258
HUN AVAKA
in er mikið notuð yfir vetrarmán-
uðina og sannar stöðugt gildi sitt
til æfinga og sýningahalds. Haldnir
voru fræðslufundir, gefið út frétta-
bréf o.fl. Mjög mikill hugur er í
hrossabændum og ræktendum um
þessar mundir og framundan
Landsmót á Vindheimamelum í
sumar.
Sýórn Samtaka hrossabænda er
þannig skipuð: Björn Magnússon,
Hólabaki, formaður, Magnúsjós-
efsson, Steinnesi, varaformaður,
Gunnar Ríkharðsson, Þingeyrum,
gjaldkeri, Ægir Sigurgeirsson,
Stekkjardal, ritari ogjón Kristófer
Sigmarsson Hæli , meðstjórnandi.
Bjöm Magnússon.
KB BANKI
KB BANKI HF.
Inngangur.
Starfsemi KB banka á Blönduósi
og Skagaströnd var með nokkuð
hefðbundnu sniði á árinu 2005
fram til 1. apríl en þá var af-
greiðslu bankans á Skagaströnd
lokað og öll starfsemi og starfsfólk
færð undir eitt þak á Blönduósi.
Heildarinnlán útibúsins hafa auk-
ist jafnt og þétt síðustu árin en út-
lán dregist saman.
Innlán.
Heildarinnlán um síðustu ára-
mót voru um kr. 3.059.504 þús. en
voru 2.763.116 þús. í árslok 2004
og höfðu því hækkað um kr.
296.388 þús. eða um rúm 10% en
árið áður nam hækkunin rúmum
16% eða kr. 384.588 þús.
Innlán skiptust þannig:
ÞÚS. KR.
Veltiinnlán.............. 392.439
Óbundin innlán........ 1.584.521
Bundin innlán ......... 1.040.659
Gjaldeyrisinnlán...... 41.885
Útlán.
Heildarútlán útibúsins námu
kr. 1.155.676 þús. í árslok en voru
kr. 1.375.886 þús. árið áður. Útlán
lækkuðu því um kr. 220.210 þús.
eða 19% en þar munar mest um
mikla lækkun afurðalána hjá úti-
búinu og að mikil endurfjármögn-
un var á síðasta ári. Þær tölur eru
ekki inni í heildarútlánum útibús-
ins en KB íbúðalán útibúsins eru
kr. 1.133.000 þús. Sambærilegar
tölur ársins 2004 var lækkun um
kr. 413.030 þús. eða um 30%.
Útlán skiptust bannig:
ÞÚS. KR.
Afurðalán ................ -1.487
Víxillán .................. 3.300
Yfirdráttarlán .......... 235.168
Verðbréfalán............. 918.695
Lánveitingar Lánasjóðs land-
búnaðarins til framkvæmda, bú-
stofnskaupa, jarða- og vélakaupa
og vegna skuldbreytinga lausa-
skulda bænda á árinu 2004 í Aust-
ur- og Vestur-Húnavatnssýslum
liggja ekki fyrir en á árinu 2005 var
Lánasjóður landbúnaðarins seldur.
Rekstur.
Rekstrarafkoma útibúsins var
góð á árinu eins og svo mörg fýrri
ár. Með tilkomu Bændalánanna og
KB íbúðalánanna hefur viðskipta-
vinum reynst auðveldara að kaupa