Húnavaka - 01.05.2006, Page 261
H U N A V A K A
259
húsnæði og endurfjármagna eldri
lán og hefur töluvert verið gert af
því á síðastliðnu ári. KB banki hef-
ur í samvinnu við VIS og fleiri
hrundið af stað alhliða fjármála-
og tryggingaráðgjöf sem fengið
hefur nafnið VÖXTUR og hefur
það skilað viðskiptavinum þeirra
umtalsverðum árangri í formi af-
slátta og endurgreiðslu gjalda. Uti-
búið hefur árlega úthlutað
styrkjum til félagasamtaka á starfs-
svæðinu til eflingar á félagsstarfi í
sýslunni og nam fjárhæðin í ár ríf-
lega einni og hálfri milljón króna.
Starfsmenn í árslok voru 12 talsins
í 10,47 stöðugildum.
Aubunn Steinn Sigurðsson,
útibússtjóri KB banka.
FRÁRARIK.
A árinu 2003 voru
samþykkt ný raforku-
lög sem höfðu verulegar breyting-
ar í för með sér á starfsemi RARIK.
Aðskilja þurfd einkaleyfisþætd frá
samkeppnisþáttum og tóku þær
breytingar gildi í ársbyrjun 2004. I
ársbyijun 2005 hófst svo nýtt skeið
í orkuviðskiptum á Islandi þar sem
einkaleyfi orkusölu var afnumið og
orkuveitum gert skylt að tvískipta
orkureikningum fyrir einkaleyfis-
þátt og samkeppnisþátt. Fyrirhug-
að er svo að gera alla raforkusölu
frjálsa í ársbyrjun 2006.
Samkeppnisþættirnir eru raf-
orkusala og raforkuvinnsla en
einkaleyfisþætdrnir eru raforku-
dreifing og hitaveiturekstur.
Starfsemi RARIK á Blönduósi
hefur verið breytt til aðlögunar á
nýju skipulagi þannig að á Blöndu-
ósi starfa nú 13 manns eða álíka
fjöldi sem fyrr en verkefnin eru að
hluta til önnur eftir skipulagsbreyt-
ingarnar.
Þann 1. júlí 2005 keypti RARIK
dreifikerfi hitaveitu Blönduóss.
Tveir fyrrum starfsmenn Blöndu-
ósbæjar hófu þá störf hjá RARIK.
I athugun er stækkun hitaveitu-
svæðisins til Skagastrandar með
lagningu 33 km aðveituæðar frá
Reykjum í Húnavatnshreppi. Jafn-
framt er í athugun að tengja bæi í
dreifbýli liitaveitunni þar sem hag-
kvæmt þykir. Núverandi afköst
virkjunarsvæðis hitaveitunnar eru
850 þúsund rúmmetrar af 74°C
heitu vatni á ári og er hún, virkjun-
in, nánast fullnýtt.
RARIK rekur auk hitaveitu
Blönduóss hitaveitur á Seyðisfirði,
á Höfn í Hornafirði, í Dalabyggð
og á Siglufirði. RARIK tekur þátt í
jarðhitaverkefnum í samvinnu við
sveitarfélög víða um landið. Helstu
verkefnin eru: Jarðhitaleit við
Djúpavog, Fáskrúðsfjörð, Hoffell,
Lýsuhól á Snæfellsnesi, í Snæfells-
bæ beggja vegna Ólafsvíkur, í
Grímsey, vatnsöflun í Reykjadal í
Dalabyggð og vatnsöflun við Reyki
í Húnavatnshreppi vegna Skaga-
strandar.
Haukur Asgeirsson.
HÁHRAÐATENGING.
A síðasta sumri var tekið í notkun
nýtt og öflugra netsambandskerfi í
Svínavatnshreppi en verið hefur.
Gamla kerfið byggðist á tölvuteng-
ingu við gömlu símalínurnar og
var mjög hægvirkt innhringikerfi
auk þess að virka ekki nema stund-
um. Nýja kerfið byggist á örbylgju-