Húnavaka - 01.05.2006, Page 262
260
IIUN A V A K A
sambandi og er mun öflugra en
hið fyrra og í því eru tölvurnar
sítengdar þegar þær eru í notkun.
Auk Svínavatnshrepps nær sam-
bandið frá sendunum um austan-
verðan Blöndudal og upp í Gil auk
þess að ná til meginhluta Langa-
dals. Þá er Húnavallaskóli tengdur
kerfinu og Kagaðarhóll. Alls rnunu
vera um 50 notendur að kerfinu.
Landbótasjóður Búnaðarfélags
Svínavatnslirepps stóð fyrir þessum
framkvæmdum sem eru til umtals-
verðra þæginda fyrir notendur.
Nokkrir byrjunarörðugleikar
hafa verið á fyrstu mánuðunum en
vonast er til að þeir séu sem mest
að baki. Örbylgjukerfí þetta bygg-
ist á að sjónlína sé milli senda sem
settir eru upp til að þjóna við-
skiptavinum. Merkið er tekið frá
sendi á Þrándarhlíðarfjalli og síð-
an gengur það um senda í Blöndu-
virkjun, á Tungunesmúla, á
Merkjalæk og á Kagaðarhóli er
dreifa því til notenda.
Jóhann Gubmundsson.
HÚNAHORNIÐ.
Húnahornið - fréttavefur Húnvetn-
inga (huni.is) var stofnað þann 14.
júní árið 2001 og fagnar því 5 ára
afmæli á þessu ári. Húnahornið er
vefsíða til gagns og gamans fyrir
Húnvetninga nær og fjær. Drif-
kraftur síðunnar er áhugi og um-
hyggja aðstandenda hennar fyrir
Blönduósi og Húnavatnssýslu.
Vinna við síðuna fer fram í tóm-
stundum og er reynt eftir fremsta
megni að afla áhugaverðra frétta
frá Blönduósi og nágrenni. Rit-
stjóri vefsins er Ragnar Z. Guðjóns-
son, vefstjóri er Asgeir Hauksson
og aðalfréttaritari er Auðunn
Steinn Sigurðsson.
Ritstjórnarstefna Húnahornsins
er eftirfarandi: Huni.is hefur sér-
stakan áhuga á skemmtilegu
mannlífi í Húnaþingi, atvinnulífí,
framkvæmdum og framförum í
héraðinu. Einnig eflingu byggðar
og öllu því sem gerir Húnaþing
sérstakt og jákvætt að lifa og starfa
í eða heimsækja sem ferðamaður.
Huni.is berst fyrir sameiginlegum
hagsmunum Húnvetninga og þolir
illa að íbúar svæðisins fái ekki jafn
góða þjónustu og aðrir landsmenn
frá fyrirtækjum eða hinu opinbera
í ýmsum málaflokkum. Huni.is
gerir þá kröfu til sveitarstjórnar-
manna á svæðinu að þeir kapp-
kosti að gera sitt besta í störfum
sínum í þágu íbúanna af heilind-
um og áhuga.
Huni.is vill stuðla að aukinni
samheldni og samstöðu Húnvetn-
inga.
Aubunn Steinn Sigurðsson.
HEILBRIGÐIS-
STOFNUNIN
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemin almennt.
Starfsemi Heil-
brigðisstofnunarinnar á Blönduósi
skiptist í þrjú meginsvið; heilsu-
gæslu-, sjúkra- og hjúkrunarsvið.
Auk þess rekur stofnunin dvalar-
deild fyrir aldraða.
Helstu stoðdeildir er skrifstofa,
rannsókn, myndgreining, eldhús,
þvottahús, sjúkraþjálfun, rekstur
fasteigna og viðhaldsdeild.
A sjúkradeild eru fjögur rými