Húnavaka - 01.05.2006, Page 264
262
H Ú N A V A K A
ar, krafa sem var til viðbótar óbætt-
um öðrum rekstrarkostnaði sem
nam um 3 millj. kr. vegna reksturs
þjálfunarlaugar, alls 15 millj. kr.
Umsamdar launahækkanir á ár-
inu, sem gert var ráð fyrir í fjárlög-
um, voru heldur meiri en þar var
gert ráð fyrir auk þess sem veikindi
starfsmanna valda áhyggjum en
kostnaður vegna veikinda var á ár-
inu um sex millj. kr. sem eru
2,22% af heildarlaunaútgjöldum
ársins.
Spurnlng er í þessu sambandi,
þar sem þetta hlutfall er trúlega
svipað milli stofnana, hvort rekstr-
argrunnur stofnana geri yfirhöfuð
ráð fyrir svo miklum útgjöldum af
þessu tagi. Heildarlaun stofnunar-
innar hækkuðu milli ára um 5,5%
en til samanburðar þá lækkaði
framlag ríkissjóðs um 0,41% milli
ára í krónum talið. Uppsafnaður
halli fer úr 9.464.374 kr. í
22.295.444 kr.
Aðrar ástæður sem rétt er að
nefna er að dvalardeild, sem stofn-
unin rekur fyrir Héraðsnefnd A-
Hún., er samrekin stofnuninni og
er hún rekin með talsverðum halla
þrátt fyrir að hún hefur í mörg ár
verið gerð bókhaldslega þannig
upp að útgjöldin sem færð eru á
deildina séu nokkuð jöfn dvalar-
gjöldunum frá Tryggingastofnun
ríkisins. Aædaður raunhalli dvalar-
deildar er um 6 millj. kr. á árinu.
Viðhaldsframkvæmdir voru ívið
meiri en gert var ráð fyrir.
Stofnunin fékk aukafjárveitingu
að upphæð 8 millj. kr. til að mæta
fyrirséðum halla en rekstraráætlun
sem gerð var í upphafi árs sýndi
halla að upphæð 14 millj. kr. Ljóst
var því strax í upphafi árs hvert
stefndi og var Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu gerð
grein fyrir útlitinu þá.
A haustdögum 2004 óskaði
framkvæmdastjórn eftir því við
Ríkisendurskoðun að gerð yrði
stjórnsýsluúttekt á stofnuninni því
að stjórnendur töldu hana vanfjár-
magnaða og að sumar sambærileg-
ar stofnanir annars staðar á
landinu hefðu hlutfallslega meira
fé til rekstrar en HSB. Þessi skoð-
un stjórnenda HSB var staðfest
síðla sumars af Ríkisendurskoðun
þegar úttekt hennar lauk. I fram-
haldi var stofnuninni bætt að hluta
hagræðingarkrafau sem sett var á
hana við fjárlagagerð ársins með
fyrrnefndri 8 millj. kr. aukafjárveit-
ingu.
Unnið hefur verið að því í sam-
ráði við Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið að fjölga hjúkrun-
arrýmum og samhliða minnka
dvalardeild en við það munu tekj-
ur aukast og gjöld minnka en
einnig þarf að ntinnka bókhalds-
legan kostnað við hjúkrunarrými
með tilfærslu lækniskostnaðar það-
an til heilsugæslusviðs. Nauðsyn
ber til að Heilbrigðisráðuneytið, í
framhaldi af skýrslu ríkisendur-
skoðunar, endurmeti rekstrar-
grunn HSB. Daggjöld hjúkrunar-
rýma eru um 14 millj. kr. þrátt f'yr-
ir að t.d. útreikningur ríkisendur-
skoðunar leiði í ljós að
raunkostnaður stofnana eins og
HSB sé um 19 millj. kr.
Reksturinn.
A árinu var ýmsu breytt í rekstr-
inum sem til bóta þótti. Hagrætt
var í eldhúsi og endurnýjaður var
hluti af tölvukerfi stofnunarinnar.