Húnavaka - 01.05.2006, Page 267
HUNAVAKA
265
samþykkt að veita 150.000 kr. í ný-
stofnuð Hollvinasamtök Heilbrigð-
isstofnunarinnar Blönduósi. Til-
efnið er 50 ára afmæli stofnunar-
innar árið 2006.
Október er sá mánuður ársins
sent helgaður er „Arvekni" átaki
gegn brjóstakrabbameini. I því
skyni beitti félagið sér fyrir því að
settar voru rauðar filmur á kastara
á Blönduóskirkju og á sjúkrahús-
inu og vörpuðu þeir bleiku Ijósi á
umhverfið.
Formaður sat árlegan for-
mannafund Krabbanteinsfélags Is-
lands sem haldinn var að
Löngumýri í Skagafirði 14.-15.
október. Þar kom fram sú hug-
mynd að halda formannafund hér
á svæðinu árið 2007 og ætlar
stjórnin að verða við því. Félaginu
barst peningagjöf frá fjölskyldu
rnanns sem félagið styrkti til utan-
farar til að leita sér lækninga á sín-
um tíma.
Þeim sem standa í baráttunni
\’ið krabbamein, aðstandendum og
vinum þeirra, er hér með bent á
Krabbameinsfélag A-Hún. sem er
ávallt tilbúið að veita upplýsingar
og stuðning. Einnig í formi
fræðslu og fyrirgreiðslu, t.d. að
borga leigu fyrir íbúðir sem
Krabbameinsfélag Islands er eig-
andi að, ef viðkomandi þarf að
dvelja í Reykjavík vegna meðferð-
ar. Þá er málið varðar er bent á að
gefa sig fram við afgreiðslu Heil-
brigðisstofnunarinnar á Blöndu-
ósi.
Sveinfríður Sigurpálsdóttirformaður.
KIRKJUSTARF.
Um kirkjustarf í Þinge)Taklausturs-
prestakalli árið 2005 er það að
segja að það hefur farið fram með
venjubundnu sniði og gengið vel.
Viðfangsefnin voru margv'ísleg svo
sem jafnan áður en þó hvert með
sinn svip og einkenni.
Guðsþjónustur á helgum og há-
tíðum eru sem fyrr kjarni starfsins
í kirkjunni, barnastarf, æskulýðs-
starf, mömmumorgnar og aðrar
samverustundir í kirkju, í skóla og
á sjúkrahúsi eru allt þættir í starfi
kirkjunnar og prestsins.
Kórstarf í prestakallinu gekk vel
og var farsælt og ánægjulegt undir
stjórn dugmikilla organista og kór-
stjórnenda.
A árinu voru sjö fermingarmess-
ur í fjórum af fimm kirkjum
prestakallsins. Fleiri en ein ferm-
ingarmessa var á sumum kirkn-
anna. Alls voru fermingarbörn
tuttugu og þrjú og stóðu ferming-
ar yfir í apríl og júní. Skírnir á ár-
inu voru fimmtán, ýmist í
heimahúsi eða í kirkju. Jarðarfarir
innan prestakallsins voru 11.
Guðsþjónustur utan við hið
hefðbundna kirkjuár voru á konu-
degi, fyrsta sumardegi og á kirkju-
degi aldraðra. A konudegi var
guðsþjónusta í Þingeyrakirkju.
Ræðumaður að þessu sinni var Sig-
ríður Höskuldsdóttir húsfreyja á
Kagaðarhóli. Fermingarbörn lásu
ritningartexta og nemendur úr
Tónlistarskóla Austur-Húnavatns-
sýslu léku á hljóðfæri við guðsþjón-
ustuna.
A sumardaginn fyrsta var skáta-
guðsþjónusta í Blönduósskirkju
með þátttöku skátanna. A kirkju-
degi aldraðra, uppstigningardegi,
var einnig guðsþjónusta í kirkj-
unni. Ræðumaður var Sigurjón