Húnavaka - 01.05.2006, Page 281
HUNAVAKA
279
Göbir búningar á grímuballinu.
hæfur leiðarvísir sem tekur mið af
sérstöðu hvers leikskóla og þeim
aðstæðum í félagslegu og land-
fræðilegu tilliti sem leikskólinn býr
við. (Heimild: Aðalnámskrá leik-
skóla 1999 bls. 34-35).
I Aðalnámskrá leikskóla er talað
um sex aðalnámssvið sem leikskól-
ar eiga að \dnna að við umönnun,
nám og þroska barna. Námssviðin
eru hreyfing, málrækt, tónlist,
myndsköpun, náttúra og umhverfi
og menning og samfélag. Við
leggjum okkur fram um að vinna
vel á öllum námssviðunum. Mikil
áhersla er lögð á að efla góðan
hreyfiþroska hjá nemendum skól-
ans enda hafa fjölmargar rann-
sóknir sýnt að góður hreyfiþroski
barna er mikilvæg undirstaða ann-
ars þroska. Börnin fara í leik-
fimi í íþróttahús grunn-
skólans, undir stjórn íþrótta-
kennara, einu sinni í viku og
og við skipuleggjum aðstöð-
una innan sem utan húss
með tilliti til hreyfináms
barna, m.a. eru rólur, kaðlar
og klifurgrind á deildum
ásamt ýmsum leikfimitækj-
um sem eru notuð daglega.
Leikskólastarfmu er skipt
í sumar- og vetrarönn en
með því móti nýtum við bet-
ur eigindi hverrar árstíðar,
yfir sumartímann er meira
farið út fyrir leikskólann til
að kynnast náttúrunni og
samfélaginu. I upphafi vetr-
arstarfsins setjum við okkur
markmið um starfið og þær
leiðir sem við viljum fara til
að ná þeint. Þema Barnabóls
er Eg sjálf/sjálfur og um-
hverfi mitt sem er ætlað að
lýsa áherslum í starfinu, þ.e.
að við vinnum eftir barnhverfri
hugmyndafræði þar sem litið er á
livert barn sem einstakan og frjó-
an einstakling sem þarf að hafa
tækifæri til að takast á við þroska-
vænleg verkefni og vera í góðum
tengslum við umhverfið sitt og
samfélag eða eins og við segjum
gjarnan: Leyfðu mér að fást við
það - þá get ég það.
Leikskólinn lokaði í 5 vikur
vegna sumarleyfa starfsfólks frá 4.
júlí til 9. ágúst.
Skólastarfið 2005 var fjörlegt að
venju og árlegir viðburðir tóku
hver við af öðrum, t. d. þorrablót,
öskudagsskemmtun, útskrift úr
hópastarfi vetrarins, sveitaferð,
íþróttadagur og sundferðir.
Fallegir hvolpar.