Húnavaka - 01.05.2006, Page 286
284
H U N A V A K A
Frá vígslu njs fótboltavallar.
Evrópumeistara. Jósef Ægir
Stefánsson fór til Frakklands
og tók þátt í Evrópumóti
fangbragða. Gerði hann sér
lítið fyrir og sigraði í gouren
-100 kg flokki og varð þar
með Evrópumeistari. A
haustmánuðum fór Jósef til
keppni í fangbrögðum til
Englands.
Með haustinu hófust aftur
æfingar innanhúss undir
stjórn Calle Jakobsen og
Hjálms Sigurðssonar. Ahugi
sumarsins skilaði sér með auknum
fjölda í vetrarstarfmu.
Sjaldan eða aldrei liafa fulltrúar
á vegum Frarn verið víðförlari en
árið 2005 eins og eftirfarandi listi
sýnir:
* Grislingamót í badminton á Akra-
nesi, janúar.
* Meistaramót Islands í frálsunt,
febrúar.
* Islandsmót unglinga í badminton í
Reykjavík, mars.
* Goðamót í knattspyrnu á Akureyri,
apríl.
* Islandsmeistarakeppni í línudansi í
Reykjavxk, apríl.
* Smábæjarleikar á Blönduósi, júní.
* Goggamót í frjálsum í Borgarnesi,
júní.
* Bikarkeppni FRÍ 2. deild á Sauðár-
króki, júní.
* KB banka mót í knattspyrnu í Borg-
arnesi, júní.
* Héraðsmót USAH á Blönduósi, júlí.
* Króksmót í knattspyrnu á Sauðár-
króki, ágúst.
I desember voru Björgunarsveit-
in Strönd og Umf. Fram með flug-
eldasölu.
I stjórn félagsins árið 2005 eru:
Form.: Halldór G. Olafsson.
Gjaldk.: Guðrún Elsa Helgadóttir.
Ritari: Róbert Freyr Gunnarsson.
Lionsklúbbur Skagastrandar.
Lionsklúbbur Skagastrandar er
á sínu öðru starfsári og hefur ýmsu
verið að sinna. Fundir eru haldnir
annan miðvikudag í hverjum mán-
uði. Klúbburinn tók þátt í sameig-
inlegu verkefni Lionsklúbba á
svæðinu frá Hólmavík til Siglu-
fjarðar, svokallaðar unglingabúðir,
North Power, sem samanstanda af
erlendum únglingum sem koma
til Islands, í þetta skipti voru þeir
14 og komu frá 12 þjóðlöndum og
dvöldu þeir á Hólum í Hjaltadal.
Lionsklúbbur Skagastrandar var
með þá hálfan dag. Farið var um
borð í Arnar HU-1, öldruðum
færð blóm á Sæborg, rennt í veiði í
Langavatn og endað með silungs-
grillveislu á Skagaströnd.
Sunnudaginn 5. júní var hald-
inn stofnhátíð klúbbsins en þá var
ár liðið frá formlegri stofnun hans.
í tilefni af þessum tímamótum
mættu góðir gestir frá nágranna-
klúbbum og stjórn hreyfingarinn-
ar á Islandi.
Klúbburinn vann að gerð hring-
sjár á Spákonufellshöfða. Framlag