Húnavaka - 01.05.2006, Page 288
286
H Ú N A V A K A
hópinn um sögu kirkjunnar og
kirkjukórinn söng nokkur lög. Síð-
an var haldið í Gamla skólann,
saga hússins sögð og drukkið kaffi.
Kvöldverður var síðan í Kántrý-
bæ með gestum og gestgjöfum og
öðrum félögum Norræna félags-
ins, þar sem Steindór kokkur og
aðstoðarfólk lians bauð upp á
fiskiréttasúpu, lambalæri og skyr í
eftirrétt. Undir borðum var sungið
allnokkuð, sýndur kántrý'dans og
fluttar tölur. Síðan hélt hver til síns
heirna, saddur og sæll.
Norrænu gestirnir kvöddu svo
Skagaströnd á fimmtudagsmorgni
og þökkuðu rnikið fyrir sig. Var þá
ferðinni heitið til Snorra Sturlu-
sonar í Reykholti og síðan til
Reykjavíkur.
Golfklúbbur Skagastrandar.
A vordögum varð langþráður
draumur að veruleika þegar lagt
var vatnskerfi að öllum flötum á
vellinum og að klúbbhúsi. Var ekki
laust við að félögum vöknaði um
augu við að sjá vatnsúðann á flöt-
unum. En það var eins og veð-
urguðirnir væru eitthvað móðgað-
ir út í vatnskerfið okkar því sumar-
ið var með eindæmum rok- og
vætusamt og frekar leiðinlegt
til golfíðkunar. Golfkennarinn,
Gunnlaugur Erlendsson, var hjá
okkur nokkuð reglulega )'fir sum-
arið og var þátttaka þokkaleg.
Þrír starfsmenn unnu á vellin-
um í sumar og unnu þeir mjög
gott starf við slátt, viðhald, snyrt-
ingu og frágang.
Golfskálinn var heldur betur
tekinn í gegn og tóku klúbbfélag-
ar sig til nokkrar kvöldstundir,
máluðu veggi og lögðu parket. Var
það vel til fundin afmælisgjöf því
golfklúbburinn varð 20 ára á ár-
inu. Eins gáfu nokkrir golffélagar
stórglæsilegt sófaborð í klúbbhús-
ið í tilefni afmælisins.
Þróunardeild Royal and Ancient
Golf Club of St. Andrews ákvað í
sumar að senda til Islands tvær
uppgerðar flatar- og brautarsláttu-
vélar til að styðja við uppbygging-
arstarf á íslenskum golfvöllum.
Stjórn Golfsambands Islands
auglýsti í framhaldinu eftir þörf
klúbbanna á vélum sem þessum.
Sérstaklega var horft til minni
klúbba sem hafa fáa félaga til að
standa undir rekstri sínum og fjár-
festingum.
Það voru því sannarlega ánægju-
leg tíðindi þegar syórn sambands-
ins tilkynnti að Golfklúbbur
Skagastrandar fengi bæði brautar-
og flatarsláttuvél. Þessi stuðningur
er mikils virði og góð viðurkenn-
ing á starfí klúbbsins.
Heldur fámennt var á meistara-
móti klúbbsins í ár og fór svo að í
karlaflokki var ekki spilað meist-
aramót. I kvennaflokki spiluðu
fimm konur og sigraði Dagný Mar-
ín Sigmarsdóttir.
Minningarmót um Karl Bernd-
sen/OpnaTM mótið var haldið
þann 25. júní og voru þátttakend-
ur 24 og tókst með ágætum, veðr-
ið var þokkalegt og völlurinn
glæsilegur að vanda á þessu móti
sem er orðinn fastur liður í móta-
haldi klúbbsins.
Klúbbmeðlimir stóðu sig með
sóma og héldu uppi merki klúbbs-
ins. Ingibergur Guðmundsson
varð í 1. sæti m/forg. og í því 3.
án/forg. og Adolf Hjörvar Bernd-
sen varð í 3. sæti rn/forg. Sigur-