Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 2
Laugardagur 3. janúar 20082 Fréttir
Sandkorn
n Jónasi Kristjánssyni, fyrrver-
andi ritstjóra, finnst stundum
vera tilefni til þess að kalla les-
endur bloggpistla sinna fávita
og heimsk-
ingja. Hann
fékk tæki-
færi til þess
að fjalla um
greindar-
skort þjóð-
arinnar í
gær þegar
hann komst
að því að meira en helmingur
kjósenda fylgir stjórnarflokk-
unum samkvæmt niðurstöð-
um nýrrar Gallup-könnunar.
„Meira þarf ekki að segja um
greindarstig þjóðar, sem þessir
tveir flokkar hafa gert gjald-
þrota. Á fagmáli siðfræðinga
heita það „landráð af gáleysi“,
stutt af meirihluta þjóðarinnar.
Hún hefur nefnilega þá stjórn,
sem hún á skilið.“
n Orri Huginn Ágústsson heit-
ir ungur leikari sem hefur und-
anfarið verið rödd Skjás eins
þó ekki sé hann á opinber-
um starfs-
mannalista.
Hann er
einn þeirra
mörgu
sem fengu
uppsagn-
arbréf seint
á síðasta
ári og hafa
margir þeirra lifað milli vonar
og ótta um hvort þeir fái end-
urráðningu eða ekki. Þing-
menn breyttu lagafrumvarpi
menntamálaráðherra um RÚV
þannig á lokaspretti þingsins
að felldar voru niður haml-
anir á auglýsingasölu. Töldu
sumir að þar hefði mennta-
málanefnd með Sigurð Kára
Kristjánsson og Kolbrúnu
Halldórsdóttur í fararbroddi
gert Skjá einum mikinn óleik
og þá ekki síður starfsmönn-
um Skjásins. Athygli vekur að
móðir Orra Hugins er einmitt
fyrrnefnd Kolbrún Halldórs-
dóttir.
n Nú er fólk um land allt kom-
ið á fullt í átak til að ná af sér
jólaspikinu. Eins og sjá mátti í
fréttum Stöðvar 2 á annan dag
jóla var troðfullt út úr dyrum
á þeim líkamsræktarstöðvum
sem þá höfðu opið. Ein lík-
amsræktarstöð verður þó ekki
opnuð fyrr en á mánudag. Það
er Bootcamp við Suðurlands-
braut þar sem fólki hefur verið
þrælað út í tíma og ótíma. Þar
fékk fólk lengra jólafrí en ann-
ars staðar. Ekki varð þó algjört
messufall hjá Bootcamp-liðum
um jólin. Þar var haldin mikil
hátíð rétt fyrir jól og pakkað
inn fjöldanum öllum af jóla-
gjöfum sem Bootcamp-liðar
höfðu keypt og gáfu Mæðra-
styrksnefnd til að gleðja þá
sem sóttu sér aðstoð í síðustu
úthlutun fyrir jól.
n Árni Mathiesen fjármálaráð-
herra hefur enn ekki gefið upp
opinberlega
hversu stór-
an hlut hann
á spari-
sjóðnum
Byr. DV hef-
ur um nokk-
urt skeið
reynt að fá
svar frá ráð-
herranum
um hversu stór hluturinn er en
það hefur ekki skilað neinum
árangri hingað til. Í viðtali við
Blaðið í september 2005 sagði
Árni að þeir tímar væru liðnir
að stjórnmálamenn ættu að
vera að skipta sér af fjármála-
stofnunum. Árni virðist hins
vegar ekki breyta samkvæmt
þessum orðum sínum því ekki
mun mjög langt síðan hann
keypti hlut sinn í Byr.
„Mín tilfinning er sú að verðið muni
hækka töluvert mikið eftir útsölurn-
ar,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Hagkaupa. Út-
sölur hefjast með miklum látum í
dag og víða verður mikill afsláttur ef
marka má auglýsingar frá mörgum af
stærstu aðilunum í íslenskri verslun.
Minna stress en áður
Gunnar metur það svo að verslanir
muni reyna að losna við vörur sem
keyptar voru á gamla genginu. Það
sé gert til að rýma fyrir nýjum vörum.
„Ég held að kaupmenn hafi hingað
til tekið á sig stóran hluta hækkun-
arinnar en ég held að vöruverð muni
hækka þegar útsölum lýkur,“ segir
hann. Hagkaup munu ekki láta sitt
eftir liggja þegar kemur að útsölun-
um. Sex mismunandi verð eru í boði,
frá 250 krónum til 3000. „Við erum
með mjög ódýra verðpunkta í sam-
anburði við keppinauta. Hjá okkur er
hægt að gera mjög góð kaup þar sem
flestar vörurnar eru á gamla genginu
og síðan kemur útsöluafslátturinn til
viðbótar við það,“ segir hann og bæt-
ir við að fatnaður og skór lækki mest
í verði.
Í sumum tilvikum lækkar verð í
Hagkaupum um allt að 57 prósent en
Gunnar á von á því að Hagkaup muni
halda áfram að bjóða sólarhrings-
opnun í Skeifunni. Viðtökur við-
skiptavina hafi verið framar vonum.
„Stærsta og merkilegasta breyting-
in á jólaversluninni nú var hins veg-
ar sú að fólk er mun afslappaðra og
viðmótið er betra en áður. Það heyri
ég af starfsfólki okkar. Það virðist ekki
vera eins mikið stress og stundum
áður,“ segir hann.
2000 vöruliðir lækka
Í IKEA hófust útsölurnar þann 27.
desember. Snjólaug Aðalgeirsdótt-
ir, markaðsstýra hjá IKEA, segir að
síðasta helgi hafi verið nokkuð róleg
en að síðustu dagar hafi verið ágæt-
ir. Hún reiknar ekki með að meiri af-
sláttur verði veittur nú þegar útsöl-
urnar komast á fullt. „Við munum
bara sjá hvað setur. Við lækkuðum
um 2.000 vöruliði í verði en alls eru
um 7.000 vöruliðir í verslunum okk-
ar. Við erum ánægð með hvernig til
hefur tekist og munum halda okkar
striki til 25. janúar,“ segir Snjólaug.
Víða mikill afsláttur
Í Elko fengust þær upplýsingar að út-
sala hæfist á mánudag en ekki fékkst
uppgefin prósentulækkun. Um hefð-
bundinn afslátt verður að ræða, að
sögn verslunarstjóra. Af öðrum stór-
um aðilum má nefna að Debenhams
auglýsir allt að 70 prósenta afslátt af
völdum vörum. Að því er segir í aug-
lýsingu er verið að rýma fyrir nýj-
um vörum. Húsasmiðjan auglýsir
15 til 60 prósenta afslátt. Handverk-
færi lækka um 15 prósent, málning,
flíspeysur, ljós og smáraftæki um 20
prósent. Búsáhöld lækka um 30 pró-
sent og einstaka vöruliðir lækka mun
meira.
Dressman hefur þegar hafið
sína útsölu en þar lækkar verð um
50 til 70 prósent. Í The Pier, sem er
á Korpu- og Smáratorgi er 30 til 60
prósenta afsláttur og í GK lækka vör-
ur um helming í verði. BYKO býður
allt að 60 prósenta afslátt en Regatta
auglýsir stórútsölu; 50 til 80 prósenta
afslátt.
Vísitalan upp um 25%
Samkvæmt sundurliðaðri vísitölu
neysluverðs hefur verð á fatnaði og
skóm hækkað um 25,2 prósent frá
janúar 2008 til desember 2008. Það
þýðir að flík sem kostaði 10.000 krón-
ur í janúar í fyrra kostaði nú í desem-
ber 12.520. Bjóði verslunin nú 20
prósenta afslátt, kostar varan nokk-
urn veginn það sama og án afsláttar
í byrjun síðasta árs.
Útsölur hefjast víðast hvar í dag og margar verslanir bjóða mikinn afslátt af völdum vör-
um. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, reiknar með því að vöruverð
hækki töluvert eftir útsölurnar en hjá Hagkaupum lækkar fatnaður og skór mest í verði.
Samkvæmt vísitölu neysluverðs hafa þær vörur hækkað um 25 prósent á einu ári.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Útsölur hefjast í dag
Víða verður afsláttur á
bilinu 30 til 70 prósent.
Miklar hækkanir
eftir útsölur
Dressman hefur þegar
hafið sína útsölu en þar
lækkar verð um 50 til
70 prósent.
Spáir verðhækkunum
þegar útsölur klárast
gunnar Ingi Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
Hagkaupa, segir víða hægt
að gera góð kaup núna.