Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 10
Laugardagur 3. janúar 200810 Helgarblað
Fyrir herra Ósýnilegan (Invisible)
var fyrsta og síðasta áfall þess sem
átti að verða glæstur ofurhetjuferill
einn óvæntur á snúðinn.
„Eftir margra mánaða vinnu við
hönnun búningsins og að ná réttu
hreyfingunum var komið að fyrstu
viku minni sem „Raunveruleg“ of-
urhetja – og sennilega þeirri síð-
ustu. Þessi afar smávaxna stúlka
kunni ekki að meta viðleitni mína
til að róa öskrandi kærasta hennar.
Hún kom mér í opna skjöldu, ég er
enn með skrámur. Það er hættulegt
þarna úti,“ sagði herra Ósýnilegur
og ljóst að sjálfsmynd þessa manns
sem vildi berjast gegn glæpum
hafði beðið verulega hnekki.
En mitt í myrkrinu fann hann
þó ljósan punkt því grár „huliðs-
fatnaður“ hans hafði sannað gildi
sitt þegar róni hafði migið utan
í hann í skuggalegu húsasundi.
Engu að síður er herra Ósýnilegur
ekki ákafur í að líða um drungaleg
stræti Los Angeles eftir að kvölda
tekur.
Herra Ósýnilegur, sem er einn
ótal margra sem vilja leggja sitt af
mörkum til að bjarga Bandaríkj-
unum frá sjálfum sér, ætlar að ein-
beita sér að dagvinnunni sem er
sala trygginga. Hann hugðist þó
koma fram í síðasta skipti í nýárs-
fagnaði.
Fjölgaði í kjölfar 9/11
Þó herra Ósýnilegur hafi tekið þá
ákvörðun að leggja sína grálituðu „of-
urskó“ á hilluna verður ekki skarð fyrir
skildi því fjöldi fólks af báðum kynjum
er reiðubúið að leggja lóð sín á vogar-
skálarnar í baráttunni gegn óréttlæti í
heiminum.
Samkvæmt heimasíðunni
worldsuperheroregistry.com eru yfir
tvöhundruð einstaklingar tilbúnir til
að klæðast að hætti ofurhetja teikni-
myndablaða og hafa með höndum
eftirlit með götum borga. Það er ekki
gefið að þeir rekist á ofurskúrka, en í
það minnsta vasaþjófa og frekjudalla.
Tilurð samfélags ofurhetjanna
má rekja til eftirmála hryðjuverka-
árásanna 11. september 2001 þegar
fólk fylltist óslökkvandi löngun til að
láta til sín taka og var löngunin böð-
uð ljóma ofurhetja Hollywood-kvik-
mynda.
Slagorð kosningavélar Baracks
Obama bættu um betur, enda gjarna
hvatt til „borgaralegrar virkni“. Síð-
astliðin mánuð hafa um tuttugu nýir
liðsmenn bæst í raðir hinna „Raun-
verulegu“ (Reals), eins og þeir kalla
sig.
Einfaldar reglur
Reglur hinna „Raunverulegu“ eru
ekki flóknar. Þeir sem vilja fylla
flokk þeirra verða án skilyrða að til-
einka sér gildi hins góða. Þeir þurfa
að hanna sinn eigin spandex- og
gúmmíbúning, en varast að brjóta á
einkarétti hasarblaða á borð við Mar-
vel og DC Comics. Framandi nöfn
eru bráðnauðsynleg og nægir að
nefna Græna sporðdrekann (Green
Scorpion) í Arisóna, Ógn (Terrifica)
í New York, herra Ýktan (Xtreme) í
San Diego og herra Þöglan (Silent) í
Indianapolis.
Hinir „Raunverulegu“ verða að
forðast skotvopn og eggvopn til að
komast hjá handtöku sem sjálfskip-
aðir laganna verðir, jafnvel þó refs-
inorn þeirra sé vopnuð. Öflugasta
vopn hinna „Raunverulegu“ er ekki
þrútnir vöðvar heldur Netið. Heima-
síða þeirra bráðnauðsynleg í bar-
áttu þeirra gegn glæpum, enda er að
finna þar skilaboð um skapadægur
ofurskúrka.
Ekki eintóm mannalæti
Í huga þeirra sem ekki vita betur
gæti allt umstangið í kringum hina
„Raunverulegu“ borið vitni um
mannalæti, en að mati einnar upp-
gjafahetju gæti slíkt ekki verið meira
fjarri sanni. Reglurnar gætu haft
veigamikið vægi sem sönnunargögn
ef einn „Raunverulegur“ hefur verið
handtekinn eða settur á geðsjúkra-
hús til rannsóknar.
Slík var raunin hjá Svörtu uglu
(Black Owl), en dóttir hans þurfti að
fá hann lausan af geðdeild síðast-
liðið sumar og máli sínu til stuðn-
ings sagði hún læknunum: „Pabbi
gleymdi eitt andartak, þegar hann
stóð andspænis lögreglunni, bara
eitt andartak, að hann bjó ekki yfir
ofurkröftum. Hann gat einfaldlega
ekki flogið á brott.“
Borgari Prime (Citizen Prime) er
þess fullviss að þetta sé alvarlegur
bransi, honum finnst hann svalur
þegar hann er kominn í búninginn
sinn; skikkju, grímu og með stuð-
byssuna klára. Hann hefur eftirlit
með hættulegustu götum Phoenix,
en líkt og flestir hinna „Raunveru-
legu“ er hann ekki áfjáður í að ræða
um skúrkana sem hann hefur gert
óvíga með bardagabrögðum sín-
um. Hann viðurkennir þó að hafa
hjálpað ólánsömum bílstjóra að
skipta um hjólbarða.
Samvinna við lögreglu
Eitthvað virðast skoðanir lögreglu
á þessum hjálparkokkum vera
skiptar. Draugur (Ghost) lætur til
sín taka í Utah og lögreglumenn
þar bera honum góða söguna.
Þeir segjast kunna að meta lit-
skrúðugan búning hans og félaga
hans Heiðurs (Insignis), Oni, Ha!
Og Silfurdreka (Silver Dragon).
En fjölda lögreglumanna er í
fersku minni að þau gengi í Banda-
ríkjunum sem fólk óttast hvað
mest, Crips og Bloods, hófu göngu
sína sem „verndarar samfélags-
ins“.
Víst er að það er ekki hættulaust
að vera „Raunverulegur“ eins og
Master Legend Flórída komst að.
Þrátt fyrir að vera vopnaður pip-
arúða mátti hann sín lítils gegn
manni sem réðist á hann með
hamri.
Of dugandi lögregla
Ógn (Terrifica), kvenofurhetja í
rauðri slá, sem stundaði að bjarga
dauðadrukknum stúlkum úr klóm
harðhentra karlmanna í næturlífi
New York, fyrirlítur sitt annað sjálf,
Söru, sem hún segir vera „veiklynda“
og „þurfandi“.
En einn helsti vandi hinna „Raun-
verulegu“ er of dugandi lögregla. Art-
emis í San Diego sagði farir sína ekki
sléttar, því eitt sinn heyrði hann konu
veina fyrir utan heimili sitt, en þegar
hann var búinn að klæða sig í bún-
inginn var lögreglan mætt á svæðið.
Herra Ósýnilegur tekur í sama
streng: „Ég var á sveimi öll kvöld,
frá átta til tvö eftir miðnætti, hékk á
öllum slæmu hornunum og ekkert
gerðist, núll og nix. Það rigndi; jafn-
vel dópsalarnir héldu sig heima. Og
oft er lögreglan einfaldlega of góð í
starfi sínu.
Fyrir þá sem hafa hug á að kynna
sér hina „Raunverulegu“ skal bent á
heimasíðurnar worldsuperheroreg-
istry.com og superheroes.members.-
winisp.net.
Fjöldi fólks er reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn óréttlæti og glæpum. Sumir eru
tilbúnir að ganga lengra en aðrir og félagsskap hinna „Raunverulegu“ hefur vaxið fiskur um hrygg undan-
farið. Tilurð hinna „Raunverulegu“ má rekja til hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 2001.
KOlbEinn þOrStEinSSOn
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Pabbi gleymdi eitt andartak, þegar hann stóð
andspænis lögreglunni, bara eitt andartak, að
hann bjó ekki yfir ofurkröftum. Hann gat ein-
faldlega ekki flogið á brott.“
RaunveRulegaR
ofuRhetj R
Ofurmennið Þekktasta
ofurhetja heims og málsvari
lítilmagnans og réttlætisins.
terrifica Fyrirlítur sitt
„veiklynda og þurfandi“
annað sjálf.
Citizen Prime Hjálpaði
ólánsömum bílstjóra að
skipta um hjólbarða.