Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 28
Laugardagur 3. janúar 200828 Sakamál Fyrsti morðingi Bournemouth „Ég er sekur um glæpinn,“ sagði Elkins og bað um að verða handtekinn. En jafnvel þegar hann rétti lögregluþjóninum hlaðna marghleypu sína með viðvörun um að fara varlega með hana, trúði lögregluþjónninn honum ekki. „Þú heldur bara að þú hafir gert það,“ sagði Hood lögregluþjónn. Hood var einn fimm lögregluþjóna í Bournemouth og þegar Elkins þráaðist við tók Hood hann og setti hann í varðhald. En hver var glæpurinn og hvers vegna var Hood svo vantrúaður á sekt Elkins? Lesið um fyrsta morðingja Bournemouth í næsta helgarblaði dV. Peningana eða lífið Harold Ingram hafði náð að öngla saman vænni fúlgu fjár þau ár sem hann vann. Hann var nánös og hélt fast um budduna. Svo fast að eiginkonu hans ofbauð á endanum og sagði skilið við hann. Harold hugnaðist ekki sú til- hugsun að þurfa að sjá á bak þeirri upphæð sem honum var gert að greiða við skilnaðinn og greip til sinna ráða. Námuverkamaðurinn fyrrverandi Harold Ingram var ekki á nástrái. Í gegnum tíðina hafði hann lif- að spart og önglað saman vænni upphæð. Sparsemin hafði verið yfirgengileg og Harold hafði skellt skollaeyrum við mótbárum Díönu, eiginkonu sinnar, sem hafði þjáðst við hlið hans í þrjátíu og átta ár. Einn góðan veðurdag gekk nirf- ilsháttur Harolds endanlega fram af Díönu og nokkrum mánuðum fyrir sextugsafmæli sitt yfirgaf hún Harold og flutti í íbúð í heima- bæ þeirra, Cannock, ekki langt frá heimili þeirra. Díana var ljóshærð og lífleg og þess var ekki langt að bíða að hún hristi af sér drungann og fyrr en varði hafði hún fundið sér kærasta. Samkvæmt skilnaðarskilmálum átti Harold að greiða sinni fyrrver- andi 133.000 sterlingspund eða lát henni eftir heimilið, þar sem hann bjó einn. Tilhugsunin um að reiða af hendi allt þetta fé lá á Harold líkt og mara og hver sem hlusta nennti fékk að heyra af reiði hans vegna kostnaðar skilnaðarins. Fyr- ir mann sem lét flatan bjór sér að góðu verða, las dagblöð á bóka- safninu og fór aldrei í frí, var þetta „rán“ martröð ein. Fyrr skyldi Díana dauð liggja „Frekar drep ég þessa konu en að láta hana fá eitthvað af launum erf- iðis míns,“ sagði Harold við einn vin sinn. „Nú þegar er ég búinn að borga 25.000 pund í lögfræðikostn- að,“ bætti hann við. Daginn áður en lögfræðing- ar skyldu fá áðurnefnda upphæð til geymslu, rakst Harold á Díönu á bókasafninu. Innra með hon- um ólgaði biturð og afbrýðisemi og umræðuefnið sem Díana vakti máls á var honum ekki ljúft. „Ég reikna með að þú látir mig fá hús- ið frekar en peninginn,“ sagði hún, og lá hátt rómur. Díana tilkynnti honum að hún væri nú þegar búin að gera ráðstafanir til að hreinsa ruslið hans út úr húsinu. „Ekki minnast á rusl við mig. Ég hef eytt þrjátíu og átta árum með þig eyð- andi fjármunum mínum í allt þitt rusl,“ hvæsti Harold á milli sam- anbitinna vara. Díana sá að frekari umræður væru tilgangslausar og bað Harold að fara vel með sig. Díana myrt með skrúfjárni Társtokkin reikaði Díana nið- ur götuna á heimleið. Hún nötr- aði og skalf og hugði að gott kaffi myndi gera henni gott. Því fyrr sem þessi skilnaður væri yfirstað- inn, því fyrr gætu hún og Harold haldið áfram að lifa því sem eftir væri af lífinu. Innst inni var hún þess fullviss að það þyrfti krafta- verk til að Harold innti af hendi þau 133.000 pund sem honum bar að gera. Vart hafði Díana komið sér fyrir við sjónvarpið þegar dyra- bjöllunni var hringt. Fyrir utan stóð Harold. Andardráttur hans var ör og hatrið sem skein úr aug- um hans sendi ískulda niður eft- ir baki hennar. Harold var skepnu líkastur og henni var fyrirmunað að skilja hvernig hún hafði getað eytt hátt í fjörutíu árum með hon- um. Fyrirvaralaust rak Harold skrúfjárn á kaf í háls Díönu. Blóð- ið spýttist úr slagæðinni yfir for- stofuteppið og veggina. Aftur og aftur rak hann skrúfjárnið í lík- ama hennar; handleggi, brjóst og hvað sem fyrir varð. Díana gat sér enga björg veitt og féll á gólfið svo blóði stokkin að engu líkara var en því hefði verið úðað yfir hana. Hrein föt og flótti Eftir ódæðið lokaði Harold dyr- unum og gekk heim til sín sem var bara stuttur spölur. Þangað kominn skipti hann um föt, tók til ýmislegt smálegt í tvo plast- poka og bað nágranna sinn að geyma húslyklana. Það var ekki margt sem minnti á flóttamann þegar Har- old sté umborð í langferðabifreið frá Cannock til Derby klukkan þrjú um eftirmiðdaginn. Hann hafði 10.000 pund í fórum sínum og gerði lítið til að dyljast, enda erfitt um vik því margar stoppi- stöðvar voru á leiðinni til Derby. Tveimur klukkustundum eft- ir morðið fannst lík Díönu og á sömu stundu kom Harold til Derby. Fljótlega fékk lögreglan vitneskju um að Harold hefði sést í rútunni til Derby, en það átti ekki fyrir lögreglunni að liggja að hafa hendur í hári hans. Í þrjá mánuði fór Harold huldu höfði og veittist það létt því hann barst ekki á. Í ljós kom þeg- ar hann var handtekinn að hann hafði aðeins eytt 130 pundum af þeim 10.000 sem hann hafði tek- ið þegar hann lagði á flótta. Í veröld hinna heimilislausu Harold Ingram hafði fengið fæði í súpueldhúsum og svefnstað hjá ýmsum góðgerðafélögum og þannig horfið í veröld hinna heim- ilis- og rótlausu. En á endanum fór svo að lögreglan komst á sporið. Tveir kirkjustarfsmenn báru kennsl á hann eftir að hafa séð ljós- mynd af honum í einhverju dag- blaði og Harold var handtekinn í júní 2007. Fimm mánuðum síðar neitaði Harold, við réttarhöldin, að hafa myrt eiginkonu sína. Hann sagði að hann hefði „sturlast“ á heim- ili hennar þegar hún sagðist vera komin með nýjan mann, og hann hefði ekki hringt í neyðarlínuna því hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að Díana hefði særst. Díana eyðslukló Kviðdómarar fengu einnig að heyra hve vel hann hefði hald- ið utan um fé sitt og að Díana hefði verið „eyðslukló“. Eitt sinn hafði hún tekið 38.000 pund af reikningi þeirra án þess að ráðfæra sig við hann. Díana hafði ætlað að bjarga fyrirtæki sonar þeirra með þeim peningum. Saksóknari í máli Harolds sagði fyrir réttinum að Harold Ingram hefði verið „ólýsanlega illgjarn“ alla tíð og hann hefði ekki getað afborið tilhugsun- ina um að skilja við eitthvað af því fé sem honum hefði tekist að öngla sama. Því hefði hann myrt Díönu Ingram. Harold Ingram var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar og hef- ur því nægan tíma til að velta því fyrir sér hvort peningar séu það mikilvægasta í lífinu. umsjón: koLBEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is Díana Ingram níska eiginmannsins varð banabiti hennar. Díana og Harold Harold tókst að fara huldu höfði í þrjá mánuði. „Ekki minnast á rusl við mig. Ég hef eytt þrjátíu og átta árum með þig eyðandi fjár- munum mínum í allt þitt rusl,“ hvæsti Har- old á milli samanbit- inna vara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.