Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 33
Laugardagur 3. janúar 2008 33Sport
SPORTVÖLVAN2009 Árið 2008 var viðburðaríkt í íþróttum en hverju eigum við von á árið 2009? DV-Sport fór troðnar slóðir og leitaði svara hjá talna-spekingum, spámiðlum og starfsfólki slátur-húsa. Samanlögð útkoma úr reiknistokkum,
kristalskúlum og húsdýragörnum gaf okkur
nokkuð skýra mynd af því sem koma skal.
viva España
Þetta verður ár Suður-Evrópu. Það verða ekki þrjú
ensk lið í úrslitum í ár. Allavega detta tvö ensku
liðanna strax út og hörð baráttan heimafyrir mun
hafa meiri áhrif en áður á þau sem eftir verða.
Spænsku liðin munu blómstra. Þau lið sem slá út
ensku liðin í 16 liða úrslitunum fara langt, ásamt
Barcelona sem fer alla leið í úrslitin og Eiður skorar
sigurmarkið stöngin inn. Ekki lýgur talnaspekin.
meiSTARAdeiLdiN
Rautt í voR
Seinni hluti tímabilsins verður enn meira spennandi en sá fyrri.
Stóru Lundúnaliðin munu þurfa að þola mótlæti og hjá öðru
þeirra gæti orðið mikil uppstokkun. Í fyrsta sinn í áraraðir munu
erkifjendurnir úr norðri berjast um titilinn. Baráttan mun standa
fram á vor og úrslitin ekki ráðast fyrr enn í síðustu leikjunum.
Þetta ástand mun kljúfa fjölskyldur, eyðileggja vinnumóral og
senda þúsundir Íslendinga þunglynda inn í sumarið. Sigurveg-
ararnir munu klæðast rauðum treyjum.
eNSki bOLTiNN
Hamilton í Ham
Formúlan fer hratt af stað í ár. Þau lið
sem enn hafa efni á því að taka þátt,
McLaren og Ferrari, munu keppa um
titilinn sem fyrr. Ef Hamilton hefur hemil
á hvolpavitinu og sogast ekki inn í glam-
úrinn með læðunni sinni þá mun hann
sigra í keppni ökumanna. Massa verður í
messi og Ferrari mun ekki ógna af viti
fyrr en Alonso klæðist rauðu.
fORmúLA 1
Hefnd Kobe
Þetta verður eins og Hollywood-handrit af bestu
gerð, „Revenge of the Bryant“. Boston Celtics og
LA Lakers munu rúlla upp deildunum og mætast
á ný. Hæpið og lætin munu ná óþekktum hæðum.
Hin heilaga þrenning í Boston er loksins búin að
fá sitt gull og myrru og hungrið hefur dvínað.
Kobe Bryant mun storma með lið sitt í gegnum
einvígið og sigra Boston sannfærandi.
NbA
Kisan hvæsir á ný
Tígurinn verður búinn að sleikja sárin og mætir
grimmari en nokkru sinni. Sem fyrr mun hann
velja sér heppilegustu mótin og sigra fleiri en
hann mun „tapa“. Þetta verður erfitt ár fyrir
íslenska kylfinga erlendis. Atvinnumenn munu
snúa heim og mun efnahagsástandið spila þar
stóra rullu. Íslenska mótaröðin mun njóta góðs af
því og hér heima verður blómleg golfvertíð þó
svo að fyrirtækin verði ekki eins áberandi og áður.
gOLf
Röndótt
alla leið
Spurningin er bara sú hverjir munu mæta KR í
úrslitum og hversu marga leiki KR þarf til að
klára dæmið. Njarðvík mun eflast fram eftir
vetri og annaðhvort munu þeir grænu eða
Grindavík reyna sig við Vesturbæinga og tapa.
Jón Arnór skráir sig í fjarnám í heimspeki til að
skilja bróður sinn og fer aftur út. Hjá
stelpunum verða Haukar bestir, Hamrarnir
næstir og stelpurnar í Keflavík sætastar.
kARfAN
Stjarna er fædd
Nýir og spennandi hlutir munu gerast í boxinu 2009.
Goðsagnir eins og De la Hoya, Roy Jones Jr. og Holyfield
voru afgreiddar 2008, Klitschko-bræðurnir lömdu allt í
klessu sem fyrr en nú eru blikur á lofti. Ný þungavigtar-
stjarna stígur upp í Bretlandi. David Haye minnir um
margt á sjálfan Muhammed Ali; eldklár, myndarlegur og
með munninn fyrir neðan nefið. Hann mun mæta
hættulegasta boxara heims, Vitali Klitschko, í sumar.
Sigri hann mun annað Tyson-æði renna upp.
bOx
Haukar verða
alltaf bestir
Haukar töpuðu bæði í karla- og
kvennaflokki í úrslitum deildarbikars-
ins. Aron Kristjánsson á þó eftir að
berja vitið í sína menn karlamegin og
þegar Evrópukeppnir verða yfirstaðn-
ar munu Haukar taka flugið, einnig hjá
konunum. Það verður mikill hand-
boltafagnaður á Ásvöllum í vor og
mun hið miður góða lag, Haukar eru
alltaf bestir, hljóma um rauða hluta
Hafnarfjarðar fram á næsta haust.
N1-deiLdiN
Frábært
sumar en verri
umFjöllun
Það sér fram á frábært knattspyrnusumar
en fólk verður að vera duglegra að mæta
á völlinn ætli það sér að vera með á
nótunum. Fjögur lið koma sterklega til
greina sem Íslandsmeistari þó að
formúlur reiknistokkanna bendi
ákveðnar á FH og Keflavík en önnur lið.
Með niðurskurði á íþróttadeildum út um
allt er ljóst að umfjöllunin er ansi líkleg til
að taka stórt skref aftur á bak eftir miklar
framfarir síðustu ár. Það verður annar
bragur yfir Fjármálaeftirlitsdeildinni í ár.
LANdSbANkAdeiLdiN
ísland spútnikliðið
Sjaldan hafa Íslendingar hlakkað til þessa móts en nú
mun allt snúast um Evrópumót kvenna í Finnlandi. Ísland
verður með á stórmóti í knattspyrnu í fyrsta sinn.
Þýskaland vinnur, það er nokkuð ljóst. Ísland mun samt
verða spútniklið mótsins og fá langmesta umfjöllun.
Nokkrar íslenskar stelpur munu synda í tilboðum frá
erlendum liðum þegar mótinu lýkur.
em kVeNNA í kNATTSPyRNu