Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. janúar 2008 15Helgarblað grein blaðsins kemur jafnframt fram að íslenska ríkið hyggist endurselja eignirnar, en aðstæður til þess nú um stundir eru mjög erfiðar vegna lausa- fjárkreppunnar. Davíð Oddsson hefur furðað sig á því hvernig það gat gerst að einn maður skyldi geta komist í þá stöðu að skulda þúsund milljarða króna í ís- lenskum bönkum. Þó hann hafi aldrei sagt beint út hvern hann átti við dylst það fáum að hann átti við Jón Ásgeir. Sjálfur hefur Jón Ásgeir sagst ekki skulda eins mikið og Davíð sagði. Það er mat viðmælenda DV úr fjármála- heiminum að framtíðin sé að miklu leyti komin undir lánardrottnum. Það hjálpi honum vissulega hversu stór og farsæll hann hefur verið í viðskipt- um hingað til. Örlögin ráðist þó ekki aðeins í íslensku bönkunum, Lands- bankanum, Kaupþingi og Glitni, heldur einnig í erlendum bönkum á borð við The Royal Bank of Scotland sem hafa með málefni Baugs að gera. Þegar DV leitaði svara hjá Baugi Group í Bretlandi var vísað á sjálfstætt starfandi almannatengslafyrirtæki, en þar var lokað vegna jólafría. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, hafði ekki svarað spurningum DV í tölvupósti þegar blaðið fór í prentun. Betri í smásölu en í kauphallarbraski Eitt mesta áfall Jóns Ásgeirs í við- skiptaheiminum hlýtur að tengjast FL Group, sem skilaði 67 milljarðra króna tapi árið 2007. Þrátt fyrir að- gerðir til styrktar félaginu á síðasta ári lækkaði markaðsvirði þess gríð- arlega, eða um 200 milljarða króna, frá því það reis sem hæst. FL Group var breytt í Stoðir og þykir mörg- um ævintýrið vera vitnisburður um áhættusækni útrásarvíkinganna. Jón Ásgeir hefur verið sagður hafa haft áhyggjur strax árið 2006 af að Hann- es Smárason tefldi of djarft í fjárfest- ingum sínum. Jón Ásgeir aðhafðist hins vegar ekkert fyrr en hann varð stjórnarformaður í júní árið 2007. Í desember sama ár var ráðist í mis- heppnaðar aðgerðir til að bjarga FL Group. Hannes Smárason var lát- inn víkja úr forstjórastól og Jón Ás- geir jók hlut sinn í félaginu í 37 pró- sent fyrir samtals 54 milljarða króna. Vonir stóðu til að hægt yrði að bjarga FL Group með þessum aðgerðum. Allt kom fyrir ekki og FL Group hélt áfram að tapa. Vangaveltur hafa verið uppi um að Jón Ásgeir geti ekki haft nægilega yfirsýn, enda með þúsund bolta á lofti eins og einn vinur hans segir um hann. Á aðalfundi FL Group lýsti Jón Ásgeir því yfir að 6,2 milljarða króna rekstrarkostnaður félagsins hefði komið honum verulega á óvart. Hvar stendur hann í dag? Málsmetandi maður í viðskiptalíf- inu telur að mistök Jóns Ásgeirs eftir á að hyggja hafi verið að halda sig ekki í þeim geira sem hann kann best á, í smásölu. Áhersla hans á að eignast banka hafi verið röng, enda henti bankastarfsemi þeim síður sem eru mjög áhættusækn- ir. „Líklega er nettóstaðan neikvæð eins og hún er í dag. Menn eins og hann gefast hins vegar aldrei upp og jafnvel þó hann myndi missa allt mun hann alltaf fara á fullt aft- ur. Það er eðli frumkvöðla,“ segir heimildarmaður DV. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir erfitt að meta stöðu Baugs nú um stund- ir. „Þetta snýst allt um seljanleika eigna í þessum fyrirtækjum og miðað við ástandið í heiminum í dag verð ég að draga þá ályktun að seljanleiki þeirra sé mjög lítill. Ég geri ráð fyrir því að staða flestra viðskiptajöfra landsins sé mjög erfið og allir í mikilli varnarvinnu. Vandinn er að þeir skulda mik- ið, en seljanleikinn og virði eigna hefur lækkað mikið. Þá er viðbúið að tekjur þessara fyrirtækja muni dragast saman, þannig að það er mjög líklegt að það verði samdrátt- ur í sölu á fatnaði og tískuvörum,“ segir hann. Blaðamaður hjá virtu bresku viðskiptablaði, sem skrifað hefur mikið um Jón Ásgeir, segir í við- tali við DV að ómögulegt sé að meta stöðu Jóns Ásgeirs á þessari stundu. Hins vegar megi segja að Baugur sé í erfiðri stöðu. Sá sem á skuldirnar á fyrirtækið. Hann seg- ir breska fjölmiðla ekki aðeins vera áhugasama um Jón Ásgeir, heldur hafi þeir hann beinlínis á heilan- um. Klæðnaður hans og framkoma vekja endalausa athygli fjölmiðla. Þetta er saga mannsins sem kom út úr buskanum og keypti Bret- land upp. Þetta sé sagan af risi og mögulega falli auðjöfurs. Leyndardómsfullur Greinilegt er að Jón Ásgeir hefur enn mikil tengsl inn í bankana. Þannig kom hann mörgum á óvart þegar hann náði að fjármagna kaup sín í gegnum félagið Rauðsól á öll- um fjölmiðlum 365. Kaupin þóttu hin dularfyllstu, enda skammt lið- ið frá því íslensku bankarnir höfðu verið þjóðnýttir. Ágúst Ólafur Ág- ústsson, alþingismaður Samfylk- ingarinnar, kallaði forsvarsmenn ríkisbankanna þriggja á sinn fund til að krefja þá svara um hver fjár- magnaði kaup Jóns Ásgeirs. Í kjöl- farið sendi Jón Ásgeir lögmann sinn á Ágúst Ólaf og hótaði honum málsókn ef hann myndi ekki hætta við að krefja forsvarsmenn bank- anna um svör. Raunar virðist Jón Ásgeir sækja í leyndina. Í viðtali við DV í desember sagðist hann vera farinn af landi brott, skömmu eftir að hafa orðið fyrir aðkasti mótmælenda í miðborginni. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hvar hann væri niðurkominn í heimin- um. Ljóst er að verulega hefur dreg- ið úr slagkrafti Jóns Ásgeirs. Margt bendir til að hann hafi farið of hratt og þeir sem það gera ná að vaxa mjög hratt þegar vel viðrar í efna- hagslífinu, en erfiðleikarnir verða þeim mun meiri í árferði eins og nú ríkir. Í viðtali við DV á dögunum var Jón Ásgeir þó rólegur: „Ég sef bara mjög vel, hef engar áhyggjur og hreina samvisku.“ Fjölmiðlamaður Fjölmiðlar sýna jóni Ásgeiri athygli, hvar sem hann kemur. 101 Snekkja jóns Ásgeirs og Ingibjargar er hin glæsilegasta. Mynd Monaco eye auðmaður og forsetafrú jón Ásgeir hefur notið liðsinnis forsetahjónanna. Stóri dagurinn jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir giftu sig í Fríkirkjunni haustið 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.