Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 6
Laugardagur 3. janúar 20086 Fréttir
Sandkorn
n Björn Bjarnason, dóms-
og kirkjumálaráðherra, hefur
sýnt í gegnum tíðina að hann
er dyggur stuðningsmaður og
góður verndari íslensku þjóð-
kirkjunnar. Ráðherrann kemur
aðeins inn
á trúmál-
in í nýlegri
færslu á
heimasíðu
sinni. Þar
játar Björn
að vera
veikur fyrir
katólskunni
þótt hann hafi ekki snúist til
þeirrar trúar, eða konverterað
eins og hann orðar það. Þetta
segir hann í framhaldi af því að
Sjónvarpið sýndi síðustu pré-
dikun Sigurbjörns Einarssonar
biskups í Reykholti. Þar sáust
Sigurbjörn og Gunnar Eyjólfs-
son leikari ræða saman og upp-
lýsir Björn að þeir hafi verið að
ræða um konverteringu lút-
erskra klerka til katólsku.
n Hagur ríkisstjórnarinnar
vænkast nokkuð samkvæmt
nýjasta þjóðarpúlsi Gallups
sem Ríkisútvarpið greindi frá í
gær. Ríkis-
stjórnin er
þó enn með
þeim óvin-
sælustu sem
hafa verið
við völd
á Íslandi.
Aðeins 36
prósent
landsmanna segjast styðja
ríkisstjórnina en það er þó
fjórum prósentustigum meira
en fyrir mánuði síðan. Afdrif
ríkisstjórnarflokkanna eru hins
vegar misjöfn. Sjálfstæðisflokk-
ur bætir við sig fylgi og mælast
Geir H. Haarde og félagar nú
með fjórðungsfylgi en voru
með rúman fimmtung fyrir
mánuði. Samfylkingin dalar
hins vegar, lækkar um þrjú
prósentustig, en hún er þó enn
næststærsti flokkur landsins
með 28 prósenta fylgi.
n Vinstri-grænir mælast enn
stærsti flokkur landsins en fylgi
flokksins minnkar þó úr 32
prósentum í 29 prósent. Vand-
ræði frjálslyndra og framsókn-
armanna halda hins vegar
áfram nú þegar tvær vikur eru
til flokksþings og formanns-
kjörs hjá síðarnefnda flokknum.
Aðeins þrettándi hver kjósandi
myndi kjósa Framsóknarflokk-
inn samkvæmt könnun Gallups
og aðeins einn af hverjum 25
myndi greiða Frjálslynda flokkn-
um atkvæði sitt. Samkvæmt því
myndu Guðjón Arnar Kristjáns-
son og aðrir þingmenn Frjáls-
lynda flokksins missa sæti sitt
en fylgi flokksins hefur þó oftast
nær verið meira í kosningum en
í skoðanakönnunum.
n Styrmir Gunnarsson, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins,
er búinn að fá sig fullsaddan af
stórveldaleik smáþjóðar, eins
og hann kallar útþenslu ís-
lensku utanríkisþjónustunnar.
Styrmir ritaði grein á Evrópuvef
Sjálfstæðisflokksins, þar sem
hann sagði að kominn væri
tími til að skera utanríkisþjón-
ustuna verulega niður, fækka
sendiráðum og starfsmönnum
sem þessu
tengjast.
Styrmir
gagnrýnir
sérstaklega
framboð til
öryggisráðs
Sameinuðu
þjóðanna,
sem hafi
verið á ábyrgð Halldórs Ás-
grímssonar og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur. Davíð Odds-
son og Geir H. Haarde hafi haft
minni áhuga á þessu en samt
ekki stöðvað framboðið.
Talið er að fjöldi heimilislausra í Reykjavík sé á bilinu fjörutíu til sextíu manns.
Flestir heimilislausra eiga við vímuefnavandamál eða geðraskanir að stríða. Heið-
ar Guðnason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, finnur ekki fyrir fjölgun heimilis-
lausra en telur vanta úrræði. Jórunn Ósk Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs,
er bjartsýn á nýja árið og segir mikinn skilning í borginni í garð velferðarmála.
„Hópur heimilislausra er mjög
stór en það fer oft eftir árstíðum
og öðru. Það er alltaf einhver hóp-
ur manna sem á heimili sitt á göt-
unni eða er heimilislaus en sá hóp-
ur er misstór. Mönnum hefur ekki
borið saman um hve margir til-
heyra þessum hópi og það er líka
alltaf spurning um skilgreining-
una á hvað það þýðir að vera heim-
ilislaus,“ segir Heiðar Guðnason,
framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Fjölmargir heimilislausir
„Við höfum reynt að skoða fjölda
heimilislausra með því að skoða
heimsóknir á kaffistofuna hjá okk-
ur sem heimilislausir sækja og
heimsóknir í gistiskýlið. Við fjölg-
uðum plássum í gistiskýlinu í júlí
síðastliðnum úr sextán í tuttugu og
síðan þá hefur skýlið nánast annað
eftirspurn þó að það hafi verið nótt
og nótt sem það hefur ekki verið,
sem er náttúrlega ekki gott,“ segir
Heiðar.
„Menn hafa talað um að fjöldi
heimilislausra sé á bilinu fjöru-
tíu til fimmtíu manns en hópur-
inn sem er á götunni er stærri. Ef
ég miða út frá heimsóknum í gisti-
skýlið okkar og kaffistofu þá gæti
ég haldið að heimilislausir væru á
bilinu fimmtíu til sextíu en sú tala
er án ábyrgðar. Sumir hafa vilj-
að meina að þessi hópur sé allt að
hundrað einstaklingar en ég efast
um að það sé rétt. En ef við mynd-
um skoða eitt ár og hve margir
verða heimilislausir á árinu mynd-
um við líklegast ná hundrað ein-
staklingum. Sumir eiga við heimil-
isleysi að stríða í mislangan tíma,“
segir Heiðar.
Vantar fleiri úrræði
Heiðar tekur eftir fjölgun á kaffi-
stofunni, þó ekki meðal heimilis-
lausra heldur fólks sem á um sárt
að binda en flestir sem hægt er
að skilgreina sem heimilislausa
eiga við vímuefnavandamál eða
geðraskanir að stríða.
„Allir geta lent í því að verða
heimilislausir. Þetta eru mjög oft
einstaklingar sem hafa misst fót-
anna vegna vímuefnaneyslu. Hluti
af þeim hóp sem verður heimilis-
laus á við alvarlegar geðraskanir
að stríða og hafa ekki fengið viðun-
andi úrræði. Það að skorti úrræði
til að taka við ákveðnum hópi ein-
staklinga er eitthvað sem búið er
að benda á mjög lengi og af mjög
mörgum. Það vantar hreinlega
fleiri úrræði sem myndu taka utan
um þörf einstaklinganna og ég get
ekki séð að úrræðum muni fjölga,“
segir Heiðar sem lítur ekki björtum
augum á framtíðina.
„Það sem ég sé er að þau úrræði
sem eru starfandi núna þurfa að
draga úr þjónustu vegna samdrátt-
ar í fjárútlátum borgarinnar til vel-
ferðamála.“
Nýtt heimili opnað
„Við hjá velferðarráði erum að
vinna samkvæmt utangarðsstefn-
unni sem samþykkt var í haust.
Það hefur ekkert verið hróflað við
þeim áformum og sem betur fer
höfum við staðið vörð um úrræði
fyrir heimilislausa,“ segir Jórunn
Ósk Frímannsdóttir, formaður vel-
ferðarráðs.
„Það hefur verið talað um
að fjörutíu til sextíu manns séu
heimilislausir í Reykjavík og okk-
ur finnst frekar að við séum að ná
þannig lendingu með þennan hóp
sem er hér heimilislaus að fólk
þurfi ekki að vera úti. Við fjölguð-
um í gistiskýlunum og opnuðum
smáhýsi þar sem sex einstakling-
ar geta verið. Við opnuðum heim-
ili fyrir heimilislausa karlmenn þar
sem eru átta pláss og á árinu verð-
ur opnað heimili fyrir heimilislaus-
ar konur en við teljum að þær séu
á bilinu þrjár til fimm. Við erum
líka að skoða vinnuaðstöðu sem
hægt er að tengja við dagþjónust-
una. Þar geta einstaklingar lagt sitt
af mörkum og fengið greitt fyrir,
til dæmis við viðhald á borginni.
Þetta er nýjung sem er í skoðun og
gæti fólk þá mætt þegar það sæi sér
fært,“ segir Jórunn sem siglir bjart-
sýn inn í nýtt ár.
„Hvað velferðarmálin varðar er
ég rosalega ánægð með lending-
una á fjárhagsáætluninni og að við
höfum hækkað fjárhagsaðstoðina.
Það er mjög góður skilningur hjá
borginni að ná utan um stöðuna og
hóp heimilislausra og bjóða upp á
fjölbreytt úrræði. Mér finnst mjög
mikilvægt að við stöndum vörð um
þessa þjónustu á þessum erfiðu
tímum.“
lilJa KatríN GuNNarsdÓttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Á GÖTUNNI
Í REYKJAVÍK
Býr í húsbíl Í síðasta blaði ársins sem var að líða fjallaði dV um Björgvin Þor-
varðarson sem býr í húsbíl á bílastæðinu við Kjarvalsstaði og nýtir sér þjónustu
Samhjálpar. Björgvin ætlar að snúa blaðinu við og fá sér almennilega íbúð á nýja
árinu. myNd Heiða HelGadÓttir
Bíllinn er heimilið Í nóvember sagði dV sögu Sverris Ólafssonar listamanns
sem bjó í húsbíl á tjaldstæðinu í Hafnarfirði því hann átti engan annan samastað.
myNd GuNNar GuNNarssoN
Bjartsýn Samkvæmt jórunni er
borgin að vinna að fjölbreyttari úr-
ræðum fyrir heimilislausa í reykjavík.
„Þetta eru mjög oft
einstaklingar sem
hafa misst fótanna
vegna vímuefna-
neyslu.“
Framtíðin óljós Heiðar telur líklegt
að þeim úrræðum sem til eru fyrir
heimilislausa muni fækka í framtíðinni
vegna samdráttar.
myNd Heiða HelGadÓttir