Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 2
Kalt var í veðri og lítil úrkoma féll af himnum ofan í Austurstræti í gær. Mótmælendum var heitt í hamsi, þeir spiluðu á trompet og krotuðu slagorð á gangstéttina fyrir framan bankann auk þess að skrifa á bygg- inguna sjálfa. Mótmælendum var gífurlega heitt í hamsi en mótmælin fóru þó friðsamlega fram. „Bankan- um þínum er sama um þig“, „Út með Elínu“ og „Engar djöfulsins afskrift- ir“ hrópuðu mótmælendur af mikl- um móð fyrir utan bankann á meðan starfsmenn bankans fylgdust með úr gluggum í byggingunni. Fluttu Elínu út úr bankanum Mótmælendur fluttu konu í gervi Elínar Sigfúsardóttur, bankastjóra Landsbankans, út úr bankanum í hjólastól og fögnuðu mótmælend- ur ákaft þegar sá gjörningur var yf- irstaðinn. Að sögn mótmælanda var það táknrænt þar sem þess var kraf- ist að Elín myndi segja af sér. Mót- mælendur voru með grímur og klúta og kröfðust uppstokkunar í íslensku þjóðfélagi, ábyrgðar ráðamanna og að yfirmenn í nýja Landsbankanum sem héldu vinnu sinni skyldu víkja tafarlaust. Mótmælendur spiluðu fót- bolta í anddyri bankans en þó fengu þeir sem voru með grímu fyrir and- litinu ekki að koma inn í bankann. Öryggisverðir höndluðu mótmælin af stökustu ró og kom ekki til neinna ryskinga á milli þeirra og mótmæl- enda. Allir mótmælendur voru með klút fyrir andlitinu sem átti að tákna samstöðu. Lögreglan fylgdist með úr fjarska og var þó nokkrum lögreglu- bílum lagt í nágrenni bankans og voru tilbúnir ef til ryskinga kæmi Vill lífstíðardóm yfir landráðamönnum „Ég er bara að mótmæla bönkunum yfirhöfuð, spillingunni og öllu því. Ég vil sjá lífstíðardóma yfir land- ráðamönnunum sem fluttu pen- ingana sína í gegnum Lúxemborg og Cayman-eyjar og lifa rosalega hátt þar, það eru bara landráð,“ seg- ir Bergur Þorgeirsson nemi sem tók þátt í mótmælunum í gær. Hann seg- ist hafa velt því fyrir sér hvernig ríkið geti skuldað peninga og hvort fólk- ið í landinu geti skuldað fyrir hönd einhvers annars. „Það er eins og ein- hver dökkhærður skuldaði mér pen- ing þá myndu bara allir dökkhærðir skulda mér pening og borga hluta af tekjuskattinum til mín.“ Hann von- ar að atvinnulausa fólkið fari að taka þátt í mótmælunum á næstu vikum og mánuðum. Ástandið mun versna Magnús Þór Hafsteinsson, varafor- maður Frjálslynda flokksins, stóð upp við vegg og fylgdist með úr fjarska. „Fólk á rétt á að mótmæla og það er skiljanlegt að fólk geri það, þetta er voða mikið svipað fólk og hefur verið að mótmæla sýnist mér. Það fer að styttast í að venjulegir fjöl- skyldufeður og -mæður fari út á göt- urnar, þá verður ástandið alvarlegra og hættulegra.“ Magnús Þór segist hafa mikl- ar áhyggjur af mótmælunum og ástandinu í landinu. „Ég hef fylgst með þessu öllu saman og mér finnst þetta alltaf vera að vinda meira og meira upp á sig. Maður skynjar mikla reiði og frústrasjón í þjóðfélaginu og margir hafa miklar áhyggjur.“ Magn- ús vill að ríkisstjórnin víki strax frá enda sé til mikið af hæfileikaríku fólki sem hefur ekki komið nálægt „þessu rugli“. Beint á Kaffi Hljómalind Þegar mótmælendur voru búnir að láta í sér heyra við alla innganga Landsbankans héldu flestir heim á leið. Einn mótmælandinn hafði á orði við blaðamann að nú myndu þeir hittast á Kaffi Hljómalind þar sem næstu aðgerðir yrðu planaðar. fimmtudagur 8. janúar 20082 Fréttir „ENGAR DJÖFULSINS AFSKRIFTIR“ Í kringum 50 mótmælendur komu saman fyrir framan aðalútibú Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram en lögreglan var þó tilbúin með mannskap ef til ryskinga kæmi. Mikill hiti var í fólki og segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, að ástandið geti orðið miklu hættulegra og alvarlegra þegar venjulegu hús- mæðurnar fara út á göturnar að mótmæla. Boði logason blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Ég vil sjá lífstíðardóma yfir landráðamönn- unum sem fluttu pen- ingana sína í gegnum Lúxemborg og Cay- man-eyjar og lifa rosa- lega hátt þar.“ Bergur Þorgeirsson Hvetur alla þá sem eru atvinnulausir að koma og mótmæla. Hiti mótmælendur huldu andlit sín til að sýna samstöðu, þó voru ekki allir sem fóru eftir því. Elín borin út Kona í gervi Elínar Sigfúsdóttur var borin út á tákn- rænan hátt af mótmælendum. samstaða hjá mótmælendum „Bankanum þínum er sama um þig,“ öskruðu mótmælendur í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.