Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 16
„Við erum að hefja fimmta starfsár- ið,“ segir Guðný Aradóttir stafgöngu- frömuður. Guðný hefur undanfarin ár haldið úti námskeiðum í stafgöngu í Laugardalnum en eins og nafnið gefur til kynna gengur íþróttin út á að ganga með göngustafi. Íþróttin er ung að árum en Íslendingar hafa tek- ið sportinu vel. „Miðað við flestar aðrar íþróttir er stafganga mjög ung íþrótt. Upp- haf hennar var í Finnlandi árið 1997 en stafganga var fyrst hugsuð sem æfingarform fyrir skíðagöngufólk á sumrin. Það var þá gengið á fjöll og firnindi með staf í hönd.“ Guðný segir að íþróttin hafi innan skamms breiðst hratt um norðanverða Evr- ópu, Ameríku og Asíu. Öflug alhliða hreyfing Guðný segir stafgönguna virkja efri hluta líkamans mun meira en venju- leg ganga. „Stafganga virkjar bjóst, bak, arma og kvið mun meira held- ur en venjuleg ganga gerir. Þannig að þú ert í leiðinni að styrkja alla þessa líkamsparta. Síðan auðvitað lapp- irnar og neðri hluta líkamans með göngunni. Þaðnnig að stafganga er mjög öflug alhliða hreyfing.“ Með þessari auknu hreyfingu sem verður við að styðjast við og sveifla stöfunum verður brennsla þar af leiðandi meiri. „Stafganga býður upp á fína brennslu og styrkir svo auðvit- að mikilvægasta vöðvann af öllum sem er hjartað.“ Ódýr hreyfing Guðný er með tvenns konar nám- skeið í gangi. Fyrir byrjendur og svo fyrir lengra komna. „Tíu tíma byrj- endanámskeið kostar 5.000 krónur,“ en Guðný segir námskeiðið mikil- vægan grunn fyrir fólk sem hefur áhuga á stafgöngu. „Það er svona um það bil sá tími sem það tekur fyrir fólk að ná grunntækninni svo það sé ekki að fara of geyst í hlutina.“ Guðný segir mikið um að fólk í endurhæfingu hafi sótt í stafgöng- una. „Þar kemur aftur inn að þetta er góð alhliða hreyfing en án mikilla átaka. Svo er þetta líka góð útivera í hreinu og fínu lofti.“ Lengra komnir geta svo líka fund- ið námskeið við sitt hæfi en þar eru æfingarnar og göngurnar orðnar nokkuð erfiðari. „Þar er þjálfunin meiri og farið aðeins dýpra í íþrótt- ina, styrktaræfingar og annað til þess að bæta gönguna.“ Hægt að er fá nánari upplýsingar um stafgönguna á vefsíðunni staf- ganga.is. asgeir@dv.is Guðný Aradóttir stendur fyrir stafgöngum í Laugardalnum fimmta árið í röð. Íþróttin er ung og var í upp- hafi hugsuð sem æfingaform fyrir skíðagöngukappa. Byrjendanámskeið kostar 5.000 krónur. Ódýr og gÓð hreyfing Byrjaðu daginn af krafti: Ódýr æfing og orka í kreppunni Eins og margoft hefur verið sagt er morgunmaturinn ein mikil- vægasta máltíð dagsins og ekki síst ef þú ert í megrun. Allt- af má gera betur og létt æfing með góðum og hollum morg- unmat getur gert ótrúlega hluti. Þú þarft ekki að vera í vaxarrækt eða stunda reglulega líkams- rækt. Einfaldar og léttar æfing- ar sem koma blóðrásinni af stað eru gulls ígildi. Strax að morgunverði lokn- um tekur þú tvær einfaldar æf- ingar sem taka 5-10 mínútur og þú ferð glaðari inn í daginn. Í staðinn fyrir morg- unfýlu og stífleika færðu orku og sjálfstraust. Fimmtudagur 8. janúar 200916 Guðný Aradóttir Segir stafgöngu tilvalda fyrir alla sem vilja alhliða hreyfingu. Stafganga Byrjaði sem æfingarform fyrir skíðagöngufólk. 1. æfing n Eftir að hafa klárað morgunmatinn kemurðu þér fyrir á gólfinu og tekur eins margar armbeygjur og þú ræður við í einum rykk. n Bíður í 30 sekúndur. n Tekur aftur eins margar armbeygjur og þú getur. n Bíður í 30 sekúndur. n Enn og aftur eins margar og þú getur og um að gera að reyna af öllum kröftum. 2. æfing n Leggst á gólfið. n Lyftir fótunum um það bil 15 til 20 sentímetra frá gólfinu en heldur bakinu og mjóbakinu við gólfið. n Sveiflar fótunum (skæraspörk) í eina mínútu. n Hvíla í 30 sekúndur. n Sveiflar fótunum (skæraspörk) í eina mínútu. Einfaldar og stuttar æf- ingar sem færa þér orku, ánægju og aukið sjálfs- traust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.