Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 4
fimmtudagur 8. janúar 20084 Fréttir Flugfélag kaupir ferðaskrifstofur Iceland Express hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Ferða- skrifstofu Íslands, sem inni- heldur Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir. Hjá félögunum starfa rúmlega 70 manns. Ferðaskrifstofan hefur glímt við rekstrarerfiðleika undan- farna mánuði. Með kaupun- um er tryggt að þeir fjölmörgu farþegar, sem keypt höfðu ferðir hjá félaginu, munu ekki verða strandaglópar. Iceland Express mun koma með nýtt fé inn í reksturinn og tekur við öllum skuldbindingum þess. Samn- ingur þess efnis var undirritað- ur í gær. Þorsteinn Guðjónsson verður áfram forstjóri félagsins. Þjófar stálu nuddstólum Skömmu fyrir áramót var um 30 rafmagnsnuddstólum og nokkrum dýnum stolið í inn- broti í fyrirtæki í Hafnarfirði. Bæði er um að ræða lúxus- stóla í svörtu leðri, og hvíld- arstóla sem eru alklæddir svörtu leðri og með rafstýr- ingu. Þetta er ekki það eina sem þjófarnir höfðu upp úr krafsinu. Þeir tóku líka leður- hvíldarstóla og tungusófa. Tölvurnar læra á barnaklámið Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höf- uðborgar- svæðinu, og fyrirtækið Eff2 Technol- ogies hafa undirritað tímabundinn verksamning um þróun, uppsetn- ingu og afnot á hugbúnaðarkerfi fyrir embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem gerir lögreglunni kleift að bera kennsl á barnaklám og annað ólögmætt efni í tölvum sem hafa verið haldlagðar. Með þessu samstarfi lögreglunnar og Eff2 Technolog- ies verður Ísland fyrsta landið í heiminum sem notar slíka lausn í baráttunni gegn barnaklámi og öðru ólögmætu efni. Nágrannar hjálpa til í eldi Slökkviliðið á Akureyri var kallað út tvisvar með stuttu millibili í fyrrakvöld. Um klukkan 22 var slökkviliðið kallað út vegna elds í ruslakari sem stóð við leikskól- ann Kiðagil. Mikill eldur var þá í gámnum og segir í tilkynningu slökkviliðs að litlu hafi munað að eldurinn bærist í leikskólann. Rúða nálægt gámnum sprakk við hitann og barst nokkur reyk- ur inn í leikskólann. Áður en slökkviliðið mætti á vettvang, höfðu nágrannar náð að færa gáminn frá skólanum og bjargað honum frá tjóni. Á meðan slökkvilið var á vettvangi barst önnur tilkynning um eld í gámi við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Dælubíll var sendur á vettvang, en ekki var mikill eldur í þeim gámi. ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Smölun fyrir flokksþing Framsóknar og Bjarni Harðarson segir sig úr flokknum: uppnám í röðum framsóknarmanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsókn- arflokknum, neitar því að hafa staðið fyrir smölun nýrra flokksmanna fyr- ir fund Framsóknarfélags Reykjavík- ur á þriðjudagskvöldið, en vefmiðill- inn Eyjan staðhæfði það í frétt sinni í fyrrakvöld. Athygli vakti að margir nýir flokksmenn voru af erlendum uppruna og vakti það grunsemd- ir margra. Á skrifstofu Framsóknar- flokksins fengust ekki upplýsingar um hver lagði listann með nýju með- limunum fram, starfsmaður á skrif- stofu bar fyrir sig að þær væru trún- aðarmál. „Nei, ég smalaði ekki, en svo allt komi fram sé ég nokkur nöfn á þess- um lista sem ég tel vera stuðnings- menn mína,“ segir Sigmundur en á fundi Framsóknar í Kópavogi í gær var ekkert talað um meinta smöl- un. Meðal umræðuefna þar var inn- ganga Íslands í Evrópusambandið og skipulagsmál í Kópavogsbæ og var fundurinn með rólegra móti. Bjarni Harðarson tilkynnti þá ákvörðun sína í gær að hann væri hættur í Framsóknarflokkinum og segir hann ástæðuna að skoðanir hans eigi ekki upp á pallborðið hjá flokknum. „Það er afskaplega andstætt, að mínu viti, á þeim grunni sem gamli Framsóknarflokkurinn byggði á að nú skuli hópast inn í þennan flokk fólk sem virðist berjast gegn fullveldi landsins með hugmyndum um inn- göngu í Evrópusambandið. Baráttan fyrir landsbyggðarmálum, landbún- aði og hag minni fyrirtækja tengdum sjávarútvegi hafa verið afgangsdæmi og öllum tilraunum til að breyta þessu hefur verið mjög fálega tekið einmitt af því fólki sem nú er komið í forystu,“ segir Bjarni sem er sáttur við þessa ákvörðun en segist ekki hættur í pólitík. „Ég útiloka ekki framboð í næstu þingkosningum en það ræðst nátt- úrlega mikið af því hvenær gengið verður til kosninga. Ég get ekki neglt neitt niður í þeim efnum.“ liljakatrin@dv.is Fundur í Keflavík Í gærkvöldi var einnig haldinn félagsfundur framsóknar í Keflavík. MYND: KristiNN MagNússoN guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti í gær þær hagræðingar sem verða á heilbrigðisþjónustu hér á landi og ekki eru allir sáttir. Elliði Vignisson, bæj- arstjóri Vestmannaeyja, vill fara í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um rekstur sjúkrahússins í bænum en samkvæmt breytingum heilbrigðisráðherra á að sameina það sjúkrahús og Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Forstjóri St. Jósepsspítala segir starfsfólk sitt reitt en spítalinn á að sinna hlutverki á sviði öldrunarlækninga. EYJAMENN VILJA YFIRTAKA SPÍTALA „Við höfum óskað eftir því sveitar- félagið að taka upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið um rekstur sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Þá tækjum við alfarið að okkur rekst- ur á sjúkrahúsinu og heilsugæsl- unni, annaðhvort hvoru tveggja eða öðru hvoru eftir því hvernig samn- ingar næðust. Þá myndum við reka þetta fyrir framlög frá ríkinu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Eyjamenn eru allt annað en sáttir við þá ætlun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra að færa heilbrigðisþjónustuna í Vest- mannaeyjum undir Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi. Betra að gera þetta sjálf „Þetta er ekki draumastaðan, það sem við hefðum helst kosið,“ segir Elliði. „Við skiljum forsendurnar og að það þurfi að hagræða en sú að- ferðafræði að flytja forræði yfir mikilvægum stofnunum af lands- byggðinni á höfuðborgarsvæðið er ekki eitthvað sem við komum til með að nota sem útgangspunkt í þessu. Þá viljum við frekar takast sjálf á við reksturinn að því gefnu að samkomulag náist við ríkið um framlög.“ Elliði segir Vestmannaeyjabæ langbest fallinn til að veita heil- brigðisþjónustuna og að hún falli vel að annarri þjónustu sem bæjar- félagið veiti. „Við veitum félagslega þjónustu, rekum dvalarheimili aldraðra, erum með hvers konar félagslega aðstoð þannig að í raun og veru myndi heilbrigðisþjónusta falla vel að því. Þetta myndi falla mjög vel að okkar rekstri og við höfum þá trú að ef samningar nást getum við veitt hagkvæmari og betri þjónustu. guðlaugur vill hagræða Heilbrigðisráðherra hyggst ná fram hagræðingu í rekstri heilbrigðis- stofnana víðs vegar um landið. Meðal þess sem kynnt hefur verið er yfirtaka Landspítalans á skurð- stofurekstri á Selfossi auk þess sem vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Keflavík verða lagðar af. Heilbrigðisstofnanir í hverjum landshluta verða sameinaðar undir forystu eins sjúkrahúss. Í fréttatilkynningu frá heilbrigð- isráðuneytinu segir að breytingarn- ar hafi verið unnar í samráði við stjórnendur stofnananna sem þær taka til og meginmarkmið þeirra kynnt starfsmönnum viðkomandi stofnana. Þar segir líka að á næstu dögum verði unnið með stjórnend- um stofnananna að útfærslu breyt- inganna hvað varði tilfærslur verk- efna og starfsfólks. Vinnuhópar eigi að skila útfærslu sinni til ráðherra fyrir 19. janúar. Stefnt er að því að sameiningin taki formlega gildi 1. mars næst- komandi. Heilbrigðiskerfinu gjörbreytt Heilbrigðisráðherra boðar víðtækar breytingar á stjórn og skipulagi hjúkrunarstofnana. atli Már gYlFasoN blaðamaður skrifar: atli@dv.is Vill yfirtaka reksturinn Elliði, bæjarstjóri í Eyjum, vill frekar yfirtaka reksturinn en missa stjórnina upp á meginlandið. „Sú aðferðafræði að flytja forræði yfir mik- ilvægum stofnunum af landsbyggðinni á höf- uðborgarsvæðið er ekki eitthvað sem við kom- um til með að nota sem útgangspunkt í þessu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.