Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 23
fimmtudagur 8. janúar 2008 23Umræða Hver er maðurinn? „friðrik heiti ég.“ Hvað drífur þig áfram? „Knattspyrnan.“ Uppáhaldsstaður úr æsku? „Það er Höfði á Höfðaströnd í Skagafirði.“ Hvað fékk þig til að velja kvikmyndagerð? „Áhugi minn á kvikmyndum og kvikmyndagerð.“ En yfirvaraskegg? „Það er líklega minnmáttarkennd.“ Hvernig finnst þróun íslensks kvikmyndaiðnaðar hafa verið undanfarin ár? „Hún hefur verið í fínu lagi.“ Um hvað fjallar Sólskinsdreng- ur? „Hún fjallar um einhverfurófið allt saman. Öll erum við líklega einhvers staðar á einhverfurófinu. Síðan fylgi ég litum dreng úr garðabæ sem heitir Keli.“ Hvernig var gerð hennar í samanburði við annað sem þú hefur gert? „Ég held að þetta hafi verið erfiðara en margt sem ég hef gert. En eins og vanalega hafði ég fullt af góðu fólki með mér til að leysa þau vandamál.“ Finnst þér einhverfa almennt vera misskilin? „já algerlega misskilin . Eða bara ekki skilin yfir höfuð. Þar afleiðandi er stutt í fordóma og heimsku.“ Opnaði þetta augu þín? „já hún gerði það. allsherjar vökustaur.“ Ertu með einhver önnur verkefni á dagskrá? „Ég er að fara í tökur á kvikmynd á næstu vikum. Hún heitir mamma gógó og fjallar um kvikmyndaleikstjóra og móður hans sem er með alzheimer. Ég held mig í sömu flögunni. Því alzheimer og einhverfa eiga upphaf sitt í sömu flögunni í heilanum.“ Hefur þú áHyggjur af niðurskurði í Heilbrigðismálum? „Ég held að það valdi fólki sérstaklega áhyggjum að það þarf að borga sex þúsund krónur ef það lendir inni á spítala. Ég held að fólk fari þá bara síður til læknis.“ StEinUnn Hjartardóttir 64 Ára SÖlumaður. „að sjálfsögðu. Það er verið að loka deildum á spítulum. Þetta er að verða eins og úti í henni ameríku þar sem fólk þarf að kaupa sig inn á spítala.“ jón ÞórarinSSOn 27 Ára KErrumaður „mér finnst skömm að þessu. Heilbrigðisþjónustan hér er ekkert allt of burðug fyrir. Ég veit að sumt fólk hefur ekki efni á því að fara til læknis.“ tómaS SigUrpálSSOn 68 Ára HúSaSmiður. „mjög svo. Það er hugsanlega verið að loka heilu sjúkrahúsunum og nemaplássum fækkar. Ég er sjálf í heilbrigðisnámi.“ arna garðarSdóttir 23 Ára HjúKrunarfræðinEmi Dómstóll götunnar Friðrik Þór FriðrikSSOn frumsýnir á föstudag heimildarmynd- ina Sólskinsdrengur. Hún fjallar um einhverfu og einhverfa drenginn Kela. friðrik segir einhverfu ekki misskilda heldur einfaldlega ekki skilda yfir höfuð. tökur á myndinni mamma gógó hefjast innan skamms. EinhvErfa Ekki skilin „já, margir missa vinnuna í kjölfarið. Þetta er mikið áhyggjuefni en ég veit ekki hvað er til ráða.“ ElínbOrg ágúStSdóttir 45 Ára lEiKSKólaliði. maður Dagsins Frumskylda hvers þjóðríkis er að sjá fyrir öryggi borgara sinna. Þetta á líka við um efnahagslegt öryggi. Það hlut- verk ríkisvaldsins er hornsteinn sjálf- stæðis og fullveldis. Stjórnvöld brugðust þessu hlut- verki. Bankakerfið féll á þeirra vakt. Davíðshrunið varð á vakt Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Ábyrgðina ber Sjálfstæðis- flokkurinn öðrum fremur. Fúnar stoð- ir efnahagsundurs frjálshyggjunnar voru runnar undan rifjum hans. Þær brotnuðu undan minnsta mögulega þunga alheimskreppunnar. Engin rannsókn getur leitt neitt annað í ljós. Forsætisráðherrann fyrrverandi og arkitektinn að hruninu, Davíð Oddsson, olnbogaði sig inn í Seðla- bankann og innsiglaði tjónið sem hann hafði lagt grunninn að. Ofan á lánsfjárkreppunna hlóðst íslensk gjaldeyriskreppa, runnin undan rifj- um þjóðernis- og heimastjórnar- manna af hans sauðahúsi. Hrun krónunnar magnar skuldir þjóðar- búsins í hæðir sem hún ræður illa við. Gunnar Tómasson hagfræðing- ur sagði í grein í Fréttablaðinu síð- astliðinn þriðjudag að höfuðstóll er- lendra lána landsmanna hefði aukist um 1.000 milljarða vegna gengisfalls krónunnar fyrstu níu mánuði síðasta árs. Þó ekki væri nema þessi innlendi hluti kreppunnar, krónukreppan, mun þessi staða nánast kollkeyra flest skuldsett fyrirtæki og heimili landsins á komandi tíð segir Gunnar. Stjórnmálastéttin kveikti bál Hollt er fyrir þjóðernissinna að hugsa til þess að sjálfstæði þjóðarinnar er nú að hluta komið í hendur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem leggur nótt við dag í að bjarga ónýtum gjaldmiðli með höftum sem hann hefur senni- lega aldrei beitt áður í víðri veröld. Kjósendur virðast bera meira skynbragð á það en stjórnmálamenn landsins að rótin að íslenska hluta kreppunnar er langvinn pólitísk kreppa sem grafið hefur um sig und- anfarin ár. Siðvitið hefur seytlað út úr þjóðlífinu. Stjórnmálastéttin sjálf kveikti þetta bál þegar hún ákvað að afhenda út- vegsmönnum ókeypis aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. „Þessi rangláta ákvörðun, sem allir flokkar á þingi báru sameiginlega og sinnulausa ábyrgð á, skerti svo siðvit- und stjórnmálastéttarinnar, að þess gat ekki orðið langt að bíða, að aðrar og jafnvel enn afdrifaríkari ákvarðan- ir af sama tagi sæju dagsins ljós,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófess- or í nýlegri Skírnisgrein. Þarflaust er hér að rekja þá afsið- un og þær andlýðræðislegu hneigðir sem náðu tökum á ríkisstjórn Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar, einkum eftir kosningarnar 1999. Uppdráttarsýki lýðræðisins Fimm árum áður hafði dr. Svanur Kristjánsson lýst svipuðum niður- stöðum og raunar áhyggjum af því að íslensk stjórnmál væru ófær að kalla stjórnmálamenn til ábyrgðar og því færi þróunin í rauninni gegn mark- miðum lýðræðisins. Hann lýsti því í ritinu „Frá flokksræði til persónu- stjórnmála“ að gamla fyrirgreiðslu- kerfið hefði ekki skilað stjórnmála- mönnum fjárhagslegum ávinningi. Fyrirgreiðsla við einstaklinga og fyr- irtæki skilaði þeim stuðningi í kosn- ingum. Þetta átti eftir að breytast. Stjórn- málaforingjar og skósveinar þeirra gerðust sjálftökumenn og óreiðu- menn í neðanjarðarsamskiptum einkavæðingaráráttunnar. Viðvar- anir alþjóðlegra stofnana létu íslensk stjórnvöld sem vind um eyru þjóta. „Stjórnmálaflokkar eiga hins veg- ar að auðvelda kjósendum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Stjórn- málaflokkar sem greiða fyrir slíkri ábyrgð styrkja lýðræðið – hinir veikja það,“ sagði Svanur. Niðurstaða hans árið 1994 var sú að kjósendur ættu nú mun erfiðara með að draga stjórn- málamenn til ábyrgðar. „Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Engin stjórnmálamaður hefur sagt af sér eftir Davíðshrunið. Enginn and- varalaus embættismaður hefur vikið. Ofan í kaupið ætla stjórnarflokkarn- ir að gefa kjósendum langt nef og hundsa kröfu þjóðarinnar um þing- kosningar. Já, lýðræðið hefur minnkað. Líka hjá stjórnarflokknum sem stofnaður var til að verja jöfnuð og lýðræði. Andlýðræðislegar hneigðir og afsiðun kjallari jóHann HaUkSSOn blaðamaður skrifar „Forsætisráðherrann fyrrver- andi og arkitektinn að hrun- inu, Davíð Oddsson, olnbog- aði sig inn í Seðlabankann og innsiglaði tjónið sem hann hafði lagt grunninn að.“ svona er íslanD 1 nemendur klaga skólastjórann nemar í Verzló eru ósáttir við að foreldrar þeirra hafi fengið bréf með upplýsingum um mætingu þeirra. 2 Hremmingarnar eru rétt að hefjast „mín tilfinning er sú að í sumar og í haust lendi margir í miklum vandræðum,“ segir Sigurður Helgi guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. 3 Fjölskylda myrtrar konu fær ekkert að vita „að sjálfsögðu er þetta erfið staða, við vitum í rauninni ekki meira en alþjóð veit,“ segir georg Páll Kristinsson, faðir Hrafnhildar lilju georgsdóttur sem var myrt í dóminíska lýðveldinu í september á síðasta ári. 4 Safna fé fyrir dóttur isolar fyrrverandi vinnufélagar isolar lindar Cotto, sem myrt var af eiginmanni hennar, eru farnir að safna fé til styrktar dóttur hennar. 5 kate moss ófrísk að reykja og drekka? nýjar myndir af ofurfyrirsætunni vekja athygli. Þar virðist sem hún sé ófrísk en samt sést hún bæði reykja og drekka. 6 amy komin með nýjan fola Söngkonan amy Winehouse sást á sólarströnd með nýjan kærasta. 7 Sat í tvo klukkutíma í bilaðri vél farþegar með flugvél iceland Express til lúxemborg á laugardag lentu í átta tíma bið. Þeir lentu ekki fyrr en að nóttu til og eru sumir ósáttir við iceland Express. mest lesið á dV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.