Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 28
fimmtudagur 8. janúar 200828 Fókus Sýningarnar Íslenskir listamenn, ljósmyndir eftir Jónatan Grétarsson, og Þættir, verk eftir Björgu Þorsteins- dóttur, verða opnaðar í Hafnarborg í Hafnarfirði á laugardaginn. Jónatan Grétarsson er ungur ljósmyndari sem leitast við að skrá- setja íslenska listamenn. Hann hef- ur tekið fjölda ljósmynda af meira en hundrað listamönnum úr öllum list- greinum og á ýmsum aldri og á sýn- ingunni verða sýnd um fjörutíu por- trett. Sýningin í Hafnarborg er fyrst í sýningaröð um íslenska listamenn og fyrsta skrefið af mörgum þar sem hann fæst við þetta viðfangsefni. Jónatan lauk sveinsprófi í ljós- myndun frá Iðnskólanum í Reykja- vík 2002 og hefur hann einnig stund- að nám við International Center of Photography í New York. Hann hef- ur tekið þátt í samsýningum blaða- og ljósmyndarafélagsins og unnið sem ljósmyndari fyrir tímarit auk þess að reka eigið stúdíó. Á með- al þeirra fjölmörgu listamanna sem Jónatan hefur myndað eru tónlist- armennirnir Ómar og Óskar Guð- jónssynir og munu þeir flytja tónlist á opnuninni. Á neðri hæð Hafnarborgar verða sýnd ný verk eftir myndlistarkon- una Björgu Þorsteinsdóttur. Hér eru á ferðinni málverk og teikning- ar þar sem listakonan teflir saman efnum og tækni á nýstárlegan hátt. Hún tekst meðal annars á við shib- ori-tækni á austurlenskan pappír og teikningu á svífandi léttum skúlpt- úrum og lágmyndum. Björg hefur hlotið hinar ýmsu viðurkenningar fyrir myndir sínar. Verk hennar er að finna í opinberum söfnum og einka- söfnum hér heima og erlendis, með- al annars í Listasafni Íslands, Lista- safni Reykjavíkur, Listasafni Háskóla Íslands, Lista- og menningarsjóði Kópavogs, Norræna húsinu í Reykja- vík og Norðurlandahúsinu í Færeyj- um. Opnunin á laugardaginn hefst klukkan 15. á f i m m t u d e g i Útgáfutónleikar á grand Rokk indísveitin Kuroi hefur sent frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist EP by Kuroi. úgáfu skífunnar verður fagnað með tónleikum á grand rokk á laugardaginn þar sem retro Stefson verður Kuroi-liðum til halds og trausts. Kuroi leikur kassagítar- rokk auk þess að daðra við hljóm sveita sjöunda áratugarins, til dæmis Led Zeppelin. tónleikarnar hefjast klukkan 23 og er aðgangseyrir 500 krónur. EP- platan verður seld á sérstöku kynningarverði. eaRmax og sænskuR gestuR Fyrsta Bítboxkvöld ársins á Gla- umbar fer fram í kvöld. Hipphopp og reggítónlist verður í hávegum höfð. EarMax (Subterranean, AntL- ew/Maximum, 32C) ætlar að flytja góða blöndu af sínu ferskasta auk þess sem sænski rapparinn Double H ætlar að flytja nokkur vel val- in lög. Hann hefur gert góða hluti í hipphopp-senunni í Svíþjóð og kemur hingað til lands sérstaklega til að taka upp með EarMax og öðrum íslenskum tónlistarmönnum. Kvöld- ið byrjar klukkan 21 og er frítt inn. HandRit óskast Forlagið og Verðlaunasjóður ís- lenskra barnabóka auglýsa eftir handritum að skáldsögu fyrir börn og unglinga. Sagan skal vera að lágmarki fimmtíu blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði mynd- skreytt. Skilafrestur er til 2. mars næstkomandi. Dómnefnd velur besta handritið og kemur það út hjá Forlaginu næsta haust. Verð- launin nema 400 þúsund krónum auk höfundarlauna. Handritum skal skila í fjórriti, merkt með dul- nefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi, og sendist til: Verð- launasjóður íslenskra barnabóka, Forlagið, Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík. ListaveRk, sam- LokuR og föt Líta listaverk eins út þegar þau hanga innan um föt eða samlokur? Auglýsingaskilti sem er komið inn á safn, er það orðið að listaverki? Alma Dís Kristinsdóttir, safnfræðslufull- trúi Listasafns Reykjavíkur, býður listunnendum í leiðangur um mið- bæinn í kvöld þar sem þeim gefst kostur á að líta listaverk í nýju ljósi. Leiðangurinn hefst í A-sal Hafnar- hússins og færist síðan út fyrir veggi safnsins. Tilgangurinn er annars vegar að skoðað listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur sem kom- ið hefur verið upp hjá verslunum og þjónustuaðilum í miðborginni og hins vegar ólíka hluti sem sömu fyrirtæki lánuðu safninu til sýnis í Hafnarhúsinu á sýninguna Út / inn. Fór á Café Bleu í hádeginu í gær með vinnufélögum. Nokkuð flott- ur staður. Að hafa Stjörnutorg, rúllustiga og útsöluóða Íslendinga allt í kring er líka til þess fallið að staðurinn er gæðalegri á að líta. Nánast hvert sæti var frátek- ið þetta hádegið. Fundum þó eitt borð fyrir nokkurn veginn miðju veitingarýminu. Ég fór á Café Bleu einhvern tímann á liðnu hausti og fékk mér þá panini með pepper- oni, osti, piparosti og tómötum. Skellti mér bara á það aftur enda bragðaðist það vel síðast. Þegar allir fimm höfðu pantað tók við biðin erfiða. Tómur magi skilur ekki merkingu orðsins þolinmæði. Ennþá síður orðið biðlund. Þegar við bætist að eigandi magans fór í hádegismat með seinni skipunum verða orðin tvö eins og hebreska á hvolfi. Þetta var erfiður hálftími eða svo í bið. Afar erfiður. En loks kom að því. Hefurðu séð mink í hænsnabúi? Hákarl við sólarströnd? Ketkrók í kjötkæli? Þetta var eitthvað svipað. Ég var nokkuð sáttur við panini- ið mitt. Frönskurnar á Café Bleu eru líka býsna góðar. Með fylgdi hvítlaukssósa og salat. Fyrir þetta borgaði ég 1.490 krónur. Eðlilegt í samhengi við íslenskt verðlag. Hundrað kalli meira þó en stend- ur á heimasíðunni. Uppfæra sil- vúple. Eftirminnilegast við þessa heimsókn á Café Bleu, daginn eftir að kreppujólunum 2008 lauk, var kjúklingurinn í sesarsalati sam- starfskonu minnar. Hann bragðað- ist eins og hangikjöt. Hvort kjúllinn var reyktur eða lá í faðmlögum við hangikjöt í birgðageymslu stað- arins yfir hátíðarnar átta ég mig ekki á. En það var eins og jólin hafi skyndilega verið framlengd um einn dag. Kristján Hrafn Guðmundsson jólin framlengd í Kringlunni Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg í Hafnarfirði um næstu helgi. Á annarri þeirra verða sýndar portrettljósmyndir af um fjörutíu íslenskum listamönnum. í skyndi Café Bleu HRaÐi: matuR viÐmót: umHveRfi: veRÐ: PoRtRett af Listamönnum Jónatan Grétarsson Hefur tekið fjölda ljósmynda af meira en hundrað listamönnum úr öllum listgreinum. Svalur Hallgrímur Helgason rithöfundur er einn þeirra listamanna sem jónatan hefur myndað. Drungaleg Harpa Einarsdóttir hönnuður tekur sig vel út í portretti jónatans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.