Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 18
Helga Mogensen rekur heilsustaðinn Krúsku við Suðurlandsbraut. Hún hefur unnið við gerð hollrar fæðu í tæpa tvo áratugi og veit hvað hún syngur þegar það kemur að hollu mataræði og andlegri vellíðan, en hún er einnig jógakennari. Helga deilir með lesendum DV 10 góðum ráðum til að bæta líkamlega og andlega heilsu. Fimmtudagur 8. janúar 200918 heilsuráð fyrir nýja árið 10 Vatnsdrykka „Vatn er nauðsynlegt fyrir líkamann. Mannslíkaminn er 80 prósent vatn og hann þarf á vökva að halda. Þá er ég ekki að tala um kaffi og gosdrykki. Vatnið myndar jafnvægi í sýrustigi líkamans. reglulegt mataræði „Mikilvægt er að hafa yfirsýn yfir mataræði dagsins og allt sem við setjum ofan í okkur. Ef við borðum ekki reglulega, förum við að missa okkur í óhollustunni og það vill enginn detta ofan í þann pytt.“ grænt er Vænt „Ég tel það nauðsynlegt að fólk borði meira grænmeti og salat. Gott er að breyta út af venjunni af og til og frá sér grænmetismáltíð í stað kjötmáltíðar. Mung-baunir eru til dæmis mjög góðar fyrir meltinguna og þar af leiðandi góðar til að halda sér grönnum.“ sleppa sætindum „Sykur er mjög slæmur fyrir starfsemi briss og hann truflar blóðsykur líkamans. Nauðsynlegt er að finna sér eitthvað annað til þess að narta í. Ég mæli með ávötum í stað sætinda. Einnig er gott að borða þurrkaða ávexti eins og döðlur og fíkjur. Möndlur eru einnig tilvaldar.“ drekka te „Prófið að drekka jurtate í stað kaffis um tíma. Jurtate er gætt eiginleikum sem eru mjög góðir fyrir líkamann. Það er blóðhreinsandi og vatnlosandi. Ég vil sérstaklega nefna heilsute frá Náttúrulækningafélagi Íslands. Það er súper gott fyrir nýrun og lifur.“ hreyfing „Ástundið hreyfingu í hvaða formi sem er, eins og að fara í sund eða út að labba með góðum vini. Það er líka sniðugt að læra að dansa og hreyfa sig á öðruvísi máta. Líkamsrækt er ekki eina lausnin.“ andleg Vellíðan „Viðhaltu andlegri vellíða. Hugrækt er afar mikilvæg að mínu mati. Ég mæli með því að fólk hugleiði og stundi sjálft sig með jóga. Það skiptir einnig miklu máli að vera jákvæður.“ góður morgunmatur „Það er gott að leggja af stað í daginn með góðum morgunmat. Mér finnst gott að fá mér hafragraut, mangó eða einhvers konar hristing. góður félagsskapur „Að rækta vinskap er svo mikilvægt. Vertu góður vinur vina þinna. Hvað er skemmti- legra en að hlæja hátt og mikið í góðum vinahópi. Algjörlega dýrmætt.“ Helga Mogensen Er sannkallaður heilsugúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.