Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 12
fimmtudagur 8. janúar 200812 Fréttir Sex ára klessti fjölskyldubílinn Sex ára drengur frá Richmond í Virginíufylki Bandaríkjanna missti af skólarútunni á dögunum en dó síður en svo ráðalaus. Hann tók sig til og reyndi að keyra bifreið fjölskyldu sinnar í skólann á með- an móðir hans svaf sem fastast einn morguninn. Ekki vildi betur til en svo að hann ók bifreiðinni á símastaur, enda áratugur þar til hann fær ökuskírteini. Samkvæmt lögreglunni í Richmond hlaut drengurinn minniháttar áverka í árekstrinum og komst á endan- um í skólann eftir læknisskoðun. Foreldrar drengsins hafa verið ákærðir fyrir að stofna lífi drengs- ins í hættu. Rússar hafa skrúfað fyrir allar gas- leiðslur sínar til Evrópu sem liggja í gegnum Úkraínu vegna illdeilna sem staðið hafa yfir undanfarin ár. Rússar saka Úkraínumenn um að hafa ítrekað stolið gasi, en Úkra- ínumenn hafa á móti sakað Rússa um að reyna að knýja fram yfirverð á gasinu. Evrópusambandið hef- ur kallað eftir því að deilan verði leyst hið snarasta svo hægt verði að hleypa gasi á aftur, eftir því sem New York Times greinir frá. Fimbulkuldi er víða í Evrópu og treysta milljónir heimila á megin- landi Evrópu á gas frá Rússlandi til að kynda heimili sín. Margir hafa áhyggjur af því að saklausir borg- arar, einkum gamalmenni, muni frjósa í hel á næstu dögum. Milljónir hírast í kulda Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, fundaði með stjórn Gaz- prom, stærsta gasfyrirtækis Rúss- lands, á mánudaginn. Putin sakar Úkraínumenn um að hafa skrúfað fyrir gasleiðslurnar. Úkraínska gas- fyrirtækið Naftogaz hefur á móti ásakað Gazprom um einræðis- og kúgunartilburði með því að hafa klukkan korter í átta í gærmorgun skrúfað fyrir allt gasflæði. Dimitri Medvedev, forseti Rúss- lands, virtist hins vegar koma af fjöllum þegar hann ræddi við fjöl- miðla um málið í fyrradag. „Við erum undrandi á því að geta ekki flutt gas lengur í gegnum Úkraínu til Evrópu, vegna þess að Úkraínu- menn hafa lokað á flæðið. Það er engin ástæða til að kenna Rússum eða Gazprom um þennan vanda,“ sagði hann. Málið er orðið hápólitískt og hef- ur Jose Manuel Barroso, forseti Evr- ópusambandsins, krafist þess að deil- an verði leyst og sagt það óviðunandi að Evrópu sé haldið í gíslingu vegna deilna Rússa og Úkraínumanna. Um það bil fjörutíu prósent af öllu gasi í Evrópu koma frá Rússlandi og hef- ur þeim tilmælum víða verið beint til íbúa að spara þá orku sem fólk hefur afnot af. Í Bosníu og víða á Balkan- skaganum hefur verið mikil eftirspurn eftir kolum og margir gripið á það ráð að hamstra þau. Afleðingin af deilunum er að öll heimli í Slóvakíu, Tékklandi, Austur- ríki, Ungverjalandi og Rúmeníu eru án rússnesks gass. Deilurnar koma á versta tíma enda víða mikill kuldi í þessum löndum og á stórum svæðum er nær eingöngu treyst á rússneskt gas til kyndingar. Tímasetningin er þó ekki sögð vera tilviljun enda hafa Rússar áður brugðið á það ráð að skrúfa fyrir gas yfir háveturinn. Þjóðir í Vestur-Evr- ópu hafa þó getað nýtt sér rússneskt gas í gegnum aðrar leiðslur. Gasflæðis- stöðvunin hefur þó haft víðtækar af- leiðingar í Frakklandi og í nágranna- löndum. Putin í vanda Heimsmarkaðsverð á helstu orkugjöf- um hefur hrunið að undanförnu og hafa fréttaskýrendur sagt það veikja stöðu Vladimirs Putin sem not- ið hefur mikilla vinsælda á meðan olíu- og gasverð hefur verið hátt. Búist var því Putin myndi í kjölfar- ið ekki ráðast í afgerandi aðgerð- ir. Það hefur hins vegar ekki kom- ið á daginn. „Rússarnir eru að sýna hörku, vegna þess að þeir hafa átt- að sig á breyttum aðstæðum,“ seg- ir Marshall I. Goldman, prófessor í rússneskum fræðum við Harvard í viðtali við New York Times. Deilan er einnig talin tengjast því að Úkraínumenn hafa fjarlægst Rússa á undanförnum árum. Þjóð- in hefur meðal annars sótt um aðild að NATO ásamt Georgíu, sem háði stríð við Rússa síðastliðið sumar. Putin er sagður vera undir mik- illi pressu heima fyrir, enda skapa útflutningstekjur af olíu og gasi, um það bil sextíu prósent af þjóðartekj- um landsins. Því er spáð að verð- hrunið geti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir rússneskan efnahag. Með því að loka á gasið hefur Gazprom freistast til þess að hækka gasverðið á hverja 1.000 rúmmetra í 450 dollara úr 179,5 dollurum eins og það er nú um stundir. Gazprom hefur einnig farið fram á að meint- ar skuldir Úkraínumanna við fyrir- tækið verði gerðar upp áður en gasi verður hleypt á leiðslurnar aftur. Forsvarsmenn einnar stærstu vef- leitarvélar Kína hefur beðist op- inberlega afsökunar á mistökum sínum þegar í ljós kom að vefsíða hennar hlekkjaði á klámefni. Eig- endur leitarvélarinnar Baidu lýsti því yfir að þeir iðruðust sáran þeirra neikvæðu áhrifa sem slíkar síður hefðu á vefnotendur. Kínversk yfirvöld gerðu rassíu á dögunum þar sem nítján vefsíð- ur voru kallaðar á teppið fyrir að bregðast ekki við tilmælum um að fjarlægja óviðeigandi efni. Aðstandendum síðnanna hef- ur verið sagt að hreinsa til á sín- um vefsvæðum ellegar eiga það á hættu að lokað verði á þau. Fleiri stór netfyrirtæki í landinu hafa beðist afsökunar á sofanda- hættinum í sér. Kínversk yfirvöld telja það skyldu sína að verja almenning fyr- ir öllum óviðeigandi og óæskileg- um áhrifum. Aðgangur netverja að Veraldarvefnum er afar takmarkað- ur í Kína og fær almenningur til að mynda ekki að halda úti bloggsíð- um né skoða efni sem gæti stefnt kommúnistískum hugsjónum rík- isstjórnarinnar í voða. Þá þekkist frjáls fjölmiðlum ekki og tjáninga- frelsi borgaranna er mjög takmark- að. Eins og svo oft áður er óttast að síðustu aðgerðir kínverskra yf- irvalda geri lítið til að rýmka slíkt frelsi. mikael@dv.is Kínversk yfirvöld taka til á Veraldarvefnum. Leitarvél biðst afsökunar Netfrelsi heft Kínversk yfirvöld ritskoða vefinn reglulega og nú síðast neyddust fjölmörg netfyrirtæki til að biðjast opinberlega afsökunar á óviðeigandi og óæskilegu efni sem þau bjóða upp á. MyNd: Photos.coM valGEIR ÖRN RaGNaRssoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Deilurnar koma á versta tíma enda víða mikill kuldi í þessum löndum og á stórum svæðum er nær eingöngu treyst á rússneskt gas til kyndinga Milljónir Evrópubúa hírast nú í kulda og hamstra þá orkugjafa sem í boði eru, eft- ir að lokað var á rússneskar gasleiðsl- ur í gegnum Úkraínu. Um það bil 40 prósent af öllu gasi í Evr- ópu kemur frá Evrópu. Fimbulkuldi er í Evrópu og hafa margir áhyggjur af því að fólk frjósi í hel. Evr- ópusambandið hefur krafist þess að deilan verði leyst. Vlad- imir Putin beitir hörku til að verja eigin stöðu heima fyrir, enda vinsæld- ir hans háðar háu orkuverði. KALT STRÍÐ Í EVRÓPU hamstra kol gríðarleg eftirspurn er eftir kolum til að kynda húsin víða í Evrópu vegna deilunnar. MyNd/ aFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.