Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Síða 4
þriðjudagur 27. janúar 20094 Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í gær að tryggja yrði að þjóðin fengi far- veg til að ákveða hvernig stjórnskipun Íslands verði í framtíðinni. Hann tel- ur nauðsynlegt að skapa farveg fyrir þá umræðu í þjóðfélaginu að breyta stjórnskipan og stjórnarskrá landsins og vinna að „nýju lýðveldi“. Ólafur Ragnar er ekki fyrsti forseti landsins sem reynir að hafa áhrif á þessi mál- efni. „Ásgeir Ásgeirsson lagði áætlun fyrir Viðreisnarstjórnina árið 1959. Það var um að breyta kjördæma- skipan, efnahagslega viðreisn og um að halda áfram varnarsamstarfinu við Bandaríkin,“ segir Svanur Kristj- ánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir að þannig hafi Ásgeir gert mun meira en að leiða umræðuna eins og Ólafur Ragnar geri núna. „Annað dæmi er Sveinn Björns- son, fyrsti forseti landsins. Hans fyrsta verk var að fara til Bandaríkjanna til að gera varnarsamning,“ segir Svan- ur. Þannig hafi þessir forsetar haft af- skipti af innihaldi stjórnmálanna og stefnu ríkisstjórna. „Þannig er Ólafur Ragnar að ganga mjög skammt,“ segir hann. Svanur leggur til að þjóðfund- urinn frá árinu 1851 verði endurtek- inn. „Það þarf að boða til þjóðfund- ar eða stjórnlagaþings um almenna samræðu í þjóðfélaginu og um nýjan sáttmála fyrir samfélagið. Þannig er hægt að tengja saman fulltrúalýðræði og beint lýðræði.“ Þingræði reynst vel „Forsetinn getur ekki sett nein skil- yrði önnur en þau að þetta er sjón- armið inn í umræðuna og margt af því sem hann sagði var mjög skyn- samlegt,“ segir Stefanía Óskarsdótt- ir stjórnmálafræðingur. Hún telur að þetta muni falla í ágætan farveg hjá stjórnmálaflokkunum. „Mér finnst að þingræðisfyrirkomulagið hafi dugað okkur mjög vel fram að þessu. Það er það fyrirkomulag sem er hjá flestum nágrannaríkjum okkar. Þingræðisfyr- irkomulagið tryggir að það er hægt að koma málum mjög hratt í gegn- um þing og það er skýrt hverjir bera ábyrgð. Það er hægt að refsa fólki í kosningum,“ segir Stefanía. „Við getum borið þetta saman við fyrirkomulagið í Bandaríkjunum þar sem framkvæmdavaldið er mjög að- greint frá löggjafarvaldinu. Hlutirnir þar gerast mjög hægt og þar er erfitt að refsa fólki í kosningum. Þar getur forsetinn bent á þingið og öfugt,“ segir hún. Stefanía telur að þrátt fyrir að fólk sé mjög meðvitað um stjórnmál þessa stundina sé aukin áhersla á þjóðarat- kvæðagreiðslur ekki endilega hentug. „Það vill hafa stjórnmálamenn sem sjá um þetta,“ segir hún. Stefanía telur að það sé mjög mikil- vægt fyrir ríkisstjórn að vera vel tengd við fólkið í landinu. Það hafi ekki ver- ið reyndin að undanförnu. „Ég er mjög ánægð með það að Íslendingar hafa mjög mikinn áhuga á lýðræðinu. Þeir vilja að stjórnmálamenn hlusti,“ segir hún. Það sé hins vegar ólíklegt að miklar breytingar verði gerðar á stjórnarfyrirkomulaginu hérlendis. Núverandi fyrirkomulag hafi verið til staðar í meira en hundrað ár. Það hafi verið tekið upp frá Danmörku sem hafi fengið sína fyrirmynd frá Bret- landi. Ekki miklar breytingar Ýmsar tillögur hafa í gegnum tíðina komið fram til breytinga á stjórnarskrá og stjórnskipan Íslands. Árið 2005 var mynduð sérfræðinganefnd um end- urskoðun stjórnarskrárinnar. Í skýrslu nefndarinnar voru helstu hugmyndir hérlendis raktar. Forsetavald er með- al þeirra atriða sem mest hafa verið rædd í tengslum við hugsanlega end- urskoðun stjórnarskrárinnar. Á fyrstu árum lýðveldisins aðhylltist hópur fólks í ýmsum stjórnmálaflokkum for- setaræði á Íslandi að bandarískri fyr- irmynd. Kosningakerfið og kjördæma- skipanin hafa verið viðvarandi við- fangsefni tillagna um stjórnarskrár- breytingar á lýðveldistímanum. Breytingar á kosningakerfinu voru meginefni þeirra stjórnarskrárbreyt- inga sem tóku gildi 1934, 1942, 1959, 1984 og 1999. Þróunin hefur verið í þá veru að auka jafnvægi atkvæða en til- lögur hafa reglulega komið frá jafnað- armönnum um að gera landið allt að einu kjördæmi, alveg frá árinu 1927. Tillögur um að ráðherrar eigi ekki atkvæðisrétt á Alþingi hafa alloft kom- ið fram. Slíkar tillögur voru meðal annars bornar fram af þingmönnum Bandalags jafnaðarmanna á níunda áratugnum. Hugmyndir um stjórnlagaþing eða þjóðfund til að endurskoða stjórnar- skrána hafa reglulega skotið upp koll- inum allt frá því verið var að undirbúa Forsetinn boðar „nýtt lýðveldi“ Ólafur Ragnar Grímsson lýsti þeirri skoðun sinni í gær að hugsanlega yrði að gera breytingar á stjórnskipan og stjórnarskrá landsins. Stjórnmálafræðingar sem DV ræddi við töldu orð forsetans gott sjónarmið inn í umræðuna. Svanur Kristjánsson lagði til að koma á þjóðfundi. Stefanía Óskarsdóttir taldi þing- ræðisfyrirkomulagið hafa reynst okkur vel. Það væri sama fyrirkomulag og hjá flestum nágrannalöndum okkar. AnnAS SiGmundSSon blaðamaður skrifar as@dv.is Forsetaræði n Forsetaræði er stjórnarskrárbundin leið til að stjórna þar sem æðsti maður framkvæmdavaldsins er forseti kosinn í beinni kosningu og löggjafarvaldið er sjálfstætt. n þetta er sjaldgæft stjórnarfyrirkomulag. Bandaríkin eru þekktasta dæmið. n Forsetaræði var fundið upp af landnemum Bandaríkjanna með það fyrir augum að dreifa valdinu til að koma í veg fyrir einræði eða harðstjórn. n Bandaríska stjórnarskráin tekur skýrt fram að framkvæmdavaldið skuli vera í höndum forsetans. Hann er kosinn í almennum kosningum til fjögurra ára í senn og má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. það er einungis hægt að koma honum frá með því að þingið lögsæki hann fyrir alvarlega glæpi og slæma hegðun. Forsetinn getur ekki leyst upp þingið og boðað til nýrra kosninga. þetta er aðalsmerki forsetaræðisins. Þingræðisstjórn n þingræðislegt framkvæmdavald er, öfugt við forsetaræði, upprunalega tengt við löggjafarvaldið. n ríkisstjórnin er mynduð úr þinginu og getur verið felld með vantrauststillögu. n ríkisstjórnin getur einnig í flestum tilfellum leyst upp þingið og kallað til nýrra kosninga. n þingræði samanstendur af þremur þáttum: n ráðandi flokkar koma frá þinginu. ráðherrar eru ennþá hluti af löggjafarvaldinu. n Hægt er að steypa ríkisstjórninni af stóli með vantrauststillögu þingsins. n Framkvæmdavaldið er jafnskipt, sem tekur form ráðuneytis þar sem forsætisráðherra var samkvæmt hefðinni fremstur meðal jafningja. þetta margþátta framkvæmda- vald er andstætt þeim fókus sem er settur á einn yfirmann framkvæmdavaldsins í forsetaræði. Blandað Fyrirkomulag n Flóknara og fjölbreytilegra en forsetaræði og þingræði. n þetta fyrirkomulag tengir saman forsetaræði og þingræði með því að hafa kosinn forseta með forsætisráðherra og ráðuneyti sem eru ábyrg fyrir þinginu. n Blandað fyrirkomulag samanstendur af þremur þáttum: n Forseti lýðveldisins er kosinn með almennum kosningarétti. n Hann hefur þó nokkur völd. n Hann hefur á móti sér forsætisráðherra og ráðherra sem eru valdhafar framkvæmdavaldsins og ríkisstjórnarinnar og geta aðeins setið í embætti ef þeir hafa stuðning þingsins á bak við sig. n þetta fyrirkomulag hefur sérstaklega heillað Evrópulönd sem hafa staðið frammi fyrir erfiðleikum á alþjóðavettvangi. n þegar erfiðleikarnir utan landamæranna minnka, minnka völd forsetans í sama mæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.