Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 5
þriðjudagur 27. janúar 2009 5Fréttir „Samfylkingin hefur ekki haft þrek til að ljúka þessu samstarfi með eðlilegum hætti. Það verður að skrifast á hennar reikning,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, eftir fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, formanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir hádegið í gær þar sem ákveðið var að slíta stjórnar- samstarfinu. Geir vísaði áfram frá sér ábyrgð á öllu því sem miður hefur farið við stjórn landsins að undanförnu. Sömuleiðis vísaði hann ábyrgð á stjórnarslitunun frá sér og á hend- ur Samfylkingunni og sagði að vel hefði verið hægt að halda sam- starfinu áfram. Krafa Samfylking- arinnar um að forsætisráðuneytið félli henni í skaut var hins vegar, að mati Geirs, algjörlega óásættanleg og hefði aldrei getað leitt til annars en stjórnarslita. Ingibjörg segir Geir hins vegar fara með rangt mál. Hafnaði Jóhönnu Ingibjörg lagði til við Geir að Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra, tæki við sem forsætisráðherra ef þáver- andi stjórn ætti að starfa áfram saman. Að mati Ingibjargar væri það eina rétta að þau Geir myndu draga sig frá forystunni og lýsti hún sig tilbúna til að stíga til hliðar fyr- ir Jóhönnu sem hún telur æskilegt að sitji við stjórn- artaumana þar til þjóðin kýs sér leiðtoga. Ingibjörg segir það hrokafullt af Sjálfstæð- isflokknum að hafna þessu boði: „Mér finnst það mjög sérkennilegt og kannski lýsa því að flokkurinn er valdakerfi sem hugsar fyrst og síðast um sjálft sig en ekki það sem er best fyrir þjóðina við þessar til- teknu aðstæður,“ segir hún. Samkvæmt heimildum DV leit- aði Samfylkingin þó fyrst til Össur- ar Skarphéðinssonar iðnaðarráð- herra til að leiða flokkinn en hann hafnaði því af ókunnum ástæðum. Seðlabankinn þrætuepli Ingibjörg þvertekur fyrir að stjórn- arslitin sé á ábyrgð Samfylkingar- innar, eins og Geir heldur fram, og segir flokksmenn hafa sýnt sjálf- stæðismönnum mikið langlund- argeð. Meðal annars hafi Samfylk- ingin eindregið óskað eftir því að skipt verði um stjórn í Seðlabank- anum, sem heyrir undir forsætis- ráðuneytið, en ekki orðið við því. Á þingfundi síðar um daginn þrættu þau Geir og Ingibjörg og vændu hvort annað um hroka. Fyrr um daginn sagði Geir þó í sam- tali við blaðamenn að þau hefðu ákveðið að kveðjast með kossi eft- ir að þau ákváðu að slíta stjórnar- samstarfinu, en þau innsigluðu ríkisstjórnarsamstarfið eftirminni- lega með kossi á Þingvöllum í maí 2007. Dagaspursmál um stjórnarslit Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér sem viðskiptaráðherra í fyrra- dag og axlaði þannig sína ábyrgð. Hann lét þó ekki þar staðar numið heldur lét hann Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fjúka sem og stjórnarmenn þess. Mörg- um fannst þó að Björgvin hefði átt að láta verkin tala mun fyrr, jafnvel strax í október. Ekki er lengra síðan en á sunnu- dag sem Geir sagði ótækt að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þar sem það leiddi til þess að landið yrði stjórnlaust. Þegar þessi orð voru sögð hafði fjöldi fólks haldið uppi háværum mótmælum í fimm daga og krafist þess að ríkisstjórnin viki. Mikill hiti var í sumum mót- mælendum og þurfti lögregla í fyrsta skipti frá árinu 1949 að not- ast við táragas við löggæslu hér á landi. DV hefur allt frá því þing kom aftur saman eftir jólafrí, á þriðju- dag í síðustu viku, sagt frá því að í smíðum sé rauðgrænt stjórnar- bandalag Samfylkingar og Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. Því var það aðeins dagaspurmál hvenær ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar yrði slitið. „Mér finnst það mjög sérkennilegt og kannski lýsa því að flokkurinn er valda- kerfi sem hugsar fyrst og síðast um sjálft sig.“ ÁSAKANIR Á VÍXL Geir H. Haarde vísar áfram frá sér allri ábyrgð á því sem miður hefur farið við stjórn landsins og kennir Samfylkingunni um ríkisstjórnarslitin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mótmælir þessu og segir sína flokksmenn hafa sýnt sjálfstæðismönnum mikið langlundargeð. Vika er síðan DV greindi fyrst frá því að rauðgrænt bandalag Samfylkingar og vinstri-grænna væri í smíðum. dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð ÞRIÐJUdagUR 20. JanúaR 2009 dagblaðið vísir 13. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 dRaUmURInn sem RættIst baRack obama veRÐUR valdamestI maÐUR heIms í dag Samfylking á Suðupunkti vegna StjórnarSamStarfS: VILJA STJÓRN MEÐ VG hvítlIÐI áttI aÐ veRJa mótmælanda fRéttIR atvInnUlaUs aÐ hJálpa böRnUm leIkskólakennaRI YfIRheYRÐUR fYRIR aÐ mótmæla. sótt fYRIRvaRalaUst í vInnUna. ÞReIfIngaR Um RaUÐgRænt samstaRf kRafa Um tafaRlaUst UppgJöR vegna bankahRUnsIns fRamsókn gætI vaRIÐ mInnIhlUtastJóRn vantRaUstI, segIR sIgmUndUR davíÐ fJaRveRa IngIbJaRgaR tRUflaR flokksstaRfIÐ vIlJa aÐ foRmaÐURInn mInnkI vInnUálagIÐ fRéttIR eRlent fólk óskaR vIll moggann F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 22. janúar 2009 dagblaðið vísir 15. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 ísland er stjórnlaust mótmælendur ruddust inn á samfylkingu framsókn hugsanlega í rauðgræna stjórn Ögmundur og Össur funduðu kjarasamningar í uppnámi así vill nýja stjórn leynigÖng frá alþingi fréttir Janúarbyltingin setur stJórnarsamstarf í uppnám: frægir mótmæla þorsteinn kragh: „ég er saklaus“ fólk landspítali bannar facebook fréttir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur 21. janúar 2009 dagblaðið vísir 14. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 BjÖrgÓLFur thor gegn krÓnunni ríkissTJÓrNiN FELLUr Fréttir Fréttir janúarByLting á austurveLLi eLLeFu ára handtekinn „ég var Líka að mÓtmæLa“ kona Barin með kyLFu ingiBjÖrg veikari en taLið var „geir er Búinn að vera“ m yn d b jö rn b lö n d a l Erla HlynSDóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is 20. janúar 2009 21. janúar 2009 22. janúar 2009 andaði köldu geir Haarde segist hafa slitið stjórnarsamstarfinu með kossi. þau ingibjörg Sólrún gísladóttir eyddu hins vegar afgang- inum af deginum í að saka hvort annað um hroka og andaði köldu á milli þeirra í þingsal. MynD rakEl óSk FoRSetINN boðAR „Nýtt LýðVeLdI“ „Forsetinn getur ekki sett nein skilyrði önnur en þau að þetta er sjón- armið inn í umræðuna og margt af því sem hann sagði var mjög skynsamlegt.“ Stjórnarslit geir H. Haarde tilkynnir Ólafi ragnari grímssyni um að ríkisstjórn sín sé fallin. MynD HEIða HElGaDóttIr sjálfa lýðveldisstjórnarskrána. Á bak við þá ósk hefur jafnan legið sú hug- mynd að hraða heildarendurskoð- un stjórnarskrárinnar eða jafnvel að takmarka áhrif stjórnmálaflokkanna á hana. Tillögur um þjóðaratkvæðagreiðsl- ur hafa verið reglulega á dagskrá um- ræðunnar um stjórnarskrána frá því á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Flestar hafa slíkar tillögur gengið út á að tiltekið hlutfall kjósenda gæti knú- ið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi eða skorað á forseta að beita málskotsrétti. Einnig hefur komið fram tillaga um að þriðjungur þingmanna gæti knúið fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um löggjöf, líkt og í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.