Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 6
Nýi Glitnir hefur ákveðið að auglýsa eftir tilboðum frá fjárfestum í Ár- vakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Árvakur er komið í sölumeðferð hjá Nýja Glitni og hafa tilraunir stjórn- ar Árvakurs til að koma saman hópi fjárfesta til að leggja nýtt hlutafé inn í félagið því mistekist. Nýi Glitnir gaf stjórn Árvakurs tækifæri á því í nóv- ember að koma saman fjárfestahópi sem reiðubúinn væri að leggja millj- arð króna í félagið en það gekk ekki. Tímamörk sem Árvakursmenn hafa gefið fyrir því að fá fjárfesta að félag- inu hafa iðulega liðið án þess að ár- angur næðist. Skuldir Árvakurs við Nýja Glitni nema um 3,5 milljörðum króna. Tveir fjárfestahópar hafa lýst yfir áhuga á Árvakri: tveir erlendir fjár- festar, Steve Cossers og Everhard Vissers, og hópur fjárfesta sem Ósk- ar Magnússon er í forsvari fyrir. Ósk- ar segir að hann og fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir muni líklega leggja fram tilboð í félagið á næst- unni. Ólafur ánægður með sölumeðferðina Ólafur Stephensen, ritstjóri Morg- unblaðsins, segist vera ánægður með að framtíð Árvakurs sé komin í þennan farveg. „Við teljum okkur vita að fleiri en einn og fleiri en tveir fjárfestar hafi áhuga á blaðinu,“ seg- ir Ólafur. Hann segir að sölumeð- ferðin á Árvakri hjá Glitni sé sú nið- urstaða sem forsvarsmenn Árvakurs hafi talið æskilega. Spurður segir hann að þessi nið- urstaða í málinu þýði ekki að for- svarsmönnum Árvakurs hafi mis- tekist að finna fjárfesta til að leggja nýtt hlutafé inn í fyrirtækið. „Þetta er bara eðlilegt og jákvætt framhald á því ferli sem hófst í haust að reyna að fá nýtt hlutafé inn í Árvakur,“ seg- ir Ólafur. Hann segir að útgáfa Morgun- blaðsins muni halda áfram óbreytt þar til niðurstaða liggur fyrir úr sölu- meðferðinni og vonandi eftir það. „Ég geri fastlega ráð fyrir að ein- hver þessara fjárfesta muni tryggja áframhaldandi útgáfu,“ segir Ólafur. Hann segir aðspurður að Árvakur eigi nægilegt rekstrarfé til að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun um mánaðamótin. En Einar Sig- urðsson, forstjóri Árvakurs, greindi frá þessu á starfsmannafundi hjá Árvakri í gær auk þess sem laun allra starfsmanna yrðu lækkuð um fimm prósent. Björgólfur ekki með Guðmundur Oddsson, lög- maður erlendu fjárfestanna tveggja sem lýst hafa yfir áhuga á að kaupa Árvak- ur, neitar því að Björg- ólfur Thor Björgólfsson standi á bak við áhuga tvímenninganna á félag- inu. Samkvæmt heimild- um DV gerðu fjárfestarnir tveir tilboð í Árvakur fyrr í mánuðinum sem var hafnað af Nýja Glitni. Guð- mundur vill ekki tjá sig um á hvaða for- sendum tilboðinu var ekki tekið. Há- værar sögu- sagnir hafa verið uppi um að fjár- festarnir tveir séu leppar Björgólfs Thors sem vilji eignast Árvakur en félagið var að stærstum hluta í eigu föður hans, Björgólfs Guðmunds- sonar. Sagan segir að Björgólfur vilji ekki vera í forsvari í kaupunum á Árvakri vegna þeirrar nei- kvæðu umræðu sem er um hann í samfélaginu . Guðmundur lögmaður Björgólfsfeðga Guðmundur segist hafa verið lögmaður þeirra Björgólfsfeðga, meðal annars verið inn- an- þriðjudagur 27. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Kópavogsbúar orðnir 30 þúsund Þrjátíuþúsundasti Kópavogs- búinn leit dagsins ljós þeg- ar Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, fyrrverandi fréttamanni á Stöð 2, og Brynju Gísladóttur fæddist sonur 10. janúar síðastliðinn. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, heimsóttu fjölskyld- una í gær og gáfu drengnum 30 þúsund krónur í tannfé, eða eina krónu á hvern íbúa, og skjal og smekk til vitnis um að hann væri þrjátíuþúsundasti íbúinn í Kópavogi. Borgin ósátt við ríkisvaldið Reykvískir ráðamenn eru afar ósáttir við Vegagerðina þessa dagana. Ástæðan er sú að stjórnendur Vegagerðarinnar tilkynntu rétt fyrir jól breytingu á verðskrá þjóðvega. Fulltrú- ar í framkvæmda- og eigna- ráði Reykjavíkurborgar segja þetta þýða að kostnaður færist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin í landinu. Sighvatur Arnarsson, skrif- stofustjóri hjá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar, gerði grein fyrir áhrifum þessarar breytingar á fundi í dag. Þar sagði hann að þarna gæti verið um að ræða tugi milljóna króna í aukinn kostnað árlega hjá Reykjavíkurborg. Kanar vilja sæstreng Tveir Bandaríkjamenn og einn Íslendingur funduðu ný- lega með Kristjáni L. Möller samgönguráðherra um hugs- anlega lagningu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkj- anna. Steve Cowper, fyrrver- andi landsstjóri í Alaska, fer fyrir hópnum en með honum í för voru Greg Varisco og Sig- hvatur Pétursson. Þeir hafa áhuga á að leggja nýjan sæstreng milli land- anna. Strenginn vilja þeir nýta fyrir gagnaver sem yrðu starfrækt hérlendis. Gjaldið heldur ekki í við verð- bólgu Áfengisgjald hefur hækkað um tvö til 37 prósent síðustu fjórtán árin. Þetta kemur fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrir- spurn Kristins H. Gunnars- sonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Áfengisgjaldið hefur hækkað minnst á léttu víni eða um tvö prósent. Mest hefur það hækkað á sterku áfengi eða um 37 prósent. Þar á milli kemur svo hækkun áfengisgjalds á bjór sem hef- ur hækkað um fjórtán pró- sent. Á sama tíma hefur verð- bólga numið 91 prósenti. Nýi Glitnir óskar eftir tilboðum í Árvakur. Tveir fjárfestahópar hafa lýst yfir áhuga á Árvakri við Glitni. Lögmaður erlendu fjárfestanna tveggja sem vilja kaupa Árvakur segir Björgólf Thor ekki standa á bak við kauptilboðið. Ritstjóri Morgunblaðsins er ánægður með sölumeðferðina. Óskar Magnússon og fjárfestar tengdir honum hyggj- ast líklega bjóða í Árvakur. REYNT AÐ BJARGA ÁRVAKRI FRÁ ÞROTI Gjaldþrot Árvakurs Sölumeðferðin á félaginu er nú í höndum nýja glitnis því tilraunir stjórnar félagsins til að finna nýtt hlutafé í félagið mistókust. Myndin er tekin á ritstjórn Morgunblaðsins. Býður í Árvakur Óskar Magn- ússon fer fyrir hópi fjárfesta sem hyggjast bjóða í Árvakur á næstunni en nýi glitnir sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá því að Árvakur yrði tekinn í sölumeðferð. InGI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vill ekki svara því hreint út hvort hann hafi vitað að Páli Win- kel fangelsismálastjóra hafi verið veitt formleg áminning fyrir brot á lögum um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna þegar hann veitti Páli embætti fangelsismála- stjóra árið 2007. Greint var frá mál- inu í DV í gær. Tveir aðrir umsækj- endur voru um embættið. Sýslumaðurinn í Kópavogi, Þor- leifur Pálsson, veitti Páli áminning- una þegar hann var sumarafleys- ingamaður í lögreglunni í Kópavogi árið 1999. Páll Winkel staðfestir að hann hafi fengið áminninguna en að hún hafi verið smávægileg. Styrmir Sævarsson, fyrrver- andi samstarfsmaður Páls, kvartaði undan honum til yfirmanna í lög- reglunni í Kópavogi fyrir hættulega vanrækslu í starfi árið 1999. Meðal annars kvartaði Styrmir undan Páli fyrir að hafa skutlað fólki hingað og þangað og fyrir að kíkja í bæinn meðan hann var á vakt. Svo virðist sem Björn Bjarnason hafi litið framhjá áminningunni og ekki tekið hana með í reikning- inn þegar hann veitti Páli embætti fangelsismálastjóra í árslok 2007. Móðir Páls, Guðný Jónsdóttir, er rit- ari Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra og var einnig ritari Sól- veigar Pétursdóttur, forvera Björns í starfi. Spurður hvort hann hafi vit- að af áminningunni og hvort hún hafi verið tekin með í reikning- inn þegar hæfi umsækjendanna þriggja um stöðuna var metið, segir Björn að blaðamaður misskilji eðli áminningar. Björn segir að áminn- ing sé veitt til að gefa þeim sem var áminntur tækifæri til að taka sig á og ef hann geri það þá sé málið úr sögunni. „Ég sé ekki betur en Páll Winkel hafi staðið sig með mikilli prýði í þeim störfum sam hann hefur gegnt og ég þekki: framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, aðstoðarríkislögreglustjóri og síð- an fangelsismálastjóri. Við ákvarð- anir mínar tók ég mið af þeim með- mælum sem Páll fékk og nálgaðist málið á jákvæðan hátt, þótt þú viljir halda þig við hið neikvæða að hætti DV,“ segir Björn. ingi@dv.is Björn Bjarnson var „jákvæður“ þegar hann skipaði Pál Winkel fangelsismálastjóra: Leit framhjá áminningu Áminntur Páll Winkel fangelsismála- stjóri hlaut formlega áminningu þegar hann var sumarafleysingamaður í lögreglunni árið 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.