Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Qupperneq 7
hússlögmaður hjá lyfjafyrirtækinu
Actavis, en að Cosser og Visser hafi
samband við hann án milligöngu
Björgólfs Thors. „Ég held að verið
sé að leggja saman tvo plús tvo og fá
út úr því 152. Ég hef verið lögmað-
ur þeirra feðga í gegnum tíðina. En
Cosser og Visser komu til í Íslands
í allt öðrum erindagjörðum en að
kaupa Árvakur. Það er ekkert til í
þessu,“ segir Guðmundur sem einn-
ig sat í stjórn knattspyrnuliðsins
West Ham en það er í eigu Björgólfs
Guðmundssonar.
Rekstrarlegur áhugi
Guðmundur segir að áhugi tví-
menninganna á Árvakri sé fyrst og
fremst rekstrarlegur auk þess sem
Árvakur sé „sérstök eign“. „Þeir hafa
sagt að það að eiga Moggann myndi
vera eins og að eiga sjötíu manna
greiningardeild um íslenskt
samfélag,“ segir Guðmundur og
bætir því við að Cosser og Visser
hafi hug á stærri fjárfestingum á
Íslandi. Félagarnar hafa einnig
lýst yfir áhuga sínum á að kaupa
tónlistarhúsið ófullkláraða í
miðbæ Reykjavíkur að sögn Guð-
mundar.
Guðmundur segir að hann hafi
ekki heyrt frá Nýja Glitni
upp á síðkastið um að-
komu Cossers og Vissers
að Árvakri en að hann
eigi von á að heyra frá
bankanum í þessari
viku.
Óskar hyggst
leggja fram
tilboð
Óskar Magn-
ússon, sem
fer fyrir hin-
um fjárfesta-
hópnum sem
lýst hefur yfir áhuga á Árvakri, seg-
ist ánægður með að heyra að félag-
ið hafi verið auglýst til sölu opinber-
lega. „Mér finnst þetta mjög gott.
Þetta er það sem ég hef sjálfur lagt
til. Það þarf að taka af öll tvímæli um
að hugsanlegir kaupendur sitji við
sama borð. Þá verður þetta ferli sem
allir geta tekið þátt í,“ segir Óskar.
Hann segir aðspurður að hann og
fjárfestarnir sem hann er í forsvari
fyrir séu áhugasamir um að kaupa
Árvakur og hyggist líklega leggja
fram tilboð í félagið. „Mér finnst það
líklegt ef við fáum þær upplýsing-
ar sem eru nauðsynlegar til að geta
gert slíkt,“ segir Óskar.
Óskar vill ekki greina frá því
hvaða fjárfestar það eru sem hann er
í forsvari fyrir en Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson lögmað-
ur er talinn vera einn
þeirra sem og Guð-
björg Matthíasdóttir,
ekkja Sigurðar Ein-
arssonar útgerð-
armanns frá Vest-
mannaeyjum, sem
sögð er reiðubúin að
leggja milljarða inn
í félagið.
„Þetta er bara eðlilegt og jákvætt framhald á því
ferli sem hófst í haust til að reyna að fá nýtt hluta-
fé inn í Árvakur.“
Ánægður með
lendinguna
Ritstjóri Morg-
unblaðsins telur
sölumeðferð Glitnis á
Árvakri vera æskilega.
Ekki með í ráðum
Lögmaður erlendu fjárfestanna
tveggja sem gerðu tilboð í
Árvakur fyrr í mánuðinum segir
að þeir séu ekki leppar Björgólfs
Thors Björgólfssonar.
Björn Bjarnson var „jákvæður“ þegar hann skipaði Pál Winkel fangelsismálastjóra:
Fréttir
Teymi, Tal og Vodafone hafa lík-
lega brotið gegn samkeppnislög-
um með því að ákveða að Tal fari
ekki í samkeppni við Vodafone.
Þetta kemur fram í bráðabirgðaáliti
Samkeppniseftirlitsins í gær. Þar er
lagt fyrir að fulltrúar Teymis í stjórn
Tals víki þegar í stað úr stjórn og að
í þeirra stað muni Samkeppniseft-
irlitið skipa tvo óháða einstaklinga
í stjórnina.
Ákvæði í samningi um aðgang
að farsímaneti Vodafone eru tal-
in tryggja hagsmuni Vodafone og
Teymis en það er andstætt ákvörð-
un Samkeppniseftirlitsins frá því
á síðasta ári um samskipti félag-
anna. Því er talið að samningurinn
sé til þess fallinn að draga úr þeirri
samkeppni sem Tal getur stundað
á markaðnum og brjóti þar með í
bága við samkeppnislög.
Meint brot Tals, Teymis og Vodafone:
Skipt um stjórnarmenn
Samkeppni skaðast Samningur
félaganna er talinn brjóta gegn
samkeppnislögum.
Hafðu samband
í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst
á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift