Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 10
vanda, með niðurfellingu skulda að hluta,“ segir hann. Vill sjá plan Jóhannes bendir á að ríkisstjórnin hafi lýst yfir vilja til að fara í mann- aflsfrekar framkvæmdir. „Ég vil sjá ríkisstjórnina koma með plan um hvernig á að bjarga atvinnuvegun- um, því að sjálfsögðu veltur hag- ur heimilanna á því hvort fyrirtæki haldi áfram að starfa. Það þarf að bjarga þeim heimilum sem standa frammi fyrir geigvænlegum vanda og gefa innspýtingu í atvinnulífið til að draga úr þeim skaða sem heimil- in verða fyrir. Þetta eru að sjálfsögðu brýnustu verkefnin,“ segir hann og bætir við að beðið sé með óþreyju eftir frumvarpi um skuldaaðlög- un. „Neyðarlög voru samþykkt fyrir rúmlega hundrað dögum. Fyrst hægt var að samþykkja neyðarlög í flýti- meðferð, hvers vegna er ekki hægt að setja lög um skuldaaðlögun í sömu flýtimeðferð?“ spyr hann. Ísland sæki um aðild Jóhannes segir að neytendur hljóti að gera þá kröfu að vextir lækki veru- lega. „Vaxtastigið verður að fara nið- ur og það verður að ná einhverju samkomulagi við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn, AGS, um lækkun á stýri- vöxtum. Vaxtastigið er allt að drepa hér,“ segir hann og bætir við að margt myndi breytast til hins betra ef vext- ir væru í samræmi við vextina í ESB- löndum. „Menn eru sammála um það í dag að krónan sé of veik. Fyrir einu til tveimur árum voru menn sammála um að krónan væri of sterk. Við hoppum öfganna á milli,“ segir Jóhannes sem ítrekar ályktun Neytenda- samtakanna: Samtökin hafa tekið klára afstöðu um að það eigi að láta reyna á með aðildarviðræð- um hvaða kostir eru í boði varðandi Evrópusamband- ið. Ég geri mér grein fyrir að þetta gæti fallið á sjávarút- vegs- og landbúnaðarmál- um en það er öldungis ljóst að ef Ísland yrði aðili myndi vöruverð lækka töluvert en matvælaverð mest.“ Jóhannes segir að þrátt fyrir að ekki sé unnt að taka upp evru strax myndu vext- ir leita niður í það sem er í öðrum ESB-löndum. Jóhannes gerir skýra kröfu til þess að almenning- ur fái að vita um allt sem gerðist í aðdrag- anda banka- hrunsins vegna þess að almenningur muni borga brúsann. „Ef við ætlum að byggja upp tiltrú á nýju Íslandi, þá má ekkert fara á milli mála. Annars tekst það ekki.“ þriðjudagur 27. janúar 200910 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Grafarvogi verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 167,8 kr. Skeifunni verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 166,2 kr. Akranesi verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 167,8 kr. bensín Spönginni verð á lítra 142,7 kr. verð á lítra 164,1 kr. Barðastöðum verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 166,2 kr. Eyrarbakka verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 166,2 kr. Skógarseli verð á lítra 142,9 kr. verð á lítra 166,3 kr. umsjón: Baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vill að frumvarp um skulda- aðlögun nái hratt fram að ganga. Reikna þurfi út hvað heimilin geti borgað niður af skuldum sínum en restina þurfi að fella niður. Það sé bæði lánveitendum og lántakend- um fyrir bestu. Neytendasamtökin vilja að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Ný stjórN felli Niður skuldir „Það sem gert hefur verið fyrir heim- ilin fram að þessu hefur fyrst og fremst verið fólgið í því að lengja í hengingarólinni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, um störf annarrar ríkis- stjórnar Geirs H. Haarde. „Það sem ég á við er að lánin hafa verið fryst í ákveðinn tíma með meiri greiðslubyrði þegar kemur að því að greiða af lánunum á nýjan leik,“ segir Jóhannes. Gera má ráð fyrir því að ný rík- isstjórn líti dagsins ljós á komandi dögum. Ekki stendur á svörum þeg- ar Jóhannes er spurður hvað ný ríkis- stjórn þurfi að gera til bjargar heimil- unum og þar með neytendum. „Það sem þarf að gera er að grípa til að- gerða gagnvart þeim heimilum sem eru í mestum fjárhagsvanda. Það þarf einfaldlega að meta hvað hvert og eitt heimili ræður við að greiða til baka af lánum sínum,“ segir Jóhann- es og bætir því við að afganginn þurfi einfaldlega að fella niður. Forsendur brostnar Hann segir að þegar heimilin tóku lánin, hvort sem það eru verðtryggð eða gengistryggð lán, hafi verið gengið út frá ákveðnum forsendum. Bæði hvað varðar tekjur viðkomandi heimilis og greiðslubyrði af lánum. Þær séu brostnar og ungt fólk eigi margt í miklum erfiðleikum núna, sér í lagi fólk sem hafi tekið allt að 100 prósent húsnæðislán. Það hafi orðið fyrir miklum tekjumissi, í formi launaskerðinga eða atvinnuleysis. Jóhannes segir að betra sé fyrir lánveitendur að gefa eftir af höfuð- stóli skulda og fá þó til baka það sem viðkomandi heimili getur greitt, frek- ar en að keyra heimilin í þrot. „Næsta ríkisstjórn verður að taka á þessum Bíddu í viku Freistandi getur reynst að falla fyrir góðum tilboðum á útsöl- um sem nú standa sem hæst. Á námskeiðum um fjármálaráð- gjöf er fólki kennt að standast þessar freistingar. Ef grunnt er á fjármunum er góð regla að hugsa málið í viku. Ef þú sérð flík sem þig langar að kaupa skaltu ekki víkja frá þeirri reglu að bíða í viku með að kaupa hana. Þannig kemstu hjá skyndiákvörðunum þó útsalan gæti reyndar ver- ið búin, viku síðar. Þá eru líka enn minni líkur á því að þú látir freistast. klippinG hjá nEmum Miðað við tölur frá Hagstofu Íslands getur kostnaður við að klippa fjögurra manna fjölskyldu á einu ári verið 50 þúsund krón- ur. Það miðast við að hver fjöl- skyldumeðlimur fari fjórum sinn- um á ári á hárgreiðslustofu. Með því að panta tíma hjá nemum í iðnskólum landsins má draga verulega úr þeim kostnaði. Klipp- ing þar kostar í mörgum tilvik- um helmingi, eða jafnvel þrefalt minna, en á hefðbundnum hár- greiðslustofum. n Lastið fær Pizza Hut í Smáralind. Viðskipta- vinur fór út að borða á veitingastaðnum um helgina. Þegar hann settist að borðinu, sem honum var vísað á, veitti hann því athygli að hnífurinn var skítugur, eins og sést á myndinni. Auk þess var mylsna á gólfum og borð kámug. n Lofið fær Halldór skósmiður í Grímsbæ. Viðskiptavingur hafði samband og sagði að hann væri ekki bara langódýrastur heldur einstaklega almennilegur og tæki alltaf á móti kúnnum sínum með bros á vör. „Hann er besti skósmiðurinn í Reykjavík,“ sagði viðskiptavinurinn. sEndið loF Eða lasT Á nEYTEndur@dV.is „Næsta ríkisstjórn verð- ur að taka á þessum vanda, með niðurfell- ingu skulda að hluta.“ Brýnustu VerkeFni nýrrar stJórnar að mati Formanns neytendasamtakanna: - Frumvarp um skuldaaðlögun fái flýtimeðferð - skuldir umfram greiðslugetu verði felldar niður - innspýting í atvinnulífið - samið verði við ags um lægra vaxtastig - aðildarviðræður við EsB hefjist - almenningur verði upplýstur um ástæður hrunsins BaLdur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is ungt fólk glímir við gríðarlegar skuldir Formaður neytendasamtak- anna vill frumvarp um skuldaaðlögun sem allra fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.