Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 16
þriðjudagur 27. janúar 200916 Ættfræði fólk í fréttum Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra Segja má að á endanum hafi megin- ástæðan fyrir slitum stjórnarsam- starfsins verið fólgin í því að Sam- fylkingin gerði þá ófrávíkjanlegu kröfu að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra yrði forsætis- ráðherra í áframhaldandi stjórnar- samstarfi Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Í þessum skrifuðu orðum kemur enn til álita að Jóhanna verði forsætisráðherra í hugsanlegu stjórnarsamstarfi Samfylkingar við aðra flokka. Starfsferill Jóhanna fæddist í Reykjavík 4.10. 1942 og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá VÍ 1960. Jóhanna var flugfreyja hjá Loft- leiðum 1962-71, stundaði skrif- stofustörf hjá Kassagerð Reykjavík- ur 1971-78, var alþm. Reykvíkinga 1978-2003, alþm. Reykjavíkurkjör- dæmis suður 2003-2007 og er nú alþm. Reykjavíkurkjördæmis norð- ur frá 2007. Hún var félagsmálaráð- herra 1987-88, 1988-91, 1991-94 og hefur verið félagsmálaráðherra frá 24.5. 2007, í fjórða sinn. Hún er auk þess tryggingamálaráðherra frá árs- byrjun 2008. Jóhanna sat í stjórn Flugfreyjufé- lags Íslands 1966-69 og var formað- ur þess 1966 og 1969, sat í stjórn fé- lagsins Svölunnar 1974-76 og var formaður þess 1975 og sat í stjórn VR 1976-83. Hún sat í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almanna- tryggingar 1978, sat í Tryggingaráði 1978-87 og formaður þess 1979- 80, var formaður stjórnarnefndar um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979-83, sat í flokksstjórn Alþýðu- flokksins 1978-94, var varaformað- ur Alþýðuflokksins 1984-93, var formaður Þjóðvaka 1995-99, var varaforseti neðri deildar Alþing- is 1979 og 1983-84, sat í utanríkis- málanefnd 1995-96, iðnaðarnefnd 1995-99, sérnefnd um stjórnar- skrármál 1995-97 og 1999-2000 og 2004-2007, allsherjarnefnd 1996-99, efnahags- og viðskiptanefnd 1999- 2007, kjörbréfanefnd 1999-2003 og félagsmálanefnd 2003-2007. Hún sat á þingi Alþjóðaþingmannasam- bandsins 1980-85, í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1996-2003 og í Íslandsdeild ÖSE- þingsins 2003-2007. Fjölskylda Fyrrv. eiginmaður Jóhönnu er Þor- valdur Steinar Jóhannesson, f. 3.3. 1944, starfsmaður hjá Íslandsbanka. Þau skildu. Foreldrar Þorvalds: Jó- hannes Eggertsson, hljóðfæraleik- ari í Reykjavík, og k.h., Steinunn G. Kristinsdóttir húsmóðir sem er lát- in. Maki Jóhönnu frá 15.6. 2002 er Jónína Leósdóttir, f. 16.5. 1954, blaðamaður og leikskáld. Foreldrar hennar eru Leó Eggertsson og k.h. Fríða Björg Loftsdóttir. Synir Jóhönnu og Þorvalds Stein- ars eru Sigurður Egill, f. 31.5. 1972, starfsmaður hjá Ísal, en kona hans er Ragnheiður Elíasdóttir, starfsmaður hjá KSÍ, og eiga þau tvo syni og eina dóttur; Davíð Steinar, f. 22.3. 1977, starfsmaður hjá Olís, en kona hans er Auður Oddgeirsdóttir og eiga þau tvo syni. Sonur Jónínu er Gunnar Hrafn Jónsson, f. 13.6. 1981. Systkini Jóhönnu: Anna María, f. 4.10. 1942, húsmóðir í Reykja- vík, gift Bernhard Petersen fram- kvæmdastjóra; Hildigunnur, f. 19.5. 1950, flugfreyja, búsett í Reykjavík, gift Lárusi Ögmundssyni lögfræð- ingi; Gunnar Egill, f. 19.5. 1950, d. 2001, hagfræðingur í Reykjavík, var kvæntur Guðfinnu Theódórsdóttur, fyrrv. starfsmanni hjá SÍF. Foreldrar Jóhönnu: Sigurður Eg- ill Ingimundarson, f. 10.7. 1913, d. 12.10. 1978, alþm. og forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, og k.h., Kar- ítas Guðmundsdóttir, f. 19.12. 1917, d. 26.8. 1997, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Ingimundar, daglaunamanns í Reykjavík Ein- arssonar, b. á Egilsstöðum í Ölfusi Jónssonar. Móðir Einars var Sól- veig Þorvarðardóttir, b. á Vötnum í Ölfusi, bróður Þorbjörns Garðars, föður Guðmundar H., fyrrv. alþm., og langafa Vals leikara, föður Vals, fyrrv. bankastjóra. Móðir Ingimund- ar var Vilborg Jónsdóttir, systir Jóns á Þorgrímsstöðum, langafa Hann- esar Jónssonar sendiherra, föður Hjálmars sendiherra. Móðir Sigurðar var Jóhanna, verkakvennaforingi Egilsdóttir, b. í Hörgslandskoti á Síðu Guðmunds- sonar. Móðir Egils var Sigríður Eg- ilsdóttir, b. í Jórvík í Álftaveri Gunn- steinssonar, bróður Runólfs, langafa Margrétar, ömmu alþingismann- anna fyrrv. Jóns Helgasonar og Hjör- leifs Guttormssonar. Karítas var dóttir Guðmundar, kaupmanns í Reykjavík Guðjóns- sonar, sjómanns í Reykjavík Björns- sonar, bróður Guðrúnar, ömmu Al- berts Guðmundssonar ráðherra. Móðir Guðmundar var Steinunn Þorsteinsdóttir, b. í Breiðamýrarholti Þorsteinssonar, garðyrkjumanns í Úthlíð í Biskupstungum Þorsteins- sonar, b. á Hvoli í Mýrdal, hálfbróður Bjarna Thorsteinssonar amtmanns, föður Steingríms skálds. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal Steingrímssonar, bróður Jóns „eld- prests“. Móðir Þorsteins í Úthlíð var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. á Vatns- skarðshólum í Mýrdal Eyjólfsson- ar. Móðir Steinunnar var Guðlaug Stefánsdóttir, b. á Brekku í Biskups- tungum Gunnarssonar, af Víkings- lækjarætt ráðherranna fyrrv., Dav- íðs Oddssonar, Ingólfs Jónssonar og Eggerts G. Þorsteinssonar, sem og Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, og Jóns Helgasonar skálds. Móðir Karítasar var Anna María Gísladóttir, sjómanns Jónssonar, frá Írafelli í Kjós. Móðir Önnu Maríu var Vilborg, systir Salvarar, langömmu Sigurðar Sigurjónssonar leikara. Jónas fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann hóf iðnnám í bólstrun 1955 hjá föður sínum í Bólstrun G. Bjarnasonar, Miðstræti 5, lauk sveinsprófi í greininni og öðlaðist meistararéttindi 1968. Jónas starfaði við bólstrun að loknu sveinsprófi og stofnaði Svefnbekkjaiðjuna ásamt bræðr- um sínum, sem þeir starfræktu að Laufásvegi 4 og síðan að Höfðatúni 2. Jónas flutti til Ólafsfjarðar 1974 og starfrækti þar bólstrun og bú- skap til ársloka 1981. Þá flutti hann til Keflavíkur þar sem hann stund- aði bólstrun til 2007, ýmist sem að- alstarf eða aukastarf. Hann er nú búsettur í Sandgerði. Jónas hefur sungið í kórum á Ólafsfirði og í Keflavík. Fjölskylda Jónas kvæntist 26.10. 1962 Jónas- ínu Þórðardóttur, f. 7.8. 1942, starfs- manni Reykjanesbæjar. Hún er dóttir Þórðar Friðbjarnarsonar, f. 7.10. 1898, d. 11.4. 1966, iðnaðar- manns í Bröttuhlíð við Húsavík, og k.h., Dalrósar Huldu Jónasdóttur, f. 28.9. 1910, d. 19.2. 2001, húsmóður. Börn Jónasar og Jónasínu eru Dagný, f. 14.8. 1962, matarfræð- ingur í Sandgerði, í sambúð með Birni Halldórssyni járnsmið og eru börn hennar Lísa María Hjartar- dóttir sem á soninn Sindra Snæ, Kristján Aron Hjartarson, Frið- rika Ína Hjartardóttir og Hrefna Líf Björnsdóttir; Dalrós, f. 25.7. 1964, húsmóðir í Kópavogi, og eru börn hennar Smári Páll Wiium, Þorgeir Finnbogason og Þóranna Finn- bogadóttir; Guðlaugur Bjarni, f. 29.11. 1966, rafmagnstæknifræð- ingur í Kaupmannahöfn, í sambúð með Alice Jörgensen hjúkrunar- fræðingi og eru synir þeirra Jóhann og Andreas; Jónas Bragi, f. 28.1. 1969, matreiðslumeistari í Reykja- vík, í sambúð með Dagnýju Krist- jánsdóttur ritara og er dóttir þeirra Salka Björk; Sigríður Agnes, f. 22.2. 1977, starfsmaður hjá Pratical, bú- sett í Hveragerði, en maður hennar er Guðjón Ingason slökkviliðsmað- ur og eru börn þeirra Arnór Ingi og Anna Rakel. Systkini Jónasar eru Bragi Mun- an, f. 27.9. 1940, búsettur í Kumb- aravogi; Hilmar Ágústsson, f. 21.7. 1942, sjómaður í Hafnarfirði; Leó Ágústsson, f. 6.9. 1945, trésmiður í Reykjavík; Ágúst Örvar Ágústsson, f. 30.8. 1950, bólstrari í Kópavogi. Foreldrar Jónasar: Guðlaugur Bjarnason, f. 15.10. 1910, d. 22.2. 1963, bólstrari í Reykjavík, og Sig- ríður Jónasdóttir, f. 18.9. 1916, d. 14.11. 2001, húsmóðir. Jónas Páll Guðlaugsson bólstrari í sandgerði „Ég er búinn að skipuleggja dag- inn,“ segir Jón Valgeir Gíslason sem fagnar þeim stóráfanga að verða fimmtugur í dag og leggst það afar vel í hann. „Hugsaðu þér ef ég væri að verða sextugur,“segir hann og er ánægður með að eiga langt í það. „Alveg heil tíu ár.“ Jón, sem er mikill athafnamað- ur, hefur nóg að gera. Hann er rekstrarhagfræðingur að mennt og starfar sem rekstrarráðgjafi, kennir á nokkrum stöðum og rekur fyrir- tæki. Hann lætur það ekki aftra sér frá því að eiga góðan afmælisdag þó að hann þurfi að vinna en hann er búinn að skipuleggja daginn vel. „Ég ætla fara vel með mig. Ætla að byrja hann á því að fara í sund og fá mér gott kaffi. Svo ætla ég að taka á móti vinum og kunningjum heima hjá mér um kvöldið.“ Veisluhöldunum er þó ekki lokið þar með því í byrjun sumars verður heljarinnar afmælisveisla heima í garðinum hjá Jóni. „Ég er með stór- an garð og verður maður að leyfa fólki að njóta þess með sér.“ Jón ætlar að hafa veisluna veglega og er hann búinn að ráða til sín fólk og þar á meðal grillara sem ætlar að sjá um veitingarnar. Aðspurð- ur um tónlistaratriði vill hann lítið gefa upp. „Það verður óvænt, “ seg- ir hann svo gestirnir geta farið að hlakkað til. Jón er, að eigin sögn og ann- arra, í besta formi líf síns á þessum tímamótum og ber þess greinilega merki. Við að eignast draumagjöf- ina kveðst hann hafa yngst um mörg herrans ár en hann fjárfesti sjálfur í kontrabassa fyrir stuttu sem hann hafði lengi langað í. „Ég var ekki viss um að fólkið í kringum mig hefði hugmyndaflugið og mað- ur getur ekki tekið svoleiðis áhættur þegar maður er orðinn svona gam- all og þegar mann langar svo mikið í eitthvað,“ segir Jón sem er byrjað- ur að æfa sig að klappa honum og faðma hann. „Yfirleitt geri ég ekki mikið með afmæli, þetta er kannski í fyrsta skipti sem ákveðið er að halda al- mennilega upp á svona tímamót. Það hefur voðalega lítið annað ver- ið gert en að fara út að borða og hafa það gott með fjölskyldunni,“ segir hann að lokum og það er ljóst að Jón hlakkar mikið til grillveisl- unnar góðu. 70 ára í dag Jón Valgeir Gíslason er fimmtugur í dag: í besta Formi líFs míns 30 ára n Mihaela Chelaru Vesturbrún 9, Flúðir n Juozas Dapkus Urðarholti 4, Mosfellsbær n Gunnar Þór Jónsson Eskihlíð 8a, Reykjavík n Finnbogi Ásgeir Finnbogason Drekavöllum 26, Hafnarfjörður n Eva Lind Jónsdóttir Hlíðarási 11, Hafnarfjörður n Kristín Ösp Þorleifsdóttir Álfkonuhvarfi 37, Kópavogur n Bryndís Eir Þorsteinsdóttir Heiðarbrún 14, Hveragerði n Jóhanna Jóhannesdóttir Grenimel 15, Reykjavík 40 ára n Katarzyna Barbara Bak Sambyggð 8, Þorlákshöfn n Robert Wieslaw Czech Tröllateigi 10, Mosfellsbær n Erla María Marteinsdóttir Sléttahrauni 27, Hafnarfjörður n Hörður Ársæll Ólafsson Áshamri 47, Vestman- naeyjar n Soffía Katrín Sigurðardóttir Engimýri 10, Akureyri n Páll Sigurðsson Erluási 23, Hafnarfjörður n Inga Hrönn Georgsdóttir Ásbraut 5, Kópavogur n Birgir Valgarðsson Maríubaugi 59, Reykjavík n Sigrún Sveinbjörnsdóttir Álfaskeiði 82, Hafnarfjörður n Ágúst Hilmisson Skaftahlíð 10, Reykjavík n Steinar Örn Ingimundarson Laufengi 27, Reykjavík 50 ára n Roman Jan Milaszewski Arnarholti, Reykjavík n Ólafur Sævar Gunnarsson Drangshlíð 2, Hvolsvöllur n Margrét Þóra Benediktsdóttir Árnastíg 10, Grindavík n Valur Jóhann Stefnisson Lækjasmára 92, Kópavogur n Katrín Björk Baldvinsdóttir Heiðargerði 8, Akranes n Sesselja Steinólfsdóttir Smárabraut 19, Höfn n Jónína Marta Árnadóttir Arnartanga 73, Mosfellsbær n Jón Valgeir Gíslason Neshömrum 18, Reykjavík n Þórhallur Ólafsson Hjallabrekku 17, Kópavogur 60 ára n Birna Jóhannsdóttir Völvufelli 18, Reykjavík n Þorbjörg K Jónsdóttir Grundarsmára 10, Kópavogur n Magnús Pétursson Barðastöðum 23, Reykjavík n Hrafnhildur Snorradóttir Eyjabakka 24, Reykjavík n Jón Guðmundsson Maríubakka 8, Reykjavík n Lilja Sigríður Guðmundsdóttir Kjartansgötu 23, Borgarnes n Finnbogi Steinar Sigurgeirsson Írabakka 32, Reykjavík n Ruth Pétursdóttir Viðarrima 15, Reykjavík 70 ára n Hörður Hólm Garðarsson Lautasmára 2, Kópavogur n Birna M Eggertsdóttir Snorrabraut 58, Reykjavík n Guðrún Lóa Kristinsdóttir Huldulandi 38, Reykjavík 75 ára n Guðrún V Hallgrímsdóttir Bröttuhlíð 17, Hveragerði n Sigrún Guðmundsdóttir Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík n Sjöfn Helgadóttir Austurtúni 12, Hólmavík n Auðbjörg Ingimundardóttir Suðurhlíð 38c, Reykjavík 80 ára n Jörundur Jónsson Skúlagötu 40a, Reykjavík n Pálína Gísladóttir Hrannarstíg 18, Grundarfjörður n Þorgerður E Friðriksdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfjörður 85 ára n Jónas Þorsteinsson Strandgötu 37, Akureyri 90 ára n Jóhanna Björnsdóttir Skarfshóli, Hvammstangi n Ólafur Sigurðsson Kumbaravogi, Stokkseyri til hamingju með afmælið! Fimmtugur og í sínu besta formi Ætlar að fara vel með sig á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.