Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Qupperneq 3
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 3Fréttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur ekki hafa hagnast á viðskiptum föður síns, Gunnlaugs M. Sigmundssonar, með hlutabréf í Kögun á sínum tíma. Gunnlaug- ur er fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins og keypti ráðandi hlut í félaginu þegar það var einka- vætt. Viðskiptin voru umdeild og var uppi hávær umræða í samfélaginu árið 1998 um hvernig staðið var að þessum viðskiptum. Þótti mörgum sem Gunnlaugur hefði sölsað und- ir sig ríkisfyrirtæki í skjóli Fram- sóknarflokksins. Deilt hefur verið á Gunnlaug fyrir að hafa setið beggja vegna borðs sem framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins, sem ætl- aði að selja, og sem framkvæmda- stjóri Kögunar og stór hluthafi. Þá hafi hann haft áhrif á verðmyndun félagsins. Í grein í Morgunblaðinu árið 1998 líkti Agnes Bragadóttir viðskiptunum við ólögleg innherja- viðskipti. Gunnlaugur seldi Kögun árið 2006 til fyrirtækis í eigu Baugs og hagnaðist mjög vel á kaupun- um. Aðspurður, segir Sigmundur Davíð að hann hafi átt hlutabréf í Kögun fyrir 10 þúsund krónur að nafnvirði. Þau hafi hann eignast sem barn. „Ég var bara 13 ára þegar fyrirtækið var stofnað,“ segir hann. Síðar seldi Sigmundur þann hlut, en segist ekki muna hvað hann hafi fengið fyrir hann. „Á einhverjum tíma minnir mig að hlutaféð hafi verið fært niður, ég man ekki hvað nafnvirðið á þessu var,“ segir Sigmundur og vísar frekari spurningum um Kögun á föð- ur sinn. valgeir@dv.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki hafa hagnast á Kögun: Átti tíu þúsund króna hlut sem barn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknarflokksins segist ekki hafa hagnast á viðskiptum föður síns með Kögun. GUNNAR BÆJARSTJÓRI VÆNDUR UM FJÁRKÚGUN „Við höfum til margra ára þurft að hlíta þess- ari fjárkúgun þinni sem þú hefur beitt okkur...“ senda afrit af bréfinu til bæjarráðs- manna í Kópavogi og til starfsmanna framkvæmdadeildar bæjarins. Gunnar Ólafsson staðfestir í sam- tali við DV að hann hafi skrifað þetta bréf til Gunnars Birgissonar. Gunn- ar segir að bréfið hafi skilað tilætluð- um árangri því málið sé út af borð- inu í dag. „Þetta bar árangur og menn skildu sáttir,“ segir Gunnar Ólafs- son. Að sögn Gunnars Ólafssonar var kæran dregin til baka og Kópavogs- bær greiddi milljónaskuld sína við ÓGBYGG eftir að bréfið hafði ver- ið sent. Gunnar Ólafsson segir að því hafi aldrei komið til þess að ÓG- BYGG þyrfti að senda bréfið til ann- arra. „Nei, nei þetta bréf var bara sent til Gunnars. Það kom því ekki til þess. Það var brugðist skjótt við bréfinu, menn settust niður og ræddu málin,“ segir Gunnar Ólafsson. Gunnar Birgisson segist ekki kann- ast við að kæran hafi verið dregin til baka og skuldin við ÓGBYGG greidd vegna bréfsins frá Gunnari Ólafs- syni. „Nei, nei, út af þessu bréfi: Guð hjálpi mér. Málið var útkljáð í uppgjörsferli á milli lögfræðinga,“ seg- ir bæjarstjórinn. Neitar ásökunum Verktaki sem byggði fífuna sakar gunnar birgisson, núverandi bæj- arstjóra í Kópavogi, um fjárkúgun og að hafa misnotað aðstöðu sína til að hygla fyrirtæki sínu Klæðningu þegar húsið var byggt. gunnar birgisson neitar ásökunum og segir þær bull. Fífan í Kópavogi Verktakinn sem byggði knatthúsið fífuna í Kópavogi gerir því skóna í bréfi til gunnars birgissonar frá árinu 2005 að bæjarstjórinn hafi komið óheiðarlega fram við fyrirtækið. „Ég ræði ekki við fjölmiðla um það,“ sagði Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri á heimili sínu í gær, aðspurð- ur hvort hann hefði fengið bréf frá Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráð- herra. Spurður um framtíð sína endur- tók hann sömu ummæli. Jóhanna sendi samkvæmt heim- ildum DV þremur bankastjórum Seðla- bankans bréf snemma í gær þar sem þess er óskað að þeir segi af sér störf- um og samið verði við þá um starfslok. Jafnframt lét Jóhanna þau orð falla í Kast- ljósi Sjónvarps- ins í gær að hún myndi kynna frumvarp í dag sem fæli í sér breytingar á yf- irstjórn Seðla- bankans. Staða seðla- bankastjóra yrði auglýst og hann ráð- inn á faglegum forsendum. Þöglir sem gröfin Samkvæmt heimildum DV er Dav- íð Oddsson seðlabankastjóri staddur erlendis. Þegar DV náði tali af Eiríki Guðnasyni, seðlabankastjóra, á heim- ili hans í gær, vildi hann lítið tjá sig um hugsanlega brottför úr Seðlabankan- um eins og áður kom fram. DV reyndi einnig að ná í Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra, en kona hans sagði hann upptekinn þeg- ar leitað var viðbragða frá honum á heimili hans. Ráðuneytisstjóri í sérverkefnum Jóhanna setti í gær Bolla Þór Bollason, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, í sérverkefni til þriggja næstu mánaða. Setti hún í hans stað Ragnhildi Arnljóts- dóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmála- ráðuneytinu, sem eftirmann Bolla. „Hann er tímabundnu leyfi og í sér- verkefnum,“ segir Hrannar Björn Arn- arson, aðstoðamaður nýsetts forsæt- isráðherra, aðspurður um tilfærslu ráðuneytissstjóra í forsætisráðuneyt- inu. Hann segir sérverkefni Bolla að miklu leyti snúa að málefnum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Auk þess sé hann í nefnd sem fjallar um endurskoðun á málefnum öryrkja. Bolli Þór var áður í fjármálaráðu- neytinu en fór síðar yfir í forsætisráðu- neytið eftir að Geir H. Haar- de, sem áður hafði verið fjármálaráðherra, varð for- sætisráðherra. Baldri verður vikið Finnur Ulf Dellsén, sem hefur starf- að sem aðtoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, sagði í samtali við DV að verið væri að vinna í því að setja nýjan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytið. Vinstri Grænar hafa lagt mikla áherslu á að það þyrfti að koma Baldri Guð- laugssyni, núverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, frá völdum. Eins og kunnugt er hefur Baldur verið gagn- rýndur vegna sölu hans á hlutabréf- um í Landsbankanum rétt fyrir banka- hrunið. Aðspurður um hvort Finnur myndi verða aðstoðarmaður Stein- gríms í Fjármálaráðu- neytinu, sagði hann það mál í vinnslu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi bankastjórum Seðlabankans bréf í gær þar sem þess er óskað að þeir segi af sér störfum og samið verði um starfslok þeirra. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri sagðist ekki tjá sig við fjölmiðla um bréf Jóhönnu eða framtíð sína. Hreinsanir nýju stjórnarflokkanna innan ráðuneytanna hóf- ust í gær. Líklegt er að Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, verði vikið frá störfum í dag. HReINSANIR HAFNAR aNNaS SiGmuNDSSoN blaðamaður skrifar: as @dv.is Beðin n um að h ætta Beðin n um að h ætta Beðin n um að h ætta framtí ðin í óv issu Breytt yfirstjórn jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra kynnir frumvarp um breytingar á yfirstjórn Seðlabank- ans í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.