Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Page 6
Þriðjudagur 3. febrúar 20096 Fréttir Kröfuhafar í gamla útgáfufélagi Viðskiptablaðsins munu funda í vikunni: Skoða hvort samningar standist Kröfuhafar í útgáfufélaginu 2012 ehf., sem áður hét Framtíðarsýn og gaf út Viðskiptablaðið, munu koma saman til fundar í lok þessarar viku. Friðjón Örn Friðjónsson, sem skipaður hefur verið skiptastjóri þrotabúsins, stað- festir í samtali við DV að verið sé að skoða hvort rammasamningar sem gerðir voru um yfirtöku á rekstri blaðs- ins standist lög. Hann segir málið á mjög viðkvæmu stigi og frábiður sér að tjá sig meira um málið. Það muni hins vegar skýrast í lok þessarar viku. Möguleiki er á að kaupum Gísla Freys Valdórssonar, blaðamanns á Viðskiptablaðinu, á útgáfufélaginu verði rift. Eins og DV greindi frá í síð- ustu viku keypti hann Framtíðarsýn á eina krónu, nokkrum dögum eftir að það fór í greiðslustöðvun. 27. nóvem- ber, eða viku eftir að hann hafði eign- ast félagið, seldi hann rekstur Við- skiptablaðsins út úr félaginu, gegn yfirtöku á hluta af skuldum félagsins. Kaupandinn var félag sem Haraldur Johannessen, ritstjóri blaðsins, stofn- aði utan um reksturinn og heitir nú Myllusetur ehf. Nafni Framtíðarsýnar, sem þeg- ar var komið í greiðslustöðvun og átti nær ekkert nema skuldir, var breytt í 2012 ehf. í kjölfarið. Eftir að viðskipt- in höfðu gengið í gegn fór stjórnar- formaður félagsins, Gísli Freyr Val- dórsson, fram á að 2012 yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heimild- um DV eru á annað hundrað milljón- ir króna eftir í gamla félaginu. Stærstu kröfuhafar í 2012 eru OB fjárfesting og Frásögn ehf. en auk þess eru skamm- tímaskuldir við viðskiptamenn upp á 40 milljónir króna. valgeir@dv.is Viðskiptablaðið blaðamað- ur keypti gamla útgáfufélagið á eina krónu og seldi það til nýrra eigenda viku síðar. Síginn grásleppa og saltfiskur alla daga Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Sími 517 3131 • sjavarbarinn.is sjavarbarinn@gmail.com 50% afsláttur á kvöldinn af sjávarréttahlaðborðinu Kr. 1.300 (áður kr. 2.600) Kennslustofurn- ar voru frosnar Það hefur væntanlega ekki farið framhjá fólki að ansi kalt var í gærmorgun. Það fengu nemendur og starfsfólk Sæ- mundarskóla í Grafarholti að reyna sömuleiðis en krakkarnir í skólanum voru sendir heim í gærmorgun sökum kuldans. Ástæðan er sú að enginn hiti var á húsnæði skólans yfir helgina og komu starfsfólk og nemendur því að ísköldum kennslustofum í morgun þar sem hitastigið var undir frost- marki. Að sögn Þóru Stephensen, aðstoðarskólastjóra Sæmund- arskóla, var það bilun í hitakerfi skólans sem orsakaði kulda- kastið. Bankaþjófar handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur handtekið fjölda manns í tengslum við hrað- bankaþjófnaðinn í Hveragerði aðfaranótt sunnudags. Þá var mörg hundruð kílóa hraðbanka stolið í heilu lagi úr verslunar- miðstöðinni Sunnumörk þar í bæ. Lögreglan er að sögn búin að endurheimta hraðbankann sjálfan en mennirnir fengu að gista í fangageymslum lögregl- unnar í Reykjavík. Steig í sjóð- heitan hver Maður hlaut annars stigs brunasár á fæti þegar hann var á göngu á nýja hvera- svæðinu í Grændal norð- an við Hveragerði á dögun- um. Maðurinn brenndist er jarðvegur gaf sig undan fæti hans svo hann sökk til hnés í sjóðheitan hver sem leyndist undir torfunni. Er það talið manninum til happs að hann var í stíg- vélum en hann var einn á ferð. 45 mínútna ganga var til byggða og náði maðurinn að kæla brunasárið af og til með snjó. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til frekari aðhlynningar. Í tilkynningu frá lögregl- unni á Selfossi segir að af þessu megi sjá að eftir stóra jarðskjálftann í maí 2008 sé svæðið varhugavert og full ástæða sé til að fara þar um með gát. Augljóst er af verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að ekki hefur tekist að ná samkomulagi um mikilvæg skref um Evrópumálin. Forseti ASÍ gagnrýnir að enn skuli ákvörðun- um slegið á frest og þjóðin sé föst í þeim farvegi að umræða um aðild að ESB sé alltaf að hefjast. Með aðgerðaleysi þrengi núverandi ríkisstjórn kosti þeirrar stjórnar sem mynduð verði eftir kosningar. ESB viðKvæmt mál í nýrri ríKiSStjórn Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, lýsir vonbrigðum með þann kafla í verkefnaskrá ríkis- stjórnarinnar sem snýr að Evrópu- samstarfi og spurningunni um nýjan gjaldmiðil. „Það hefði verið uppbyggilegt sem úrræði eftir bankahrunið að sjá ákveðnari skref stigin í verkefna- skránni. Ég ber virðingu fyrir um- ræðu um lýðræðið, en að setja Evr- ópumálin á bið er afleitur kostur. Ég hef ekki skipt um skoðun varðandi aðild að ESB og upptöku evru hér á landi. Með því að samþykkja opn- unarákvæði í stjórnarskrá fyrir þing- kosningarnar 25. apríl næstkomandi hefði sú ríkisstjórn sem við tæki eft- ir kosningarnar úr fleiri kostum að velja. Það er eins og við séum alltaf að hefja umræðuna,“ segir Gylfi. Viðkvæmt í stjórnarsamstarfinu Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar er Evrópunefnd falið að ljúka störfum við úttekt á viðhorfum hagsmunaað- ila til Evrópusamstarfsins. Nefndin á að skila skýrslu 15. apríl næstkom- andi þar sem lagt verður mat á horf- ur og stöðu Íslands gagnvart samstarfi við Evrópuþjóðir og framtíðarhorfur í gjaldmiðlamálum. „Stjórnarflokkarn- ir eru sammála um að aðild að Evr- ópusambandinu verði aldrei ákveðin nema í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir orðrétt í verkefnaskránni. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Bylgjuna í gær að það sætti furðu að ríkisstjórnin gerði lítið með Evrópu- málin í verkefnaskrá sinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, hefði talið það úrslitaatriði um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn að hann samþykkti aðildar- umsókn að ESB á landsfundinum sem halda átti í lok janúar. Vilhjálm Egilsson til verka Geir H. Haarde, formaður Sjáflstæð- isflokksins, tilkynnti á fjölmennum flokksfundi á Grand Hóteli síðastlið- inn föstudag að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, hefði orðið við beiðni hans um að stýra nefnd sem skila ætti tillögum um uppbyggingu efnahagslífsins eftir bankahrunið. Gert er ráð fyrir að til- lögur á vegum Vilhjálms, sem sæti á í miðstjórn flokksins, verði tilbúnar fyrir landsfundinn í lok mars. Margir telja valið á Vilhjálmi til verksins sé tákræn vending í átt að ESB. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að með því að fá Vilhjálm til þess að leiða þetta starf sé Sjálfstæðisflokk- urinn að átta sig á að orsakir hruns- ins hér á landi megi að miklum hluta rekja til efnahagsstefnunnar sem rek- in hafi verið undanfarin áratug með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins. „Það kemur ekki á óvart að Vilhjálm- ur sé valinn til þessa verks. Hann hef- ur farið fyrir atvinnurekendum um mótun nýrrar sýnar á framtíðina. Það dylst engum að samskipti atvinnurek- enda og Sjálfstæðisflokksins hafa ver- ið með stirðara móti. Þetta er vonandi tilraun Sjálfstæðisflokksins til að kom- ast út úr ógöngunum,“ segir Gylfi. Lækka þarf vextina Gylfi vonast til þess að þótt umboð ríkisstjórnarinnar sé takmarkað geti þingið komið mikilvægum málum og aðgerðum í gegn þótt minnihluta- stjórn sé að störfum „Margt af því sem lagt er til gagn- vart heimilunum er lengra komið en áður. Þarna eru atriði sem við höf- um lagt áherslu á eins og breytingar á gjaldþrotalögum og greiðsluaðlögun. En það þarf að lækka vextina í sam- vinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það reynir á samráð á vinnumarkaðn- um. Með styrkingu krónunnar ætti að létta á verðbólguþrýstingi. Myndun nýrrar ríkisstjórnar með skýr og mikil- væg markmið ætti einnig að draga úr óvissu.“ Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Með því að samþykkja opnunarákvæði í stjórn- arskrá fyrir þingkosningarnar 25. apríl næstkom- andi hefði sú ríkisstjórn sem við tæki eftir kosn- ingarnar úr fleiri kostum að velja.“ Vonsvikinn gylfi arnbjörnsson segir að ef ríkisstjórnin reyni ekki að koma opnunarákvæði í stjórnarskrána fyrir kosningar muni það þrengja kosti þeirrar stjórnar sem á eftir kemur. undrandi bjarni benediktsson, Sjálfstæðisflokki, undrast að ríkisstjórnin leggi lítið upp úr evrópumálum á sama tíma og Samfylkingin gerði þau nánast að úrslitaatriði í síðustu ríkisstjórn. EsB-varð undir Ákvarðana- töku um aðild að evrópu- sambandinu var slegið á frest í stjórnarmyndunarviðræðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.