Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Síða 14
Bjargræði á alþingi Arkitektar, húsasmiðir og fjöl-miðlafólk eru þær stéttir sem verða allajafna einna verst fyrir barðinu á kreppum og efnahagshruni á borð við það sem nú skekur Ísland. Auðvitað segir sig sjálft að lítið hefur upp á sig að teikna tónlistarhús og glæsibyggingar þegar enginn hefur efni á að reisa slík- ar hallir. Orsakasamhengið að baki auknu atvinnuleysi arkitekta og smiða er því augljóst. Lógíkin í fjölgun at- vinnulausra blaðamanna sem mæla göturnar í kreppu er öllu snúnari þar sem þörfin fyrir góðar og beittar fréttir er sjaldan meiri en akkúrat í hallæri eins og því sem nú gengur yfir land og þjóð. Illu heilli þrífast fjölmiðlar á aug-lýsingum og það er voða lítið verið að auglýsa í árferði sem þessu þar sem enginn hefur efni á að kaupa nokkurn skapaðan hlut. Og þess vegna hrynur fjölmiðlafólk nú eins og dauðar flugur út um glugga í Hádegismóum, Skaftahlíðum og öðrum minni óðalssetrum íslenskr- ar fjölmiðlunar. Almenningur ætti þó ekki að æðrast fyrir hönd fjölmiðlunga þar sem þeim standa ný og gjöful mið galopin. Verra með arkitektana og smiðina. Fjölmiðlafólk virðist ein- hverra hluta vegna eiga greiða leið í pólitíkina þar sem mikil endurnýjun er fram undan. Allt það guðsvolaða hyski sem tók þátt í að sigla þjóð- arskútunni í strand neyðist nú til að láta sig hverfa úr pólitíkinni með spillt skottið milli lapp- anna og hleypa öðrum að. Og ætli einhverjir séu nú hæfari til að taka við en einmitt fréttafólkið sem tók pólitíkusana vett- lingatökum á með- an þeir klúðruðu öllu sem klúðra mátti? Krydd- síldar- kóng- urinn Sigmund- ur Ernir Rúnarsson þykir líkleg- ur til að láta pólitíska drauma rætast eftir að Ari Edwald, bragðdauft svar Íslands við Rupert Murdoch, tók Sigmund og rak hann. Þá er fótboltafréttamaðurinn Samúel Örn Erlingsson enn með pólitískan fiðring í tánum og fyrrverandi fjöl- miðlakonan Ólína Þorvarðardóttir, sem setið hefur á ófriðarstóli á Vest- fjörðum, er líka farin að glotta og sýna stjórnmálatennurnar. Þá má ekki gleyma gamla Þjóðviljahauknum Þráni Bertelssyni sem ætlar að leggja lóð sín á nýfægðar vog- arskálar Framsóknarflokksins. Þráinn var um árabil samviska þjóðarinn- ar á síðum Fréttablaðsins þar til fyrir skömmu að Ari Edwald, bragðdauft svar Íslands við Rupert Murdoch, tók Jón Kaldal og Þorstein Pálsson og lét þá reka hann. Ari Edwald, sem er einmitt gamall lúser úr pólitíkinni og fyrrverandi aðstoðar-maður Þorsteins Pálssonar, virðist með niðurskurðarhníf sínum í Skaftahlíðinni ætla að verða mikill áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Hann hefur þegar gefið Sigmundi og Þráni svigrúm til þess að gera atlögu að þingsölum en guð forði íslenskri þjóð frá því að hann taki upp á því að reka Sveppa, Audda, Loga Bergmann og Sindra Sindrason fyrir 25. apríl. Ómar Ragn- arsson einn og sér er verðugur full- trúi at- hyglisjúklinga í einhverjum mikilvæg- ustu kosningum sem íslenska þjóðin hefur gengið til. Það eitt að Ari Edwald haldi að sér höndum í áttatíu daga mun þó varla koma í veg fyrir að kosningabaráttan muni breytast í fjölmiðlasirkus í bókstaf- legri merkingu. Fyrirhyggjusamir blaðamenn á Morgunblaðinu hljóta nefnilega að vera farnir að leita að nýjum tækifærum þar sem endalok- in virðast skammt undan. Af öllu því afbragðsfólki sem starfar á Moggan- um eru þær Kolbrún Bergþórsdóttir og Agnes Bragadóttir fremstar meðal jafningja og líklegastar til þess að geta haslað sér völl í pólitíkinni. Verst bara að líklega verður ómögulegt fyrir refsi- nornirnar úr Hádegismóum að starfa saman í flokki. Og komist þær báðar á þing fyrir andstæðar fylkingar mun bægslagangurinn í búsáhaldabylting- unni sem hrakti smánaða Þingvalla- stjórnina frá völdum hljóma eins og englasöngur í samanburði við hama- ganginn innan veggja þingsins. Á móti kemur að tríóið Ómar, Sigmundur og Agnes ættu að geta myndað starfhæfan meirihluta. Þau náðu svo assgoti vel saman í Á líðandi stundu í Sjónvarpinu í gamla daga. Þriðjudagur 3. febrúar 200914 Umræða svarthöfði spurningin „Ég vildi óska þess. Ég myndi elska að fljúga í þrjátíu þúsund feta hæð í einkaþotunni minni.“ Aron Pálmi Ágústs- son er atvinnu- laus og ætlar að sækja um vinnu í nýju bónusversl- uninni. aron, ert þú næsti jón ásgeir? sandkorn n Mikil gerjun er nú meðal þeirra sem gengið hafa með þing- manninn í maganum. Í norð- vesturkjördæmi hefur framsókn- armaðurinn Magnús Stefánsson ákveðið að stíga til hliðar og beina kröft- um sínum að öðru. Guðmundur Steingríms- son Her- mannssonar hefur ákveð- ið að bjóða krafta sína fram í oddvitasætið þrátt fyrir að þekkja lítið til á landsbyggðinni. Annar ráðherrasonur, Vilmund- ur Gylfason, reyndi á sínum tíma við Vestfjarðakjördæmi en hlaut engan hljómgrunn. n Reikna má með að umbóta- sinnar í Sjálfstæðisflokknum muni takast á um formanns- embættið nú þegar búið er að slá af Geir H. Haarde og hans helstu fylgismenn. Bjarni Benediktsson alþingismað- ur reið á vað- ið og boðaði formanns- framboð. Þess er nú beðið hvort Kristján Þór Júlíusson, oddviti í norðvesturkjördæmi, fylgi í kjöl- farið. Líklegt þykir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi menntamálaráðherra, muni fremur reyna að verja stöðu sína sem varaformaður en að sækja á efsta tind. Þá er óvíst með Guð- laug Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. n Fyndnasti ráðherra Íslands er að margra mati Össur Skarp- héðinsson, utanríkis- og iðn- aðarráðherra, sem í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum lét Steingrím J. Sigfússon og aðra vinstri-græna bíða eftir sér í hálftíma. Aðspurður sagði hann það ekki skaða viðræð- urnar þar sem þeir hefðu þeg- ar beðið í 18 ár. Ráð- herrann lýsti hlið- arhoppi Framsókn- arflokksins í þættinum Í bítið í gærmorgun sem „skógarferð Framsóknar- flokksins“. Galsi ráðherrans er umborinn enn sem komið er en gæti orðið dýrkeyptur þegar mesti bríminn rennur af nýju stjórninni. n Fæstir botna í framboðshug- myndum Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, sem íhugar að verða þingmaður. Árni situr í feitu bæjarstjóra- embætti með langt á aðra milljón króna í mánaðarlaun en horfir til þess löngunaraug- um að verða þingmaður með 500 þúsund á mánuði. Velta menn því fyrir sér hvort bágur fjárhagur Reykjanesbæjar eftir veislu góðærisins sé þannig vaxinn að bæjarstjórinn vilji skipta um vettvang í tíma. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „En ég velti því stundum fyrir mér hvort ég hefði ekki getað orðið ástfangin af einhverjum einfaldari.“ n Dorrit Moussaieff um ást sína og Ólafs Ragnars Grímssonar í við tali við Times. – dv.is „Veislan sem þessi ríkis- stjórn býður til verður því miður dapurleg. Majónes- ið var þegar orðið gult þegar gestirnir mættu.“ n Gísli Marteinn Baldursson námsmaður um nýja ríkisstjórn Samfylkingar og VG. – gislimarteinn.is „Chaos [Óreiðuástand] hjá Bretum er greinilega bara venjulegur snjódag- ur á Íslandi.“ n Hannes Pétur Björnsson, námsmaður í Bretandi, segir samfélagið vera í lamasessi vegna snjókomu þar í landi. – monitor.is „Hárið á honum er náttúrlega kapítuli út af fyrir sig.“ n Guðjón Guðmundsson um hárið á Everton- leikmanninum Marouane Fellaini. – Stöð 2 Sport 2 „Það er nánast hægt að fullyrða að hann hafi fengið kynningardisk með íslenskri tónlist þar sem þetta lag var.“ n Jóhann Helgason ætlar í mál við norska lagahöfundinn Rolf Lovland sem hann segir hafa stolið lagi sínu, Söknuður, og gefið út sem You Óðal sægreifans Leiðari Íslendingar standa á krossgötum og reyna að átta sig á því hvað fór úrskeið-is með þeim afleiðingum sem blasa við. Við það uppgjör við fortíðina verður ekki hjá því komist að líta til einkavæðing- ar banka og annarra fyrirtækja. Þar liggur fyrir að farið var offari. Einkavæðing bank- anna var aldrei raunveruleg. Bankarnir féllu í hendur vina Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins en þeir báru aldrei ábyrgð á rekstrinum. Það var ríkið sem bar þyngstu ábyrgðirnar eins og nú er komið á daginn þegar himinháar skuldir vegna Ic- esave hanga eins og fallöxi yfir þjóðinni. Samt er undirrót hrunsins ekki að finna í bankavinavæðingunni. Einkavæðing veiði- heimilda á Íslandsmiðum var fyrsta skref- ið í áttina að siðleysinu sem kom þjóðinni í koll. Kvótakerfið hefur verið varið af bæði Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki allar götur frá því það var tekið upp fyrir aldar- fjórðungi. Stærsta ógæfuskrefið var þegar Alþingi samþykkti að næturþeli að sægreif- ar mættu veðsetja óveiddan fisk í sjónum. Þá komu fyrstu merkin um þá bólu sem seinna sprengdi fjárhag þjóðarinnar. Kerf- ið setti fljótlega fólk og byggðarlög á von- arvöl þar sem hinir stóru átu þá smáu. Til varð stétt leiguliða sem náðarsamlegast máttu veiða gegn því að greiða okurverð fyrir hvert kíló sem dregið var úr sjá. Svo geggjuð var verðmyndunin að fjölmörg dæmi eru um að gjaldið fyrir veiðileyfið var mun hærra en það verð sem fékkst fyrir veiddan fisk. Stétt sægreifa fitnaði og verð á veiðiheimildum fór út úr öllu korti, rétt eins og síðar gerðist með fyrirtækin í land- inu. Nú er staðan sú að toppveðsettur sjáv- arútvegurinn allur rambar á barmi gjald- þrots og í raun er kvótinn kominn í eigu ríkisins. Kjörið er að almenningur leysi til sín eignina sem var með lagaboði færð í hendur útvalinna. Nú er tækifæri til að skila auðlindinni sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stálu á sínum tíma til að efla hag vina sinna og vandamanna. Loksins er hægt að uppræta óðal sægreif- ans og rétta hag fólksins í landinu. reynir traustason ritstjóri skrifar. Nú er tækifæri til að skila auðlindinni. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.