Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Qupperneq 4
þriðjudagur 10. febrúar 20094 Fréttir U-beygja kostaði fjórar milljónir Anna Bára Reinaldsdóttir lenti í alvarlegum árekstri við rútu í maí í fyrra. Sjóvá telur Önnu hafa tekið U-beygju og ekið í veg fyrir rútuna og því í algjörum órétti. Anna segir rútuna hafa reynt að taka fram úr sér og ekið inn í hlið bíls síns og telur sig vera í rétti. Lög- fræðingur Önnu telur lögregluskýrslur ekki gefa nægilega skýra mynd af atburðinum. Anna Bára Reinaldsdóttir lenti í al- varlegu bílslysi í maí í fyrra eins og DV sagði frá fyrir helgi. Anna var að aka suður Reykjanesbrautina og þurfti að snúa við til Keflavíkur. Þá beygði hún inn á nikkelsvæðið, gaf stefnu- ljós til vinstri og sá rútu koma á eftir sér í fjarlægð í bakspeglinum. Anna segist hafa lagt af stað í beygjuna en þá hafi rútan farið yfir á öfugan veg- arhelming með það að leiðarljósi að taka fram úr bifreið Önnu. Að sögn Önnu keyrði rútan inn í hlið bílsins með þeim afleiðingum að hún kast- aðist út úr bílnum. Sjóvá heldur því fram að Anna hafi tekið U-beygju, valdið slysinu og verið í hundrað prósent órétti. Anna segist ekki hafa tekið U-beygju og tel- ur sig hafa verið í rétti. Hún er kom- in með lögfræðing í málið og verður mál hennar tekið fyrir hjá tjónanefnd vátryggingafélaganna. Á móti U-beygjum „Ég hef alltaf verið lögleg í umferð- inni. Allir sem ég þekki og hafa far- ið með mér í bíl vita að ég fer aldrei í U-beygju. Ég er svo á móti U-beygj- um. Ég er mjög reið yfir því hvernig slysið er dæmt. Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar eru fengnar að ég hafi tekið U-beygju. Ég beygði inn á nikkelsvæðið, rútan fór á öfugan vegarhelming til að taka fram úr mér og keyrði inn í hliðina á mér,“ segir Anna. Lögfræðingur Önnu ýtti á Sjóvá varðandi afstöðu tryggingafélagsins til sakarskiptingarinnar og stendur það fast á því að Anna hafi verið í al- gjörum órétti. Málið verður tekið fyr- ir hjá tjónanefnd vátryggingafélaga þar sem lögfræðingur Önnu, Arn- ar Kormákur Friðriksson hjá Ópus lögmönnum, vonast til að fá málið dæmt Önnu í hag. Lögregluskýrslan ekki skýr Arnar Kormákur getur ekki svarað því hvað næsta skref verður ef tjóna- nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Anna hafi verið í órétti. „Sé niðurstaða nefndarinnar á sama veg munum við vega og meta hvernig framhaldið verður. Það er ljóst að lögregluskýrslur gefa ekki nægilega skýra mynd af atburðinum og þurfum við að skoða það svolítið nánar.“ DV hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum sem kom að slysinu. Þar fengust engar ítarlegri upplýs- ingar umfram það sem kemur fram í tjónaskýrslu og í dagbók lögreglunn- ar frá dagsetningu slyssins. Í tjóna- skýrslu kemur fram að Anna hafi tek- ið U-beygju og ekið fram fyrir bíl sem kom úr sömu átt en það þrætir Anna fyrir. Vissi að bíllinn var ótryggður Anna var á ótryggðum bíl þegar slysið átti sér stað. Hún var nýbúin að taka bílatryggingatilboði frá VÍS en Sjóvá gerði bílinn tryggingalausan því hún skuldaði þeim 25.000 krónur. Anna segist ekki hafa vitað af skuldinni. Ágúst Orri Sigurðsson, lögfræð- ingur á tjónasviði Sjóvár, segir niður- fellingu trygginga vera ferli sem tek- ur níutíu daga. „Ferlið hefst með því að sendur er greiðsluseðill til viðkomandi fyrir tryggingunni. Fimmtíu dögum síðar er send áminning eða ítrekun. Loka- tilkynningin er send mánuði síðar og sé hún ekki greidd þá er trygging- in felld niður fjórtán dögum síðar. Í máli Önnu voru þessar þrjár tilkynn- ingar sendar og ætti henni að hafa verið fullljóst að tryggingin væri nið- urfallin,“ segir Ágúst. Samkvæmt heimildum DV var uppsögn send til Önnu með ábyrgð- arbréfi 14. janúar í fyrra. Heimild- ir DV herma að fyrir þann tíma hafi Anna ítrekað gefið loforð um að skuldin yrði borguð sem aldrei varð raunin. Dýr U-beygja Anna kastaðist út úr bílnum við slysið. Hún margbrotnaði á tám og fékk sprungu á rist. Hún er þjökuð af bakverkjum og þjáist af minnis- leysi. Sonur hennar tognaði í baki, önnur dóttir hennar tognaði í hálsi og hin dóttir hennar þjáist enn af bakverkjum. Ef Anna verður dæmd í órétti situr hún enn fremur uppi með stóra skuld á bakinu. „Ég sit uppi með yfir fjögurra milljóna króna skuld fyrir skemmd- um á rútunni og svo minn ónýta bíl og lækniskostnað,“ segir Anna en hún ók Nissan Patrol-jeppa upp á eina og hálfa milljón þegar árekst- urinn átti sér stað. LiLjA KAtRín gUnnARsDóttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is tjónAsKýRsLAn slys: Vb347 í slysaskrá frá 01.01.1992 til 31.12.2008. Dags.: 23.05.2008. Lýsing: u-beygja, ekið fram fyrir bíl sem kemur úr sömu átt. staðsetning: reykjanesbraut, afleggjari að Nikkvelsvæði, norðan við grænásveg, reykjanesbær. Hámarkshraði: 90 km/klst. tjón: Mikið. sagður hraði og stefna: Suðurátt, nánast stopp (0) km/klst. Ákoma ökutækis: beint framan á ökutæki. Vinstra framhorn. Önnur ökutæki í árekstri: bOVa fHd 14.430 - Hópbifreið ii (M3) - Tjón: Mikið. Vörubílstjórinn sturla jónsson tekur ekki þátt í nýju framboði: Vill á þing fyrir frjálslynda Vörubílstjórinn góðkunni Sturla Jóns- son hefur skráð sig í Frjálslynda flokk- inn og langar að bjóða sig fram í kom- andi þingkosningum. Sturla var mikið í fréttum síðastlið- ið vor þegar hann leiddi hörð mótmæli vörubílstjóra. Hann lýsti því yfir í sumar að hann ætlaði að stofna nýjan flokk, Framfaraflokkinn, og bjóða sig þar fram í næstu þingkosningum. Sturla segir að hann hafi skráð sig í Frjáls- lynda flokkinn því ekki sé „vinnandi vegur“ að koma hinu nýja framboði á framfæri fyrir komandi kosning- ar. „Við vorum sammála um það fé- lagarnir að nýja framboðið gengi ekki upp tímalega og peningalega séð. Það er verið að tala um 25 til 40 milljónir ef þú ætlar að geta staðið eitthvað í slagnum,“ segir Sturla. Hann segir auk þess að stefnuskrá Frjálslynda flokksins líkist stefnuskrá Framfaraflokksins. „Það er fínt að fara þarna inn. Stefnuskráin þeirra er góð og þetta er allt keimlíkt og hjá okkur. Í staðinn fyrir að láta krafta mína hverfa í eitthvað sem getur ekki orðið sökum tíma- og peningaleysis er miklu betra að eyða kröftunum í góð málefni ann- ars staðar,“ segir Sturla. „Þjóðin má ekki verða sett á vonar- völ út af nokkrum einstaklingum,“ seg- ir Sturla. Sturla segist ekki hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, um að hann bjóði sig fram í komandi þingkosning- um. „Ég er alveg tilbúinn í það ef þeir vilja fá mig inn. En það er ekki komið á það stig ennþá að ég hafi rætt við for- manninn,“ segir hann. Sturla segir aðspurður að hann hafi ekki velt því fyrir sér hvar hann vilji bjóða sig fram fyrir flokkinn. Hann segist vonast til að heyra frá forsvarsmönnum flokksins á næst- unni. ingi@dv.is sturla jónson Hyggur nú á framboð fyrir frjálslynda flokkinn. gjöreyðilagður „rútan keyrði inn í hliðina að aftanverðu og opnaði hliðina eins og dósaupptakari,“ segir anna um áreksturinn. Reið anna bára er reið yfir því hvernig slysið er dæmt og telur sig hafa verið í rétti. MynD RAKeL ósK sigURðARDóttiR geir er hress „Mér finnst ég vera alveg heill heilsu, ég fór í ræktina í morg- un og ætla að halda því áfram,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, aðspurður um heilsu sína eftir aðgerð sem hann gekkst undir vegna meins í brisi. Geir svaraði þessu í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Geir sagði að ef veikindin hefðu ekki greinst við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu nú hefði hann ekki tekið svo mikla ákvörðun að hætta strax. Ef kosningar yrðu 2011 en ekki nú hefði hann beðið með slíka ákvörðun og séð hvernig lækning á veikindum hans gengi. Hins vegar væri ekki hægt annað en að taka veikindum af æðruleysi. ekkert dóp í fb Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitaði að fíkniefnum í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti í hádeginu í gær. Nokkur hefð er fyrir þessari fíkniefnaleit í FB en lögreglan hefur nokkrum sinnum farið í skólann í þessum erinda- gjörðum á liðnum árum. Nið- urstaðan er þó alltaf sú sama og þar hafa engin fíkniefni fundist. Fíkniefnaleitarhundur frá tollin- um var notaður við aðgerðina. ekki á forsendum jóhönnu Seðlabankinn birti í gær bréf þeirra Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar, bankastjóra Seðla- bankans, til forsætisráðherra. Ingi- mundur ákvað að ganga að beiðni Jóhönnu og láta af störfum í Seðla- bankanum en Eiríkur ákvað, eins og Davíð Oddsson, að gera það ekki. Eiríkur segist í bréfi sínu eiga mjög erfitt með að biðjast lausnar á forsendum Jóhönnu þar sem hún láti að því liggja að ekki hafi verið unnið af fagmennsku í bankanum. Ingimundur færir ekki rök fyrir því hvers vegna hann hyggst láta af störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur það hins vegar fram að Jóhanna Sigurðardóttir hafi vegið ómaklega að starfsheiðri hans í bréfi sínu og orðum sem hún lét falla á opinberum vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.